Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Mexíkóskt taco er borið fram í mjúk- um tortilla-kökum. Enchiladas eru upprúllaðar tortilla-kökur sem eru hitaðar í ofni með osti yfir. Krökkum finnst þetta mjög góður réttur. Þessi uppskrift er með kjúklingi en það má alveg breyta kjöttegundum eftir smekk. Enchiladas með kjúklingi Einfaldur réttur sem tekur ekki langan tíma að útbúa og dugar fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Kjúklinginn er hægt að kaupa eldaðan og spara sér þannig mikinn tíma. 1 grillaður kjúklingur 8 tortillur 200 g rifinn ostur Salsasósa 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, smátt skorin 2 msk. olía 1 dós brúnar mexíkóskar baunir 1 dós niðursoðnir tómatar, hakk­ aðir 1 kjötkraftsteningur 3 dl vatn 2 tsk. cumin ½ tsk. fínt malað anískrydd ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar 4 vorlaukar, skornir í sneiðar 4 msk. grófhakkað, ferskt kórí­ ander Hitið ofninn í 230°C. Búið til salsa- sósu með því að steikja lauk og hvítlauk í olíu. Bætið síðan baunum saman við, tómötum, kjötkrafti og vatni. Þá er krydd sett saman við og allt látið sjóða upp og síðan smá malla í nokkrum mínútur. Takið skinnið af kjúklingnum og rifið kjötið niður í bita. Blandið því saman við tvo þriðju af sósunni. Afgangurinn af sósunni er geymdur þar til síðar. Dreifið kjúklingnum á tortillurnar og rúllið þeim upp. Leggið í eldfast mót og setjið afganginn af sósunni og ostinn yfir. Bakið í ofninum í 10-15 mínútur eða þangað til osturinn er gullinbrúnn. Þegar rúllurnar eru teknar úr ofn- inum og settar á diska er vorlauk og kóríander dreift yfir þær. Gott er að bera enchiladas fram með fersku salati, sýrðum rjóma og límónu- bátum. Taco með rifnum kjúklingi Þetta er einfaldur og góður réttur sem er ekki borinn fram í hörðum taco-skeljum heldur mjúkum tortilla-kökum. Veljið minni kökurnar. Uppskriftin er fyrir fjóra. 750 g úrbeinuð kjúklingalæri 8 tortilla­kökur BBQ­sósa 1 flaska BBQ­sósa (tilbúin) 2 tsk. rifinn límónubörkur 2 tsk. rifinn appelsínubörkur 1 smátt skorinn jalapenó 1 hvítlauksrif, smátt skorið 1 tsk. cumin Safi úr einni límónu Salt og pipar Salsa 1 dós niðursoðnir tómatar í bitum 1 mangó, skorinn í bita 2 jalapenó, smátt skornir 2 vorlaukar, smátt skornir 2 niðursoðnar grillaðar paprikur, smátt skornar 1 tsk. rifinn límónubörkur 1 tsk. rifinn appelsínubörkur Ferskt kóríander Safi úr ¼ límónu ½ tsk. salt Gvakamóle 2 lárperur Safi úr hálfri límónu ½ tsk. salt 2 msk. ferskt kóríander, smátt skorið Blandið saman öllu sem á að fara í BBQ-sósuna. Setjið ¼ af sósunni saman við kjúklinginn og látið hann marínerast. Setjið niðursoðnu tómatana í sigti og látið vökvann renna frá þeim. Blandið mangói, jalapenó, vorlauk, grillaðri papriku, berki af límónu og appelsínu ásamt kóríander í skál og hrærið allt saman. Bætið síðan tómötunum saman við. Bragðbætið með límónusafa og salti. Ef þið viljið hafa salsað sterkara má bæta meiri jalapenó út í það. Til að gera gvakamóle þarf að velja þroskaðar lárperur (avókadó) og stappa þær með gaffli. Bragðbætið með límónusafa, salti og fersku kóríander. Grillið kjúklinginn á útigrilli. Steikið hann á báðum hliðum í um það bil 5 mínútur. Best er að grilla hann „indirekte“ en þá er bara kveikt á fyrsta og ysta brennara. Slökkt er á þeim í miðið. Þetta er bara hægt að gera á gasgrillum með þremur brennurum. Lærin er einn- ig hægt að elda í ofni í um það bil 15-20 mínútur á 180°C. Þegar lærin eru gegnumsteikt eru þau skorin í þunnar sneiðar og sett aftur í BBQ-sósu sem eftir er en skiljið aðeins eftir. Hitið tortilla- kökur á grillinu á báðum hliðum. Setjið salsa á tortilla, síðan gvaka- móle og loks kjúkling. Gott er að setja meiri BBQ-sósu yfir og ferskt kóríander. Það má líka breyta til og grilla gott nautakjöt í staðinn fyrir kjúkling og bæta síðan við fersku grænmeti að vild. Mexíkó­upplifun alla daga Sumum finnst að Mexíkó-réttir séu föstudagsmatur. Öðrum finnst þeir góðir alla daga. Hvernig væri til dæmis að prófa þessa góðu rétti á mánudegi? Hér eru auðveldar uppskriftir. Enchiladas er frábær fjölskylduréttur. NORDICPHOTOS/GETTY Mjúkt taco með kjúklingi er í uppáhaldi hjá mörgum. NORDICPHOTOS/GETTY FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Laugardaginn 12. maí gefur Fréttablaðið út aukablaðið SKÓLAR & NÁMSKEIÐ Skólar & námskeið kemur út að jafnaði þrisvar sinnum á á hverju ári. Að vanda er boðið upp fjölmargar fróðlegar greinar og viðtöl. Allir sem eru velta fyrir sér námi í sumar eða haust munu fá í blaðinu góða yfirsýn yfir það sem er í boði Blaðið er mjög vinsæl valkostur ýmissa menntastofnanna og einkaskóla sem nýta blaðið til auglýsa eða kynna nám sem hefst í sumar og í haust. Nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir; Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Netfang olafurh@frettabl did.is – Beinn sími 512-5433 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 3 -2 0 E 0 1 F B 3 -1 F A 4 1 F B 3 -1 E 6 8 1 F B 3 -1 D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.