Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 16
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS FRAMTÍÐARLAUSN Í BÓKHALDINU FJÁRHAGUR VIÐSKIPTAVINIR LÁ NA DR OT TN AR VERKBÓKHALD BIRGÐIR LA UN AB ÓK HA LD ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ Greiðslukortafyrirtækið Valitor, sem er í eigu Arion banka, tap-aði 565 milljónum fyrir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Til saman- burðar skilaði félagið 76 milljóna króna hagnaði á sama tíma í fyrra. Fram kemur í árshlutareikningi Arion banka, sem birtur var í síðustu viku að rekstrartekjur Valitors hafi numið 1.271 milljón króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs borið saman við 1.681 milljón á fyrsta fjórð- ungi síðasta árs. Þá námu rekstrar- gjöld kortafyrirtækisins 1.872 millj- ónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en þau voru 1.578 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Eignir Valitors námu auk þess 39.483 milljónum króna í lok mars- mánaðar borið saman við 43.294 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Heildarskuldir félagsins voru 23.573 milljónir króna í lok síðastliðins mars en þær voru 18.899 milljónir króna í lok mars á síðasta ári. Eins og greint var frá í Markaðinum í síðustu viku skilaði Valitor Holding um 1.483 milljóna króna rekstrartapi í fyrra og jókst það um rúmlega 1.070 milljónir á milli ára. Þá var afkoma greiðslukortafyrirtækisins fyrir fjár- magnsliði, afskriftir og skatta nei- kvæð um 648 milljónir, sem er meðal annars tilkomið vegna 275 milljóna einskiptiskostnaðar, miðað við EBITDA-hagnað upp á 416 milljónir á árinu 2016. Í fmm ára áætlun fyrirtækisins er gert ráð fyrir að það skili rekstrar- hagnaði innan fáeinna ára. – kij Valitor tapaði 565 milljónum króna Viðar Þorkelsson, forstjóri kortafyrirtækisins Valitors. Fréttablaðið/SteFán Hlutfall heildarskulda af tekjum sveitarfélaga (%) skuldir og skuldbindingar að frádregnum veltufjármunum 130 222 122 136 153 175 204 Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga, útreikningar efnahagssviðs SA. Meðaltal 2002-2007 Ársreikningur 2010 Fjárhagsáætlun 2018 -10% -20% -30%- -40% Miðað við lægri tekjur 2018 Hámarks- útsvar 1993 Yfirfærsla grunnskól- ans 1996 Yfirfærsla á málefnum fatlaðra 2011 Aðrar hækkanir Hámarks- útsvar 2018 9,20 2,79 1,24 1,29 14,52 Þróun hámarksútsvars (%) Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga, Alþingi Verði viðsnúningur á því hagstæða ytra umhverfi sem sveitarfélög lands-ins hafa búið við undan-farin ár getur skulda- staða þeirra hæglega breyst til hins verra og hlutfall skulda af tekjum risið á ný. Ef tekjur sveitarfélaganna drægjust saman um fimmtung myndi skuldahlutfall þeirra hækka úr 122 prósentum í 153 prósent og verða þannig um fimmtungi hærra en það var á góðærisárunum frá 2002 til 2007. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Samtaka atvinnulífsins á fjármálum sveitar- félaganna sem kynnt verður á fundi samtakanna með oddvitum stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík í Gamla bíói í dag. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir uppsveiflu síð- ustu ára ekki hafa verið nýtta sem skyldi til þess að styrkja stöðu sveit- arfélaganna. Eftir undraverðan vöxt síðustu ára geti stjórnmálamenn ekki lengur gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. „Það veldur vonbrigðum að ekki hafi verið meiri afgangur af rekstri sveitarfélaganna til að greiða hraðar niður skuldir í þessari miklu efna- hagsuppsveiflu og einna lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslands- sögunnar,“ segir hún. Lukkan geti snúist skyndilega og því sé það ábyrgðarhluti að nýta góða tíma til þess að styrkja fjárhagsgrundvöll sveitarfélaganna. Samtökin benda á að ríflega helm- ingur lækkunar á skuldahlutfalli sveitarfélaganna, bæði A- og B-hluta, frá árinu 2010 til þessa árs – en hlut- fallið hefur farið úr 222 prósentum árið 2010 í 122 prósent á þessu ári – sé kominn til vegna vaxandi tekna. Hinn helminginn megi rekja