Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 41
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.isFinndu okkur á facebook 30% afmælisafsláttur á Heliosa hiturum í maí 2018 HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: • Hitna strax • Vindur hefur ekki áhrif • Vatnsheldir og menga ekki Margar gerðir til á lager. Flísabúðin 30 ÁRA 2018 ára s. 511 1100 | www.rymi.is Brettatjakkar Kynningarverð: 43.179 kr. m/vsk Guðni Th. Jóhannes-son, forseti Íslands, og Eliza Reid forseta-frú eru stödd þessa dagana í Banda-ríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jóns- dóttur áður en hann klippti á borð- ann til að opna safnið með form- legum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðar- kvöldverð í boði safnsins og skoð- uðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karla- kórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar. Þá fóru hjónin á fund með stjórn- endum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndar- veruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var for- seta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Micro- soft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hug- búnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. – bb Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað. NORDICPHOTOS/GETTY Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NORDICPHOTOS/GETTY Forsetahjónin Guðni Th. Jóhann- esson og Eliza Reid eru stödd í Banda- ríkjunum þar sem þau voru meðal annars við opnun á Norræna safninu í Seattle. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M Á N U D A G U R 7 . M A Í 2 0 1 8 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 3 -2 5 D 0 1 F B 3 -2 4 9 4 1 F B 3 -2 3 5 8 1 F B 3 -2 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.