Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 09.05.2018, Qupperneq 26
Hlutabréf Air France í frjálsu falliSkotsilfur Hlutabréf franska flugfélagsins Air France hríðféllu í verði eftir að forstjórinn Jean-Marc Janaillac tilkynnti um afsögn sína á mánudag. Afsögnin kom í kjölfar þess að meirihluti starfsmanna félagsins hafnaði nýjum kjarasamningi en verkfall þeirra hefur staðið yfir í meira en tvær vikur. Bruno Le Maire, efnahagsráðherra Frakklands, hefur sagt hættu á því að félagið „hverfi“ takist því ekki að bæta samkeppnishæfni sína. Fréttablaðið/EPa Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um virðis-aukaskatt. Fjölmiðlar Sú sérkennilega staða hefur verið til langs tíma að sala fréttablaða hefur verið í tveimur skatthlutföllum. Fyrir- hugaðar breytingar eru því sérstaklega til höfuðs þeim mismun skattlagn- ingar eftir formi, s.s. sölu fréttablaða á rafrænu formi eða á pappírsformi. Í frumvarpinu segir m.a að gera þurfi skýran greinarmun á þeirri starfsemi fjölmiðla sem sinnir lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og hins vegar á annarri starfsemi þeirra eða annarra aðila sem felst í miðlun efnis í afþreyingarskyni eftir pöntun, svo- kallaðri VOD-þjónustu (e. Video-on- demand). Síðan segir að tilgangurinn með þessum mismun sé að stuðla eigi að eflingu á fréttum og fréttatengdu efni, verndun íslenskunnar o.fl. Þann- ig er mismunandi vsk. eftir því hvort þú kaupir íslenska þáttagerð í áskrift eða með VOD. Þessi rökstuðningur er alveg óskiljanlegur þar sem einnig er hægt að kaupa íslenskt efni á VOD- leigum. innskattur af fólksbifreiðum ferðaþjónustunnar Sanngirnisrök eru fyrir því að heimila þennan innskatt – enda eru þessar bifreiðar notaðar til fólksflutninga á ferðamönnum sem er ávallt virðis- aukaskattsskylt. Sala á þjónustu til erlendra aðila Tillagan er sú að sala á þjónustu til erlends fyrirtækis verður óskattskyld. Í dag skiptir máli hvar þjónustan er nýtt sérstaklega hvað varðar óskatt- skylda kaupendur. Til að skýra þetta frekar myndi breytingin leiða til þess t.d. að ef íslensk lögfræðistofa selur þjónustu til dansks fyrirtækis vegna innheimtu á kröfu á íslenskan aðila yrði slík þjónusta óskattskyld. Í dag skiptir máli hvort kaupandinn gæti talið vsk. af kaupunum til inn- skatts, en það skiptir þá ekki lengur máli. Þannig verða kaup t.d. erlendra banka, tryggingafélaga og annarra aðila sem eru undanþegnir virðis- aukaskatti á þjónustu íslenskra aðila ávallt án virðisaukaskatts. litið til OECD og ESb Í greinargerð með frumvarpinu er sér- staklega minnt á samræmi við OECD og ESB. Síðan segir að lögð sé áhersla á að bregðast við þeim lagabreytingum um virðisaukaskatt sem hafa verið innleiddar undanfarið í helstu við- skiptalöndum okkar. Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með þessum athuga- semdum því t.d. hafa Danir farið aðra leið. Samkvæmt dönsku vsk. lögunum ber t.d. danskri lögfræðistofu að inn- heimta virðisaukaskatt af þjónustu veittri íslenskum banka vegna kröfu á danskan aðila; þar sem þjónustan er nýtt í Danmörku. Ef aftur á móti kaupandinn er innan ESB er almennt enginn skattur þar sem kaupandinn er ábyrgur. Hér er ólíku saman að jafna við íslenskt umhverfi enda sérreglur í gildi á innri markaði ESB. Vaskurinn – breytingar Vala Valtýsdóttir lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og FKA-félagskona. Hugtakið „kalt gjaldeyris-stríð“ (e. currency cold war) hefur talsvert verið í umræðunni undan-farin misseri á erlend- um mörkuðum þar sem Bandaríkin annars vegar og ríki Evrópu, Japan og einkum Kína hins vegar eigast við í baráttu um að veikja gjaldmiðla sína með óbeinum aðgerðum (þ.e. ekki beinum gjaldeyrisinngripum) með það að markmiði að bæta sam- keppnishæfni útflutnings og, sérstak- lega í tilviki Bandaríkjanna, draga úr viðskiptahalla við önnur ríki. Óhætt er að segja að Bandaríkin hafi verið í hlutverki „árásaraðilans“ og orðið vel ágengt með aðgerðum sem einkum snúa að fjárlagahlið- inni en á árinu 2017 veiktist Banda- ríkjadalur um 10% gagnvart vegnu meðaltali helstu mynta. Þrátt fyrir að vera með talsvert hærri vexti en flest önnur þróuð ríki, hefur dollarinn veikst vegna hækkunar ríkisútgjalda (og samhliða stækkun fjárlagahall- ans og hraðri aukningu í útgáfu ríkis- skuldabréfa) á toppi hagsveiflunnar en einnig vegna þess að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur talað um að líta fram hjá mögulega hærri