Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 42
7 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Vinsælir viðburðir framundan Miðakaup á www.midi.is Foreigner á Íslandi Laugardalshöll - 18. maí Dúndurfréttir Bæjarbíó - 24. maí Prins Póló Bæjarbíó - 18. maí Todmobile Bæjarbíó - 11. maí Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur hvar@frettabladid.is 7. MAÍ 2018 Viðburðir Hvað? Það besta að Norðan – Listræn veisla úr Eyjafirði Hvenær? 20.00 Hvar? Iðnó, Vonarstræti List án landamæra býður til list- rænnar veislu með bestu lista- mönnum Eyjafjarðar með áherslu á leiklist og tónlist. Veislan verður í Iðnó. Leiklestur á völdum brotum úr stórbrotnum leikverkum fjöl- listamannsins Atla Viðars Engil- bertssonar. Hannes Óli Ágústsson tók brotin saman. Meðal leikara sem leiklesa eru Aðalbjörg Árna- dóttir, Edda Björgvinsdóttir, Hannes Óli Ágústsson og Harpa Arnardóttir. Hin hæfileikaríka Fnjósk mun flytja gestum lög sín. Hljómsveitin Eva ætlar að taka örfá vel valin lög úr sinni smiðju. Sýningar Hvað? Opnunarhátíð í Vatnshelda galleríinu Hvenær? 17.00 Hvar? Laugarnesvegi 91 Splunkunýtt gallerí – fimm opn- anir á fimm dögum. Hvað? Útskriftarsýning BA-nemenda í hönnun, arkitektúr og myndlist Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstöðum Útskriftarsýning bakkalárnema í arkitektúr, hönnun og myndlist á Kjarvalsstöðum. Verslun nemenda verður opin á meðan á sýningunni stendur. Þar verða til sölu sýn- ingarskrá myndlistardeildar, bók með verkum útskriftarnema í arki- tektúr ásamt ýmiss konar varningi og verkum nemenda sem tengjast útskriftarverkefnum þeirra. Hvað? Kynjaverur – myndasögusýning Hvenær? 10.00 Hvar? Borgarbókasafni Tryggvagötu Úrslit í myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins voru tilkynnt síðasta laugardag og um leið var opnuð sýning á völdum sögum sem bárust í keppnina. Hún verður opin til 27. maí. Hvað? Opnun – Teikning I Hvenær? 14.00 Hvar? Bókasafni Menntavísindasviðs, Stakkahlíð Í dag verður opnuð sýning á lit- blýantsteikningum Þorbjörns Helgasonar. Þorbjörn er 14 ára, var að ljúka við 9. bekk og er með CP. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann teiknað ógrynni mynda og hefur með tímanum skapað sér ákveð- inn stíl. Umfjöllunarefnin eru af ýmsum toga, en þó ber mikið á manna- og fígúrumyndum og húmorinn er aldrei langt undan. Oft tekur hann fyrir fólk sem á ein- hvern hátt er þekkt úr fjölmiðlum. Hann hefur til að mynda stúderað persónugallerí Fóstbræðra, ofur- hetjur, tónlistarmenn og leikara og alla forseta Bandaríkjanna. Á sýningunni fáum við að sjá úrval bestu teikninga hans frá síðustu 2-3 árum sem eru skemmtilega fjölbreyttar. Hvað? Fjölþing | Ljósmyndasýning Hvenær? 13.00 Hvar? Borgarbókasafnið | Menningar- hús Gerðubergi Myndlistarkonan Hildur Björns- dóttir sýnir ljósmyndir og innsetn- ingar frá ferðum sínum um Asíu. Hún hefur á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúar- brögðum og lífsháttum. Sýningin býður áhorfandanum í heimspeki- legt ferðalag á framandi slóðir. Hvað? Erró: Því meira, því fegurra Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Á þessari sýningu er varpað sér- stöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ung- dómsverka hans. Meira en þrjá- tíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippi- myndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbygg- ingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu. Hvað? Innrás II: Hrafnhildur Arnar- dóttir / Shoplifter Hvenær? 10.00 Hvar? Ásmundarsafni Verk Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter eru allt í senn róman- tísk, kjánaleg, fyndin og falleg. Hún hefur leikið sér með and- stæður, fínlega efnisnotkun og handverk ásamt ofhlæði og afkára- leika. Hvað? Tak i lige måde – Samtímalist frá Danmörku Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsinu Árið 2018 eru 100 ár liðin frá því að Ísland hlaut fullveldi sem markaði veg landsins til sjálfstæðis undan dönskum yfirráðum. Lista- safn Reykjavíkur minnist þess- ara tímamóta með því að bjóða valinkunnum dönskum samtíma- listamönnum að sýna í safninu. Mikil gerjun á sér stað í danskri myndlist, ekki síst í ljósi breyttrar heimsmyndar í pólitísku og sam- félagslegu tilliti. Þær hræringar endurspeglast í allri listsköpun og gestir fá innsýn í þær í nýjum verkum frá frændum okkar og fyrrum herraþjóð Íslendinga. Eyjafjörðurinn er einn fegursti staður landsins og bestu listamenn hans verða í Iðnó dag vegna Listar án landamæra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter hefur gert sig heimakomna í Ásmundar- safni þar sem nokkur verka hennar eru sýnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 7 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 3 -2 A C 0 1 F B 3 -2 9 8 4 1 F B 3 -2 8 4 8 1 F B 3 -2 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 6 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.