Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 9
Í hverjum mánuði greiða landsmenn umtalsverðar upphæðir af launum sínum til lífeyrissjóða, bæði í sam- eign (skyldulífeyrir) og margir hverjir einnig í séreign (viðbótarlífeyrir). Það er því mikið hagsmunamál fyrir almenning að allar upplýsingar um ávöxtun og aðra frammistöðu þessara sjóða séu aðgengilegar en til að bera saman sjóði hefur þurft að vinna sig í gegnum talnaefni ársreikningabóka FME sem er ekki aðgengilegt fyrir almenning og samanburður erfiður nema með mikilli talnavinnu. Ávöxtunartölur fyrir séreignasjóði voru birtar í Kastljósi fyrir ári. Til að ná að taka saman tölur um ávöxtun sameignarsjóða, hafa undirritaðir nú í nokkurn tíma unnið að því að gera þessi gögn aðgengileg þannig að almenningur geti séð raunávöxtun sinna sjóða yfir langt tímabil. Þessari vinnu er í meginatriðum lokið og liggja nú fyrir niðurstöður sem verða birtar á næstunni. Skoðaðir voru allir sjóðir frá árs- byrjun 1997 til ársloka 2016 og tekið tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sam- einingum í 27 lífeyrissjóði. Það vekur fyrst athygli hve munurinn er mikill á milli sjóða. Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðal- ávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð mis- jöfn kjör á eftirlauna árum vegna mis- mikillar ávöxtunar sjóða. Alls 6 sjóðir (af 27) eru með meðalraunávöxtun á bilinu 1-2% yfir tímabilið en 8 sjóðir hafa ávöxtun á bilinu 2-3%. Það er svo þriðjungur sjóða (9 sjóðir) sem sýna ávöxtun á bilinu 3-4% yfir þetta langa tímabil, sem hlýtur að teljast góð ávöxtun og að lokum eru 4 sjóðir með meðalraunávöxtun yfir 4%. Ávöxtun í fortíð er auðvitað ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíð en samt hlýtur þetta skref sem við höfum unnið að, að teljast mikil- vægt sem liður í því að auka gagnsæi og að kynna sér hvernig gengið hefur að ávaxta lífeyrisfé landsmanna sem allir eru skyldaðir til að láta af hendi. Í flestum nágrannalöndum hafa þessar upplýsingar verið birtar á aðgengi- legan hátt um langt skeið. Er þetta verkefni undirritaðra upphafið að því að almenningur geti gengið að þessum upplýsingum vísum því ráðgert er að uppfæra tölurnar reglulega og gera aðgengilegar öllum. Jafnframt verður talnaefnið notað í akademískar rann- sóknir. Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld ein- faldlega í þann lífeyrissjóð sem verka- lýðsfélag hvers og eins hefur valið. Í ljósi verulegs munar í ávöxtun sjóða er því staða lífeyris við starfslok eins konar lífeyrishappadrætti fyrir hvern og einn sem getur skipt miklu fyrir lífskjör á efri árum. Einnig skiptir máli að hópurinn sem greiðir í hvern sjóð getur verið mjög ólíkur, t.d. er kynja- skipting iðulega mjög mismunandi á milli sjóða, sem getur haft veruleg áhrif á lífeyrisgreiðslur. Ýmsar endurbætur á þessu fyrirkomulagi væri vert að íhuga, m.a. að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þá er mikilvægt að kerfið sé eins gegnsætt og kostur er, m.a. þannig að ávöxtunar- tölur séu aðgengilegar og auðvelt að bera þær saman milli sjóða. Ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða Dr. Gylfi Magnússon dósent í við- skiptafræðideild Háskóla Íslands Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur Misjöfn ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða 1997-2016 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Lægsta ávöxtun sjóðs = 1,25% Hæsta ávöxtun sjóðs = 6,16% Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnars- son fékk að kenna á slíkum með- ulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjarts- son læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líf- fræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í ára- tugi og starfar nú sem framleiðslu- stjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 pró- sent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvía- eldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frum- stæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroða- leg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þús- und fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóður- afgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldis- dýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrika- leg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstr- aráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnis- burður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólp- ið er hreinsað, hægt er að stýra hita- stigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka hönd- um saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja. Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið Jón Kaldal blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Renault KADJAR & CAPTUR Sparneytnir sportjeppar Renault Captur, verð frá: 2.750.000 kr. Renault Kadjar, verð frá: 3.550.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 0 8 3 R e n a u lt 2 x b íl a r c ro s s o v e r 5 x 2 0 m a í S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9M i ð V i k u D A G u R 9 . M A í 2 0 1 8 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 8 -6 C 3 8 1 F B 8 -6 A F C 1 F B 8 -6 9 C 0 1 F B 8 -6 8 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.