Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 27.09.2017, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Plastlaus september er árvekniátak. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um skaðann sem plast veldur í umhverfinu. Ert þú að nota of mikið plast? Hvaða plastvörum er hægt að skipta út fyrir aðrar úr umhverfisvænna efni? Finndu 10 dæmi. K E N N A R IN N .I S 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 NR Plastvara Betri kostur Drátthagi blýanturinn Plastlaus september VÍS INDAVEFURINN Hvað merkir orðið jafndægur? Með orðinu jafndægur er á tt við þá stund þegar sól er b eint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringu r, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orð in og orðasamböndin vorjafndæ gur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mar s en haustjafndægur, haustjafn dægri, jafndægur á hausti eða ja fndægri á hausti eru á bilinu 21.-2 4. sept- ember. Í Skáldskaparmálum Snor ra-Eddu segir um vorið að það sé f rá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því frá því í mar s og fram að fimmtudegi í 7. vi ku sum- ars sem er á bilinu frá 31. maí til 6. júní. Ýmis dæmi um jaf ndægur er að finna í ritmálssafni O rða- bókarinnar. Eitt þeirra er ú r ritinu Veðurfræði eftir Jón Eyþór sson (bls. 13): Um vetrarsólhvörf á norðu rhveli veit norðurskautið undan sól, en suðurhvelið að. Hálfu ári s íðar er þetta öfugt, þá höfum vér mið- sumar. Mitt á milli er jafnd ægur á vor og haust. Orðið jafndægur er til í sky ldum málum. Í dönsku er til dæ mis talað um jævndøgn. Í latín u var talað um aeqvinoctium af aeqvus ‘jafn’ og -noctium sem leit t er af nox ‘nótt’. Í hinu forna Róm aríki var því miðað við nóttina e n hér í norðri við daginn. Svarið er af Vísindavefnum og birt með góðfúslegu leyfi Vísind avefsins.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.