Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Sýnining Á eigin fótum hefur fengið frábærar móttökur og var tilnefnd til tvennra Grímuverð- launa, sem besta barnasýningin annars vegar og fyrir sviðshreyfingu og dans hinsvegar. Sýningin er 40 mínútur að lengd. Við sýningar- tímann bætist síðan leikstund þar sem börnun- um gefst tækifæri á að hitta Ninnu og Snata. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Ninna og er 6 ára. Um hvað fjallar sýningin Á eigin fótum? Sýningin fjallar um hugrekki. Hún segir frá því þegar ég var send ein í sveit í fyrsta skipti og þurfti að læra að takast á við nýjar aðstæður. Það var dálítið erfitt til að byrja með og ég saknaði pabba míns mjög mikið. En fljótlega breyttist það þegar ég fór að kynnast fólkinu og dýr- unum á bænum, sérstaklega Snata sem er besti vinur minn. Er sýningin byggð á einhverri reynslu? Já, sýningin er byggð á endurminningum ömmu hennar Agnesar Wild sem er leikstjóri sýningar- innar. Amma Ninna var send í sveit í Borgarfirði mörg sumur þegar hún var lítil stelpa og hefur sagt Agnesi ótal margar skemmtilegar sögur úr sveitinni. Og þú ert brúða? Já, ég er Bunraku-brúða sem er ekkert ólík leik- fangabrúðu og er stjórnað af þremur leikurum. Einn stjórnar fótunum, annar hægri hendinni og búk og sá þriðji vinstri hendinni og höfðinu. Með þessari aðferð, sem er aldagöm- ul japönsk aðferð, er hægt að stjórna mér þannig að ég hreyfi mig alveg eins og lifandi manneskja. Og hver býr til svona fína brúðu? Það er hún Eva Björg Harðardóttir sem er MAÐUR ER OFT STERKARI OG KLÁRARI EN MAÐUR HELDUR Á eigin fótum er ný íslensk Bunraku-brúðusýning eftir leikhópinn Miðnætti við List Watch Theatre. Barnablaðið hitti Ninnu sem er sex ára uppátækjasöm stelpa sem býr í Reykjavík á milli- stríðsárunum og er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Myndir: Eggert Jóhannesson „Með þessari aðferð, sem er alda- gömul japön sk aðferð, er hægt að s tjórna mér þannig að ég hreyfi mig alveg eins og lifandi manneskja.“ Brúðusýningin Á eigin fótum er sett upp í Tjarnarbíói.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.