Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2018, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.05.2018, Qupperneq 12
Chelsea færði spennu í Meistaradeildarbaráttuna Liverpool mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu, en liðið tapaði fyrir Chelsea sem fikraði sig nær efstu fjórum sætum deildarinnar með sigrinum. WBA keypti sér aukalíf í fallbaráttunni með dramatískum sigri gegn Tottenham Hotspur. Southampton og Swansea munu svo berjast hatrammlega í fallbaráttuslag á morgun. FÓTBOLTI Chelsea setti baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla á næstu leiktíð í allt annað samhengi með 1-0 sigri sínum gegn Liverpool á Stamford Bridge í gær. Chelsea hefur 69 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en liðið er tveimur stigum á eftir Tottenham Hotspur sem situr í fjórða sæti en það er neðsta sætið sem veitir þátttöku- rétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Tottenham Hotspur tapaði fyrir WBA og þessi úrslit þýða að bar- áttan um sæti í Meistaradeildinni er galopin. Liverpool er í þriðja sæti með 72 stig, en er með mun betri markatölu en Chelsea þannig að sigur gegn Brighton í síðasta leik liðsins í deildinni á þessari leiktíð tryggir Liverpool sæti í Meistara- deildinni á næstu leikíð. Tottenham Hotspur og Chelsea eiga svo hvort um sig tvo leiki eftir í deildinni á þessari leiktíð. Nær Moore kraftaverki hjá WBA? Línur skýrðust í fallbaráttu deildar- innar eftir úrslit helgarinnar. Stoke City kvaddi deildina eftir áratugar veru í deildinni þegar það tapaði 2-1 gegn Crystal Palace. Stoke City situr á botni deildarinnar með 30 stig og getur komist ofar en 18. sæti deildarinnar með sigri í lokaleik sínum. Paul Lambert var fenginn til að freista þess að bjarga liðinu eftir að Mark Hughes var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa árs. Lambert mun stýra Stoke City í B- Leikmaður helgarinnar Pierre-Emerick Aubameyang lék við hvern sinn fingur þegar Arsenal kjöldró Burnley með fimm mörkum gegn engu í síðasta heimaleik Wengers sem knattspyrnustjóra liðsins. Aubameyang skoraði tvö marka Arsenal í leiknum, auk þess sem hann lagði síðan upp mark Alex Iwobi. Aubameyang var potturinn og pannan í seiðandi sóknarleik Arsenal í leiknum. Aubameyang var mikið í boltanum í leiknum og var iðinn við að koma sér sjálfur í færi sem og skapa færi fyrir samherja sína. Þó svo að tímabilið hafi vissulega verið von- brigði hjá Arsenal er ekkert upp á Aubameyang að klaga. Gabonski landsliðsframherjinn hefur skorað átta mörk í þeim ellefu deildarleikjum sem hann hefur spilað fyrir Arsenal síðan hann gekk til liðs við félagið frá Borussia Dortmund í janúar síðastliðnum. Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Huddersfield Town náði í afar mikilvægt stig í baráttu sinni um að forð- ast fall úr efstu deildinni þegar liðið gerði marka- laust jafntefli gegn Manchester City, ríkjandi Englandsmeisturum. Stigið þýðir að Huddersfield sem er nýliði í deildinni er þremur stigum á undan Southampton og Swansea City sem eru jöfn að stigum í 17. og 18. sæti deildar- innar. Hvað kom á óvart? WBA er eins og köttur, það er að segja liðið hefur níu líf í fallbaráttu deildarinnar. WBA hafði betur, 1-0, gegn Tottenham Hotspur og liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Darren Moore hefur umbylt gengi liðsins eftir að hann tók við því í lok apríl. Von WBA er vissulega veik, en jafntefli eða tap hefði þýtt að liðið væri fallið um deild. Mestu vonbrigðin Tottenham Hotspur og Liverpool töpuðu bæði leikjum sínum um helgina og hleyptu þar af