annars vegar til gengisstyrkingar krónunn- ar, en stór hluti skulda B-hluta fyrir- tækja sveitarfélaga er í erlendri mynt, og hins vegar niðurgreiðslu skulda. Lægra gengi krónunnar myndi því auka erlendar skuldir og minni tekjur sveitarfélaga hækka skulda- hlutfallið, að sögn samtakanna. Í greiningu samtakanna er tekið fram að frá árinu 2011 hafi tekjur A- hluta sveitarfélaga, sem eru að meg- inþorra útsvar og fasteignaskattar, aukist um 296 milljarða króna á föstu verðlagi en þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í auk- inn launakostnað. Um 27 prósent af tekjuaukanum hafi farið í annan rekstrarkostnað. Samtökin segja það vekja sérstaka athygli að þrátt fyrir Greiða hefði átt hraðar niður skuldir Ríflega helming lækkunar á skuldahlutfalli sveitarfélaga frá árinu 2010 til þessa árs má rekja til vaxandi tekna. Breytist ytra umhverfi til hins verra myndi því hlutfallið rísa hratt á ný. Uppsveifla síðustu ára var ekki nýtt sem skyldi til að styrkja fjárhag sveitarfélaganna. ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir það ábyrgðarhluta að nýta góða tíma til að greiða niður skuldir. Fréttablaðið/Valli gífurlegan tekjuvöxt hafi einungis tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bættri afkomu sveitarfélaganna. Vaxandi skattheimta Skattheimta á sveitarstjórnarstigi hefur á undanförnum árum vaxið töluvert umfram það sem getur rétt- læst af auknum lögbundnum verk- efnum sveitarfélaga, að því er fram kemur í greiningunni. Bent er á að flest sveitarfélög landsins hafi útsvars- prósentu sína í leyfilegu hámarki, 14,52 prósentum, en hún hefur nær tvöfaldast frá árinu 1993. Stærstur hluti hækkunarinnar er kominn til vegna yfirfærslu á mál- efnum grunnskóla og fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en þó má fjórðung hennar rekja til annarra almennra hækkana, að sögn samtakanna. Er jafnframt bent á að nú sé svo komið að sveitarfélög taka til sín og ráðstafa um fimmtungi af öllum opinberum tekjum og um 14 pró- sent opinberra skulda hvíli auk þess á sveitarfélögunum. 170 milljarða fjárfestingarþörf Samtökin áætla að sveitarfélög lands- ins þurfi að fjármagna að hluta eða öllu leyti um 170 milljarða króna fjár- festingar á komandi árum. Verulega hafi dregið úr fjárfestingum sveitar- félaga í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 en þær hafa, sem hlutfall af landsframleiðslu, verið í sögulegu lágmarki síðustu ár. Þannig hafi mikil fjárfestingar- þörf byggst upp. Samkvæmt nýlegu mati Samtaka iðnaðarins er nauð- synlegt viðhald sem sveitarfélögin þurfa að standa straum af metið á 100 milljarða króna. Tekur það til framkvæmda við vatnsveitu, úrgangs- mál, vegi og fasteignir. Eru þá ótaldir ríflega 70 milljarðar króna sem að mestu leyti munu leggjast á sveitar- félögin vegna framkvæmda á hita- veitum, fráveitum og höfnum. Ásdís segir að á sama tíma og mikil fjárþörf blasi við vegna nauðsynlegra framkvæmda leyfi fjárhagsstaða sveitarfélaganna ekki aukna skuld- setningu. „Ljóst er því að talsverðar áskoranir eru fram undan, auka þarf afgang af reglulegum rekstri og for- gangsraða til mikilvægra verkefna. Einnig þarf að horfa til annarra lausna og er vert að líta til aukinnar aðkomu einkaaðila að ákveðnum verkefnum.“ Ræða þurfi þessar áskoranir raun- hæft með hliðsjón af því að sveitar- félögin þurfi að sinna brýnum fram- kvæmdum og þjónustu án þess að fara skuldum hlaðin inn í næstu efna- hagslægð. kristinningi@frettabladid.is Eftir undraverðan vöxt er nú farið að hægja á vexti hagkerfisins og geta stjórnmálamenn ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi með sama hraða og síðustu ár. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins 57% af tekjuauka sveitarfélaga frá árinu 2011 hefur verið ráð- stafað í aukinn launakostnað. 9 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R4 markaðurinn 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 8 -8 9 D 8 1 F B 8 -8 8 9 C 1 F B 8 -8 7 6 0 1 F B 8 -8 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.