Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Tónlistin er stór þáttur í lífi Snorra og Heiðu og þau verja miklum tíma saman í að hlusta á tónlist og taka upp. Í stofunni prýða myndir af syninum veggina og þar verja heimakærir löngum stundum í að hlusta á tónlist og velta fyrir sér líðandi stund og framtíðinni. Snorri og Heiða hafa verið saman í rúm fjögur ár og hafa búið saman nánast frá því þau byrjuðu saman. „Við erum mjög samhent og líður afskaplega vel saman. Við eigum einn dásam- legan gutta sem er rúmlega tveggja og hálfs árs og heitir einmitt líka Snorri Snorrason. Svo átti Snorri fyrir þrjá dásamlega drengi sem eru orðnir stórir, Alexander Leó, 22 ára, og tvíburana Mikael og Gabríel, sem eru tvítugir.“ Heiða starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að syngja út um allar trissur og Snorri er tón- listarmaður og upptökustjóri og er með síðuna fjarupptökur.is. „Við erum bæði mjög heimakær, eigum reyndar vel saman á mjög margan hátt. Okkur líður best þegar við getum notið samveru með fjöl- skyldu og vinum sem við reynum að gera eins oft og hægt er.“ Þegar þau eru heima er matur og eldamennska í fyrirrúmi. „Við erum bæði miklir áhugakokkar og sameinumst vel í eldhúsinu og finnst gaman að prófa nýjar upp- skriftir. Matur og að elda er eitt af áhugamálum okkar þannig að við verjum miklum tíma í það og eldum mikið saman,“ segir Snorri og Heiða bætir við: „Uppáhalds- eldhúsáhaldið mitt er fagurrauða KitchenAid-hrærivélin sem Snorri gaf mér í afmælisgjöf fyrir þremur árum og hún er mikið notuð.“ Uppáhaldsstaðurinn á heim- ilinu er stórt og stækkanlegt borðstofuborð sem þau völdu einmitt með tilliti til elda- mennskuáhugans. „Við erum oft með matarboð og vildum þess vegna geta stækkað borðið en svo sitjum við líka mikið þar og spjöllum, eigum stefnumótakvöld heima þar sem við eldum góðan mat, prófum nýja rétti, gerum upp daginn og auðvitað plönum næstu skref í tónlistinni.“ Þau viðurkenna að tónlistar- herbergið sé líka í uppáhaldi. „Þar tökum við upp hugmyndir og pælum í tónlistinni okkar. Þegar við erum heima erum við mest að elda og grúska í tónlistinni okkar.“ Annað sem er í miklu uppáhaldi Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is hjá þeim er plötusafn sem faðir Snorra skildi eftir sig en hann lést árið 2007. „Hann var mikill músíkspekúlant og og átti ógrynni af plötum sem við fáum að njóta. Sonur okkar hefur mjög gaman af þeim en hann er líka mikill músík- áhugamaður eins og foreldrarnir.“ Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá Snorra og Heiðu í tónlistinni. „Við bjuggum okkur til Facebook-síðu fyrir skömmu sem heitir Topplögin með Snorra og Heiðu þar sem við gerum okkar útgáfur af þekktum slögurum úr öllum áttum og núna erum við á fullu í gömlum Eurovision- lögum og lögum sem hafa keppt í Söngvakeppninni í gegnum tíðina. Þar er sko aldeilis af nægu að taka en við erum búin að velja úr lög sem við flytjum á Hard Rock í kvöld ásamt æðislegri hljóm- sveit, þar sem Þórir Úlfarsson leikur á píanó, Pétur Valgarð á gítar, Ólafur Þór Kristjánsson á bassa og Þorvaldur Ingveldarson er á trommunum. Við fáum líka þrjá gestasöngvara með okkur, þau Dag Sigurðsson, Ernu Hrönn og Siggu Eyrúnu en þau hafa öll keppt í Söngvakeppninni og eru bara öll svo æðisleg. Við byrjum á slaginu tíu og erum hrikalega spennt og lofum því að gestir fara glaðir heim. Svo erum við alltaf að semja líka og þau lög fá vonandi að líta dagsins ljós í komandi framtíð líka.“ Plötusafn sem faðir Snorra skildi eftir sig er í miklu uppáhaldi en þar má meðal annars finna fjársjóði eins og þessa smáskífu með Gleðibankanum en Snorri og Heiða munu flytja Eurovision-lög á Hard Rock í kvöld ásamt góðum gestum. Þegar við erum heima erum við mest að elda og grúska í tónlistinni okkar. Heiða Ólafsdóttir og Snorri Snorrason MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Stendur undir nafni 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . m A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 8 -7 1 2 8 1 F B 8 -6 F E C 1 F B 8 -6 E B 0 1 F B 8 -6 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.