leiðandi Chelsea af fullum þunga inn i baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. deildinni á næstu leiktíð, en búast má við að þó nokkrar breytingar verði á leikmannahópi liðsins. Hæpið er að leikmenn á borð við Jack Butland, Kurt Zouma, Bruno Martins Indi, Joe Allen og síðast en ekki síst Xherdan Zhakiri fylgi liðinu niður í B-deildina. WBA er hins vegar eins og sprikl- andi lax í dauðateygjunum, en liðið tók einn dauðakipp í viðbót með dramatískum 1-0 sigri sínum gegn Tottenham Hotspur. WBA hefur gengið í endurnýjun lífdaganna eftir að fyrrverandi varnarjaxlinn Darren Moore tók við stjórnartaumunum hjá liðinu af Alan Pardew. WBA var Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 37. umferðar 2017-18 Brighton - Man.Utd 1-0 1-0 Pascal Gross (57.) Stoke - Crystal Palace 1-2 1-0 Xherdan Shaqiri (43.), 1-1 James McArt- hur (68.), 1-2 Patrick van Aanholt (86.) B’mouth - Swansea 1-0 1-0 Ryan Fraser (37.) Leicester - West Ham 0-2 0-1 Joao Mario (34.), 0-2 Mark Noble (64.) Watford - Newcastle 2-1 1-0 Roberto Pereyra (2.), 2-0 Andre Gray (28.), 2-1 Ayoze Perez (55.) WBA - Tottenham 1-0 1-0 Jake Livermore (90.) Everton - Southampton 1-1 0-1 Nathan Redmond (56.), 1-1 Tom Davies (90.) Man.City - Huddersfied 0-0 Arsenal - Burnley 5-0 1-0 Pierre-Emerick Aubameyang (14.), 2-0 Alexandre Lacazette (45.), 3-0 Sead Kolasinac (54.), 4-0 Alex Iwobi (64.), 5-0 Pierre-Emerick Aubameyang (75.) Chelsea - Liverpool 1-0 1-0 Olivier Giroud (32.) FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 36 30 4 2 102-26 94 Man. Utd. 36 24 5 7 67-28 77 Liverpool 37 20 12 5 80-38 72 Tottenham 34 20 8 7 66-32 68 Chelsea 36 21 6 9 61-34 69 Arsenal 36 18 6 12 72-48 60 Burnley 37 14 12 11 35-37 54 Everton 37 13 10 14 43-55 49 Leicester 36 11 11 14 49-54 44 Newcastle 36 11 8 17 36-46 41 C. Palace 37 10 11 16 43-55 41 B’mouth 37 10 11 16 43-60 41 Watford 37 11 8 18 44-63 41 Brighton 36 9 13 14 33-47 40 West Ham 36 9 11 16 45-67 38 Huddersf. 36 9 9 18 27-56 36 South’ton 36 6 15 15 36-55 33 Swansea 36 8 9 19 27-53 33 WBA 37 6 13 18 31-54 31 Stoke City 37 6 12 19 33-67 30 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna hnémeiðsla þegar Everton gerði 1-1 jafntefli gegn Southampton í leik liðanna á Goodison Park. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson var fjarverandi vegna meiðsla þegar Cardiff City tryggði sér sæti í efstu deild í loka- umferð B-deildarinnar. Reading Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 70 mínúturnar í framlínu Reading þegar liðið gerði jafntefli gegn Cardiff City. Aston Villa Birkir Bjarnason gat ekki leikið með liði sínu, Aston Villa, í lokaumferð B-deildarinnar vegna kálfameiðsla. Bristol City Hörður B. Magnússon kom inn á í hálfleik þegar lið hans, Bristol City, tapaði fyrir Sheffield United. Allt útlit er fyrir að mikil spenna verði í fallbaráttu deildarinnar fram í lokaum- ferðina. WBA á enn mögu- leika á því að halda sæti sínu í deildinni. Southampton og Swansea mætast svo í hörðum fallbaráttuslag annað kvöld. ÓSVÍKIN GLEÐI Leikmenn og stuðningsmenn WBA fagna innilega sigurmarki Jake Livermore í mikilvægum sigri liðsins gegn Tottenham Hotspur um helgina. West Bromwich Albion á enn von um að halda sæti sínu i efstu deild. NORDIC PHOTOS/GETTY Burnley Jóhann Berg Guðm. lék fyrstu 89 mínúturnar á kantinum fyrir Burnley þegar liðið steinlá fyrir Arsenal, 5-0, í leik liðanna á Emirates-vellinum. 7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -F E 5 0 1 F B 2 -F D 1 4 1 F B 2 -F B D 8 1 F B 2 -F A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.