Fréttablaðið - 09.05.2018, Side 24

Fréttablaðið - 09.05.2018, Side 24
Iða Brá Benediktsdóttir, fram-kvæmdastjóri viðskipta-bankasviðs Arion banka, segist líta jákvæðum augum á þær breytingar sem munu fylgja nýjum reglugerðum Evrópusambandsins um greiðslu- þjónustu og persónuvernd. Bankinn sé vel í stakk búinn til þess að bregð- ast við þeim. „Upplýsingar eiga að vera nýttar til þess að gera gagn fyrir viðskiptavini. Ef viðskiptavinir kjósa svo verður hægt að veita þeim klæðskerasniðna þjónustu með því að nota gervi- greind sem er byggð á gögnum um þá. Í því geta falist miklir kostir, bæði fyrir viðskiptavininn og banka,“ segir hún í viðtali við Markaðinn. Vitundarvakning hafi auk þess átt sér stað á meðal almennings, meðal annars í kjölfar hneykslisins í kringum Cambridge Analytica og Facebook, um hver búi yfir per- sónugreinanlegum upplýsingum um fólk. Fólki sé ekki sama um hver hafi aðgang að slíkum upp- lýsingum. „Það á auðvitað eftir að koma í ljós hver raunin verður en bankar eru góðir í að vernda upplýsingar sem þessar og ég held að fólk átti sig á því.“ Talið er að innleiðing umræddra reglugerða, PSD2 og GDPR, í íslenskan rétt samhliða örri þróun stafrænnar tækni muni gerbreyta umhverfi íslensks fjármálamark- aðar og leiða til byltingar í fjár- málaþjónustu áður en langt um líður. Íslensku viðskiptabankarnir, þar á meðal Arion banki, standa frammi fyrir mikilli áskorun enda eru tekjur af viðskiptabankastarf- semi hátt í 90 prósent af heildar- tekjum þeirra. Þannig sagði Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, í samtali við Markaðinn síðasta haust að breytingarnar væru „mikil ógn við þá banka sem munu sitja með hendur í skauti“. „Ég tel að við séum vel undir þetta búin,“ segir Iða Brá. Hún var ráðin framkvæmdastjóri við- skiptabankasviðs Arion banka síðasta sumar eftir að hafa stýrt fjárfestingarbankasviði bankans frá febrúar 2016. Hún hefur starfað hjá bankanum og forverum hans allt frá árinu 1999. „Hvað varðar PSD2-reglugerð- ina,“ útskýrir Iða Brá, „þá mun hún greiða fyrir aðgang annarra fyrirtækja að bankaupplýsingum þannig að til dæmis ung fjártækni- fyrirtæki eða tæknirisar á borð við Google munu mögulega geta nýtt sér slíkar upplýsingar. Þá verður það okkar verkefni að bjóða bestu lausnirnar svo að viðskiptavinirnir vilji vera áfram hjá bankanum.“ Persónuverndarreglugerðinni, sem tekur gildi 25. maí næstkom- andi, sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptavinina og þjónusta þá betur. Þeir muni fá ákvörðunar- vald yfir því hver notar fjárhags- upplýsingar um þá. Bankinn tekinn í gegn Iða Brá segir að innan bankans hafi verið ákveðið að byrja að vinna samkvæmt hugmyndafræði straumlínustjórnunar árið 2012. „Síðan þá hefur bankinn verið tekinn í gegn, ef svo má segja, en við fundum á þeim tíma að umhverfið var að breytast hratt og töldum því mikilvægt að bankinn gæti brugðist við því. Við vissum ekki hvernig umhverfið myndi breytast. Aðeins að fram undan væru miklar breytingar. Við einsettum okkur því að verða best í að breytast. Í þessu felst meðal annars áhersla á stöðugar umbætur, að gera stöðugt betur í dag en í gær. Þessi vinna hefur gengið vel og hjálpað okkur að takast á við breytta tíma. En eftir því sem innleiðingunni vatt fram fórum við að taka eftir hraðari og örari breytingum á markaðinum en áður. Breyttu viðhorfi neytenda gagnvart bankaþjónustu, lög og reglur tóku miklum breytingum og ný tækni fór að ryðja sér til rúms. Við töldum bankann þurfa að marka sér stefnu vegna þessara miklu breytinga í umhverfinu og settum okkur það markmið fyrir um tveimur árum að Arion banki yrði fremsti stafræni bankinn á Íslandi. Við vissum að það tækist ekki nema við myndum grípa til róttækra aðgerða og innleiða breytta hugsun innan bankans. Þar kom sú menning sem við höfðum innleitt