Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 25
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Hjörtur Guðnason, prentráðgjafi og Dolly fan Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd. Hafðu samband og við klárum þetta saman. Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. Ný íbúðalán nær tvöfölduðust í fyrra Þrátt fyrir harða samkeppni við lífeyrissjóði segir Iða Brá bankann hafa aukið við hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði þegar komi að nýjum lánum. Sem dæmi hafi vöxtur í lánum til einstaklinga verið nær ein- göngu í íbúðalánum á síðasta ári. Iða Brá nefnir að þar skipti mestu máli sú skjóta þjónusta sem viðskiptavinir fái þegar þeir sækja um íbúðalán hjá bankanum. Bankinn er með stærstu hlutdeildina á íbúðalánamarkaði að Íbú- ðalánasjóði undanskildum. „Við fundum umtalsvert fyrir sókn lífeyrissjóðanna á þennan markað fyrir um einu til tveimur árum en eftir að við kynntum stafrænu lausn- irnar okkar hefur hlutdeild okkar stækkað og eftirspurnin stóraukist. Til dæmis jukust ný íbúðalán hjá okkur um allt að 100 prósent í fyrra. Samkeppnin við lífeyrissjóðina er að mörgu leyti ójöfn vegna þess að við þurfum að greiða álag – bankaskattinn svonefnda – en sjóðirnir ekki. Skatturinn gerir það að verkum að við getum ekki keppt við lífeyris- sjóðina í verði en við getum hins vegar keppt við þá þegar kemur að þjónustu. Og það höfum við sannarlega gert. Viðskiptavinir okkar geta til að mynda fengið fullgilt greiðslumat á þremur mínútum, en áður gat það tekið tvær til þrjár vikur að fá slíkt mat. Það munar um minna. Fólk vill að hlutirnir gangi hratt fyrir sig.“ landslagið erlendis hefur hins vegar breyst með tilkomu lausna á borð við Apple Pay og Alipay. Við eigum eftir að sjá hvernig markaðurinn hér þróast en það má alveg búast við breytingum í samræmi við það sem er að gerast um allan heim.“ Gætuð þið hugsað ykkur að starfa með fjártæknifyrirtækjum eins og sums staðar þekkist? „Já, það kemur vel til greina og það höfum við gert. Við eigum í góðu samstarfi við Meniga og fleiri fyrirtæki. Fyrir tveimur árum stóðum við fyrir svokölluðu „Fin- Tech Party“ þar sem forriturum var boðið að hanna lausnir sem myndu vinna með okkar kerfum og upplýs- ingarnar sem þar eru. Það var mjög skemmtileg tilraun og alveg í anda PSD2-reglugerðarinnar. Hjá fjár- tæknifyrirtækjum er hraðinn mikill og frumkvöðlahugsun ríkjandi og við höfum lagt áherslu á að tileinka okkur það til þess að geta gert hlut- ina sjálf hratt, á hagkvæman hátt og boðið þannig góð verð. Við viljum í raun geta gert bæði, þ.e. gert hlutina sjálf og þegar við sjáum hag í sam- starfi við aðra fyrir okkar viðskipta- vini þá verður það skoðað.“ Nokkur fyrirtæki hafa undan- farið látið til sín taka á markaði fyrir neytendalán. Iða Brá segir bankann hafa brugðist við samkeppninni með því að byrja að veita svokölluð „Núlán“ sem eru að hennar sögn í raun gömul lán í nýjum búningi, en umsókn lánanna og undir- ritun lánasamnings og fylgiskjala er með rafrænum hætti sem gerir mögulegt að samþykkja og greiða lánin út innan örfárra mínútna. „Ákvörðunin um hvort veita eigi umsækjanda lán er að hluta til byggð á gervigreind en bankinn tekur ákvörðunina út frá gögnum sem hann býr yfir um viðkomandi sem og lánshæfismati hans. Og því betra sem lánshæfismatið er, því betri verða lánskjörin. Við teljum okkur hafa sett okkur ábyrga stefnu í þessum efnum. Það er algjört lykilatriði. Það skiptir miklu máli að neytendur séu vel á verði og skoði vel kostnaðinn sem felst í ólíkum lánum. Ég hef smá áhyggjur af því að margir kanni það ekki nægilega vel. Það er mikilvægt að efla fjármálalæsi í landinu þann- ig að fólk þekki grunnhugtök á borð við árlega hlutfallstölu kostnaðar og geti borið ólík lán saman.