Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 03.09.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 03.09.2017, Blaðsíða 5
Myndir/Kristinn Magnússon „Það er skemmtilegast að spila. Upphitun- in er leiðinlegust,“ segir Ásta Kristín. Kristín Arna segir að það sé alltaf gaman að mæta á æfingar en stundum svolítið erfitt á haustin þegar verið er að skipta um flokk. „Það var léttara að vera í sjöunda flokki heldur en í sjötta flokki, en fótbolti er samt alltaf skemmtilegur.“ Hún segist ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsfótbolta- konu en henni finnst Sara Björk Gunnars- dóttir landsliðsfyrirliði vera mjög flott. Mörg þúsund stelpur æfa fótbolta á Íslandi og mörg þúsund strákar líka. Víkings- stelpurnar hressu vilja aðallega að það sé gaman en einbeitingin leynir sér ekki þegar fylgst er með þeim með boltann. Takk fyrir að fá að koma í heimsókn! Á forsíðumynd Barnablaðsins eru (frá vinstri). Efri röð: Arngunnur, Tinna, Hrafn- hildur, Björg, Arna og Álfhildur. Neðri röð: Hjördís, Karitas, Lára Líf, Ásta og Nanna. Valgerður og Írena æfa knattfimi af kappi. Ásta Sylvía og Anný reyna að mæta á flestar æfingar. Ásta Kristín og Kristín Arna eru báðar í Fossvogsskóla og spila með Víkingi. AKKASKÓM

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.