í bankanum og byggir á straumlínustjórnun sér vel. Við höfum stutt dyggilega við frumkvöðlaumhverfið hér á landi í gegnum tíðina, meðal annars með viðskiptahröðlunum Start- up Reykjavík og Startup Energy Reykjavík, og ákváðum að horfa sér- staklega til þeirrar reynslu, læra af íslenskum frumkvöðlum og temja okkur þeirra hugsun,“ útskýrir Iða Brá. Sett hafi verið upp þverfagleg teymi innan bankans sem saman- standa af starfsfólki af ólíkum sviðum, til dæmis forriturum, fólki í viðskiptaumsjón og framlínu, lög- fræðingum og svo framvegis, sem allir hverfa frá sínum hefðbundnu störfum á meðan á verkefninu stendur, en hvert og eitt teymi hefur sextán vikur til þess að þróa stafræna þjónustu. Fyrsta stafræna lausnin var kynnt sumarið 2016 en alls hefur bankinn nú kynnt fimm- tán slíkar lausnir. Sem dæmi um lausnir bankans mætti nefna sjálfvirkt greiðslumat, stafrænt ferli íbúðalána, bílalána og „Núlána“, greiðsludreifingu korta í appi og netbanka, nýtt ferli við stofnun viðskipta við bankann og sölu og stofnun korta og reikninga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. „Þessar stafrænu lausnir eru liður í því að mæta breyttum tímum og einfalda viðskiptavinum okkar lífið með því að bjóða þeim þægi- lega bankaþjónustu,“ nefnir Iða Brá. „Við viljum valdefla okkar við- skiptavini, eins og við köllum það, og gera þá betur í stakk búna til þess að taka upplýstar ákvarðanir um sín eigin fjármál.“ Hún segir að í þessum efnum beri bankinn sig ekki endilega eingöngu saman við aðra banka hér á landi. „Við horfum mikið til útlanda og fylgjumst með því hvernig öflug- ustu bankar og tæknifyrirtæki heims eru að bregðast við þessu breytta umhverfi. Kínverjar standa til að mynda afar framarlega í þess- um málum. Við viljum bera okkur saman við þá allra bestu.“ Ánægjulegt sé hversu góðar við- tökur stafrænu lausnirnar hafi fengið, ekki aðeins hér á landi, heldur  einnig erlendis. Bankinn var nýverið tilnefndur til verðlauna í fimm flokkum fyrir byltingar- kenndustu nýjungarnar á fjármála- markaði af Retail Banker Interna- tional en úrslitin verða tilkynnt 10. maí. Neytendur verði á varðbergi Víða erlendis hafa ýmis fyrirtæki, svo sem tæknifyrirtæki, sótt af krafti inn á markaði sem bankar hafa hingað til setið einir að. Iða Brá segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli samkeppni úr nýjum áttum. „Það eru ákveðin fyr- irtæki hér heima sem eru að keppa á ákveðnum syllum. Hins vegar er enginn sem veitir þessa alhliða fjármálaþjónustu eins og bank- arnir gera. Enn sem komið er hefur þessum fyrirtækjum ekki tekist að breyta landslaginu hér á landi en Vilja bera sig saman við bestu bankana Iða Brá segir að þegar komi að stafrænum lausnum beri Arion banki sig ekki eingöngu saman við aðra banka hér á landi. „Við horfum mikið til útlanda og fylgjumst með því hvernig öflugustu bankar og tæknifyrirtæki heims eru að bregðast við þessu breytta umhverfi. Kínverjar standa til að mynda afar framarlega í þessum málum. Við viljum bera okkur saman við þá allra bestu.“ FréttABlAðIð/SIgtryggur ArI Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka segir mikla kosti geta falist í nýjum reglugerðum Evrópu- sambandsins. Áfram verði það verkefni bankans að bjóða bestu lausnirnar. Hún segir bankann ekki enn hafa fundið fyrir mikilli sam- keppni úr nýjum áttum. „Ekki borðleggjandi“ að miklar breytingar verði á starfsemi bankans í kjöl- far skráningar á markað. Ef viðskiptavinir kjósa svo verður hægt að veita þeim klæð­ skerasniðna þjónustu með því að nota gervigreind sem er byggð á gögnum um þá. 9 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R8 markaðurinn 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 8 -8 9 D 8 1 F B 8 -8 8 9 C 1 F B 8 -8 7 6 0 1 F B 8 -8 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.