“ Aðrar áherslur í útibúunum Miklar breytingar hafa sem kunn- ugt er orðið á útibúaneti Arion banka á undanförnum árum. Iða Brá segir útibúin ekki vera á útleið. Þau séu hins vegar að breytast. „Það er fátt í bankaþjónustu sem nú er ekki hægt að gera með stafrænum hætti. Til framtíðar verður lögð áhersla á að veita fyrst og fremst dýpri fjármálaráðgjöf og fræðslu í útibúunum.“ Að hennar sögn er nú svo komið að langflestar snertingar við við- skiptavini, ef svo má að orði kom- ast, eða um 96 prósent á síðasta ári, eru í gegnum stafrænar leiðir á borð við app, netbanka og hraðbanka. „Á sama tíma hefur heimsóknum í útibú snarfækkað en þeim fækk- aði alls um 14 prósent í fyrra. Við höfum því dregið úr yfirbyggingu og fækkað fermetrum í útibúanet- inu samhliða því að auðvelda við- skiptavinum að afgreiða sig sjálfir þegar kemur að þjónustu sem þeir þurftu áður að sækja í útibú eða þjónustuver bankans,“ nefnir hún og bætir við: „Við opnuðum síðasta haust nýtt gjaldkeralaust útibú í Kringlunni sem endurspeglar að mörgu leyti þessar breytingar. Þar prófum við nýjar tæknilausnir, eins og til dæmis svonefndan fjarfundabúnað, og sinnum viðskiptavinum með öðrum hætti en við höfum áður gert í útibúum okkar. Við kennum þeim á stafrænu lausnirnar okkar en ef þeir vilja fá dýpri ráðgjöf geta þeir fengið viðtal við fjármálaráðgjafa í gegnum fjarfundabúnað. Við nýtum einnig útibúið til alls kyns fræðslu- funda. Útibúið er eins konar til- raunaútibú. Þær lausnir sem fá þar góðar viðtökur verða innleiddar í önnur útibú. Við ætlum okkur að vera áfram með kjarnaútibú í stærstu byggða- kjörnum landsins, þrjú slík eru á höfuðborgarsvæðinu og nokkur minni útibú þar sem hægt verður að sinna einfaldari málum. Úti- búin verða því áfram hluti af okkar þjónustu þó svo að áherslurnar þar verði aðrar.“ Útibú bankans um allt land hafa í gegnum tíðina veitt litlum og með- alstórum fyrirtækjum hina ýmsu fjármálaþjónustu. Mikill vöxtur hefur verið í útlánum til fyrirtækja á síðustu árum en Iða Brá segir að fyrirtæki geti nú stofnað til við- skipta við bankann með rafrænum hætti á aðeins örfáum mínútum. „Í stað þess að stjórnarmenn fyrir- tækja þurfi, sem dæmi, að mæta í útibúið og skrifa undir skjöl er það nú gert með rafrænum skilríkjum. Það auðveldar margt.“ Aðspurð hvort sameining útibúa hafi bitnað á markaðshlutdeild bankans í fyrirtækjalánum, sér í lagi á landsbyggðinni, segir hún svo ekki hafa verið. Bankinn hafi fremur sótt í sig veðrið, sér í lagi í krafti staf- rænu lausnanna. „Við höfum heldur ekki sameinað mörg útibú á lands- byggðinni. Mesta sameiningin hefur verið á höfuðborgarsvæðinu.“ Býst ekki við miklum breyt- ingum Aðspurð segist Iða Brá ekki eiga von á því að miklar breytingar verði á starfsemi og skipulagi viðskipta- bankastarfseminnar þegar nýtt og virkara eignarhald kemst á bank- ann verði hann skráður á markað. Eins og greint var frá í Markað- inum í síðustu viku er áformað að útboð og í framhaldi tvíhliða skráning bankans á Íslandi og í Sví- þjóð fari fram í fyrri helmingi júní- mánaðar. Hyggst stærsti hluthafi bankans, Kaupþing, selja stóran hlut, mögulega um 30 prósent, en félagið á ríflega 55 prósenta hlut í bankanum. „Verkefni okkar verður áfram að leita leiða til þess að gera hlut- ina á sem hagkvæmastan máta,“ segir hún. „Það hefur gengið vel hjá okkur. Við höfum styrkt stöðu okkar á öllum vígstöðvum, kynnt fjölmargar stafrænar lausnir og tekið starfsemina hér innanhúss að miklu leyti í gegn. Það á eftir að koma í ljós en mér finnst það ekki borðleggjandi að það verði miklar breytingar,“ segir Iða Brá. 14% fækkun varð á heimsóknum í útibú Arion banka í fyrra. markaðurinn 9M I Ð V I K U D A G U R 9 . M A í 2 0 1 8 A A 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 8 -8 9 D 8 1 F B 8 -8 8 9 C 1 F B 8 -8 7 6 0 1 F B 8 -8 6 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.