Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 5
leikmynda- og búningahönnuður. Búk- urinn er saumaður úr lérefti og fylltur með tróði og höfuðið á mér er gert úr pappamassa, en hárið er úr garni. Getur þú eitthvað tjáð þig? Já, ég get talað smá en í sýningunni nota ég aðeins örfá orð eins og „já“, „nei“, „pabbi“ og „Snati“. Tónlistin gegnir veigamiklu hlutverki í sýningunni en hún er öll samin og leikin af Sig- rúnu Harðardóttur og Margréti Arnardóttur. Hver stendur fyrir þessari sýningu? Sýningin er á vegum sviðslistahópsins Miðnættis sem er skipaður leikkonunni og leikstjóranum Agnesi Wild, tónlistarkonunni Sigrúnu Harðardóttur og leikmynda- og bún- ingahönnuðinum Evu Björgu Harðar- dóttur. Einnig taka þátt í sýningunni leikararnir Nick Candy, Olivia Hirst, Rianna Dearden og Þorleifur Einarsson, og tónlistarkonan Margrét Arnardóttir. Sýningin fer fram í Tjarnarbíói. Þarf ekki mikið ímyndunarafl í svona sýningu? Jú, í sýningunni reynum við að virkja ímyndunaraflið sem mest. Til dæmis er hundurinn Snati, besti vinur minn búinn til úr gömlu skópari og trefli. Lök verða að svönum og ferðataska og fata að kálfi og svíni. Er búið að sýna þetta verk lengi? Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói síð- astliðið vor og var líka sýnt í Nuuk á Grænlandi. Núna er það kom- ið aftur í sýningar eftir sumarfrí og verður sýnt í Tjarnarbíói út október. Það er hægt er að finna sýningatíma og kaupa miða á heimasíðu Tjarnarbíós. Fyrir hvern er þessi sýning? Hún er fyrir börn frá 2 ára aldri og ekki síður fullorðna. Þetta er sýning sem kynslóðirnar geta notið saman, til dæmis er gaman að sjá hana með afa og ömmu. Er einhver boðskapur með sýningunni? Já, maður er oft sterkari og klárari en maður heldur. Það er hægt að komast yfir alls konar hindranir og erfiðleika ef maður treystir á sjálfan sig og gefst ekki upp. „Það er hægt að komast yfir alls konar hindranir og erfiðleika ef maður treystir á sjálfan sig og gefst ekki upp.“ Ninnu er stjórnað af þremur leikurum. Barna- dagskrá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) fer fram um helgina. Barnadagskrá er mikilvægur hluti af RIFF en með henni reynir hátíðin að kynna yngstu áhorfendun- um kvikmyndamenninguna með sýningum á myndum víðsvegar að úr heiminum. Á barnadagskrá RIFF má sjá kvikmyndir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 2-16 ára. Í ár fer Barnakvikmyndahátíðin fram í Norræna húsinu frá 30. september til 6. október. Allar myndir fyrir 2-12 ára eru sýndar á upprunalegu tungumáli en leikararnir Vanessa Andrea Terrazas, Natan Jónsson og Þórunn Guðlaugsdóttir sjá um lifandi talsetningu á staðnum. LAUGARDAGUR, 30. SEPTEMBER Kl. 10.00 Dagskrá fyrir 2 ára og eldri Kl. 10.30 Dagskrá fyrir 6 ára og eldri Hugguleg náttfatasýning í Norræna húsinu. Kvikmyndir sýndar á upprunalegu tungumáli með íslenskri talsetn- ingu í beinni. Opnun á myndasýningunni „Litli Lundi í ferðalagi um norðurskautið“ á barnabókasafni Norræna hússins en öll áhugasöm börn eru hvött til að teikna mynd af Lunda á ferðalaginu og senda eða skila teikningunni á skrif- stofu RIFF á Laugavegi 116. SUNNUDAGUR, 1. OKTÓBER Kl. 10.00-12.00 Dagskrá fyrir 8 ára og eldri. Huggulega náttfatasýning í Svarta kassanum í kjallara Norræna hússins. Kvik- myndir sýndar á upprunalegu tungumáli með íslenskri talsetningu í beinni. Dagskráin fer fram í Norræna húsinu. Spenna í loftinu. Umhverfi Ninnu er töfrum gætt.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.