Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 10
Eins dauði er annars brauð Rándýrt mark Manolo Gabbiadini skoraði sigurmark Southampton gegn Swansea í gær en um leið komast hann langt með að tryggja veru Dýrling- anna í úrvalsdeildinni á næsta ári og sendi um leið West Brom niður í Championship-deildina eftir átta ára dvöl í ensku úrvalsdeildinni. Swansea á enn veika von um að bjarga sér en liðið þarf að treysta á úrslit úr öðrum leikjum um helgina til að halda sæti sínu í efstu deild. Nordicphotos/getty Handbolti Það ræðst í kvöld hvort það verður Selfoss eða FH sem mætir ÍBV í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-2 en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Leikirnir fjórir hafa allir verið jafnir og úrslit tveggja þeirra hafa ráðist í framlengingu. Staðan í ein- víginu, þegar úrslit leikjanna fjög- urra eru lögð saman, er 141-138, FH-ingum í vil. Mikil og góð stemning hefur verið á leikjunum í einvíginu og það verð- ur væntanlega engin breyting þar á í kvöld. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsinu í Vallaskóla á Selfossi sem er langt því frá það stærsta á landinu. Þar er pláss fyrir 740 áhorfendur og seldist upp áður en forsalan hófst í gær. Verður sérstakt Fan-Zone sett upp í höllinni fyrir þá aðdáendur sem ekki fengu miða. . „FH-ingar áttu rétt á því í odda- leik að fá helminginn af miðunum.“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Fréttablaðið. Bíóhúsið á Selfossi ætlar að koma til móts við þá sem fá ekki miða með því að sýna beint frá leiknum. Þar komast 118 manns fyrir. Í Kapla- krika koma svo iðkendur í yngri flokkum FH saman til að horfa á leikinn. Ótrúlegur einar Einar Sverrisson hefur farið ham- förum í einvíginu gegn FH. Hann skoraði 11 mörk í fyrstu þremur leikjunum og í fjórða leiknum var hann með 13 mörk. Allt í allt hefur Einar því skorað 46 mörk í einvíg- inu og er að sjálfsögðu markahæsti leikmaður þess. Hann hefur nýtt 16 af 18 vítaköstum sem hann hefur tekið. Elvar Örn Jónsson hefur hins vegar haft nokkuð hægt um sig í ein- víginu og aðeins skorað 12 mörk. Selfoss á hann því enn inni. Selfyssingar voru klaufar að klára ekki einvígið í fjórða leiknum í Kaplakrika á laugardaginn. Þrátt fyrir það geta þeir ágætlega við unað að vera í þessari stöðu í ljósi þess hversu slök markvarslan hjá þeim hefur verið. Sölvi Ólafsson varði vel í þriðja leiknum en annars hefur markvarslan verið döpur. Vilja ekki kveðja í kvöld Leikurinn í kvöld gæti verið síðasti leikur Gísla Þorgeirs Kristjáns- sonar í búningi FH, allavega í bili, en hann er sem kunnugt er á leið til þýska stórliðsins Kiel í sumar. Þrír aðrir lykilmenn FH fara einn- ig út í atvinnumennsku eftir tíma- bilið; Óðinn Þór Ríkharðsson, Ísak Rafnsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Hvernig sem fer í kvöld, þá er ljóst að FH mætir með breytt lið til leiks á næsta tímabili. Einvígið gegn Selfossi byrjaði skelfilega fyrir Gísla en hann fékk rautt spjald eftir aðeins 22 mínútur í fyrsta leiknum á Selfossi. Hann lét það ekki á sig fá og skoraði 13 mörk í öðrum leiknum í Krikanum. Í fjórða leiknum skoraði Gísli svo átta mörk og gaf 14 stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson gæti einnig leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í kvöld en hann er búinn að semja við Svíþjóðarmeistara Kristianstad. sá fyrsti í rúma tvo áratugi Tuttugu og tvö ár eru síðan Selfoss lék síðast oddaleik í úrslitakeppni. Árið 1996 mætti Selfoss deildar- meisturum KA í oddaleik í 8-liða úrslitum og þurfti að sætta sig við tap, 27-21. Selfyssingar léku alls fimm oddaleiki í úrslitakeppninni á árunum 1992-96; unnu þrjá og töpuðu tveimur. FH hefur leikið 15 oddaleiki frá því úrslitakeppnin var tekin upp 1992. Sigrarnir eru átta og töpin sjö. FH-ingar hafa hins vegar aðeins unnið einn af síðustu fimm odda- leikjum sínum. Sá sigur kom gegn Fram í undanúrslitum 2011, 32-21. FH varð Íslandsmeistari um vorið. Selfoss og FH hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrslitakeppn- inni. Það var í lokaúrslitum 1992 þar sem FH-ingar höfðu betur, 3-1. Þeir tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leik liðanna í Vallaskóla, 25-28. Spilandi þjálfari FH á þessum tíma var Kristján Arason, faðir áðurnefnds Gísla Þorgeirs. Leik- stjórnandi Selfoss var Einar Guð- mundsson, íþróttastjóri HSÍ, þjálf- ari B-landsliðs karla og faðir Teits. Árið 1992 er í eina skiptið sem Selfoss hefur komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH hefur hins vegar sex sinnum komist í úrslit. ingvithor@frettabladid.is Allt undir í Vallaskóla Selfoss og FH mætast í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikirnir fjórir til þessa hafa verið jafnir og spennandi og stemningin góð. Selfoss hefur ekki leikið oddaleik í úrslitakeppninni síðan 1996. 1 oddaleik af síðustu fimm hefur FH unnið. Kjörfundur hefst kl. 10:00 árdegis og stendur til kl. 21:00 síðdegis. Kjósendur geta kosið utan kjörfundar á skrifstofu Bolungarvíkurkaup- staðar í Ráðhúsi Bolungarvíkur við Aðalstræti 10-12 á opnunartíma þjónustumiðstöðvar á virkum dögum frá kl. 10:00 til kl. 15:00 og hjá sýslumönnum. Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefnum www.kosning.is og kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar að Aðalstræti 10-12 á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvar frá kl. 10:00 til kl. 15:00. Viðmiðunardagur kjörskrár var 5. maí 2018. Flutningur lögheimilis eftir viðmiðunardag kemur ekki fram í kjörskrá. Kjósandi skal gera grein fyrir sér á kjörfundi, svo sem með því að segja til sín og framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi í Félagsheimili Bolungarvíkur. Kjörstjórn beinir þeim tilmælum til kjósenda að taka hvorki tölvur, síma, myndavélar eða annan upptökubúnað inn á kjörfund og það sama gildir um veski og handtöskur. Í boði verða viðeigandi geymslur fyrir kjósendur að varðveita þessa hluti meðan kosið er. Kjörstjórn Bolungarvíkur 8. maí 2018 Kjörfundur í Bolungarvík Kjörfundur í Bolungarvík vegna almennra sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018 fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur við Aðalstræti 24. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Handbolti Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hand- bolta, tilkynnti í gær leikmanna- hópinn fyrir leiki gegn Tékklandi og Danmörku í undankeppni EM og æfingarleiki gegn Japan í Dan- mörku. Verða þetta seinustu leikir liðsins í undankeppninni þar sem Ísland er með eitt stig eftir fjóra leiki áður en æfingarleikirnir við Japan taka við. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kemur aftur inn í landsliðið ásamt Steinunni Björnsdóttur en Birna Berg Haraldsdóttir dettur út úr hópnum vegna meiðsla. – kpt Axel valdi 21 manns hóp Körfubolti Danero Thomas skrif- aði í gær undir eins árs samning við Tindastól en hann gengur til liðs við Stólana frá ÍR. Danero var í lykilhlutverki hjá ÍR á nýafstöðnu tímabili er Breiðhylt- ingar féllur úr leik gegn Stólunum í undanúrslitum Domino’s-deildar- innar. Verður Tindastóll sjöunda félagið sem Danero leikur með á Íslandi en hann er með íslenskt ríkisfang og telst því ekki erlendur leikmaður. – kpt Tindastóll fékk góðan liðsstyrk 9 . m a í 2 0 1 8 m i Ð V i K u d a G u r10 S p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð Sport 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 8 -6 7 4 8 1 F B 8 -6 6 0 C 1 F B 8 -6 4 D 0 1 F B 8 -6 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.