verðbólgu en sem nemur verðbólgumarkmiði og virðist tregur í taumi að opna á mögulega meiri vaxtahækkanir en hann hefur áður gefið til kynna. Hingað til hafa seðlabankar ann- arra ríkja gert lítið til að bregðast við breyttri stefnu Bandaríkjanna; þvert á móti hafa evrópski og japanski seðlabankinn dregið úr skulda- bréfakaupum og sá evrópski meira að segja gefið til kynna að hann yrði ekki lengur nettó kaupandi að skuldabréfum í árslok. Á seinustu vikum hafa hins vegar orðið nokkrar breytingar þar á. Á nýlegum vaxta- ákvörðunarfundi Seðlabanka Evrópu kvað við mýkri tón vegna vísbend- inga um að hægja taki á efnahags- lífinu í Evrópu, einkum í Þýskalandi, og flestar væntingavísitölur úr við- skiptalífinu virðast vera staðnaðar eða á niðurleið. Í nýlegu viðtali talaði japanski seðlabankastjórinn um að bankinn gæti hugsanlega náð verð- bólgumarkmiði sínu, og þá farið að draga úr örvun peningastefnunnar, á næstu fimm árum! Í ljósi veikra talna úr bresku efnahagslífi hellti breski seðlabankastjórinn köldu vatni á væntingar um að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni og í Kína kom seðlabankinn markaðsaðilum á óvart með því að lækka bindiskyldu þarlendra banka. En önnur undirliggjandi ástæða, og ekki síður mikilvæg, fyrir þessum samtíma breytingum eru viðbrögð við verndarstefnu Bandaríkjanna sem kann að leiða til tollastríðs og mögulega draga úr hagvexti á heims- vísu. Útflutningur Bandaríkjanna er umtalsvert minni en innflutningur, á móti Kína er hlutfallið næstum 3 á móti 1, og ljóst að önnur ríki eru að jafnaði líkleg til að fara verr en Banda- ríkin út úr slíkum átökum. Með því að ýta væntum vaxtahækkunum lengra út í framtíðina geta ríkin dregið úr mögulegum áhrifum hækkunar tolla á útflutning með stuðningi við útflutn- ingsgreinar í gegnum lægri vexti og veikari gjaldmiðla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa; síðasta vika var hin besta fyrir dollarann frá því Trump varð Bandaríkjaforseti (þótt sú þróun sé honum varla að skapi) og hefur hann nú styrkst um rúm 4% á tveimur vikum gagnvart evrunni. Eftir snarpa hækkun vaxta á skuldabréfamörkuðum á þessu ári hefur hækkun 10 ára vaxta í Evrópu- sambandinu, Bretlandi og Japan, að mestu leyti gengið til baka undan- farið. Hækkun 10 ára vaxta í Banda- ríkjunum er enn umtalsverð á árinu, nú lítillega undir 3%, en ávöxtunar- kúrfan hefur hins vegar verið að fletj- ast út. Munur á 2 ára og 10 ára vöxtum er nú um 0,45%, sem endurspeglar þá skoðun markaða að fyrirhugaðar vaxtahækkanir bandaríska seðla- bankans muni kæla hagkerfið og að framtíðarvextir verði því litlu hærri en langtímavextir eru í dag, eða nálægt þremur prósentum. Íslenskt vaxtastig mun ekki fara varhluta af þessari þróun. Í talsverð- an tíma hefur íslenski seðlabankinn verið þeirrar skoðunar að vaxtamun- ur við útlönd muni dragast saman „að utan“ sem myndi þá draga úr þörf fyrir innflæðishöft og frekari lækkun íslenskra vaxta. Fátt bendir til þess að það sé í kortunum. Þvert á móti hafa langtímavextir verið í hækkunarfasa hér undanfarnar vikur og mánuði, og vaxtamunur því að hækka. Það verður því áhugavert að heyra hver sýn Seðla- banka Íslands verður á þessa þróun á vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku. Kalda gjaldmiðlastríðið og Ísland agnar tómas Möller framkvæmda- stjóri Sjóða hjá GAMMA Hættur hjá GAMMA Leó Hauksson, sem hafði starfað í rúmlega tvö ár hjá GAMMA Capital Management á sviði sölu og viðskiptaþró- unar, lét af störfum hjá fjármálafyrir- tækinu í lok síðasta mánaðar. Áður en Leó var ráðinn til GAMMA hafði hann verið hjá Straumi fjárfestingar- banka um fjögurra ára skeið, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráð- gjafar. Þykir mörgum líklegt að næsti áfangastaður Leós verði fjárfestingar- bankasvið Arion banka sem er í dag stýrt af Lýði Þorgeirssyni, fyrrverandi samstarfsfélaga hans hjá GAMMA. Ragnar í bæjarpólitíkina Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur hellt sér út í bæjarpólitíkina á Seltjarnarnesi en hann skipar fimmta sætið á lista nýs framboðs í bænum, Fyrir Seltjarnarnes. Um er að ræða klofningsframboð úr Sjálfstæðis- flokknum, sem hefur ráðið lögum og lofum í bæjarfélaginu í áratugi, en forsvarsmenn framboðsins, sem eru miklir frjálshyggjumenn, hafa lýst megnri óánægju með stefnu Sjálfstæðismanna í bænum. Skafti Harðarson er oddviti framboðsins en á framboðslistanum má, auk Ragnars, meðal annars finna Arnar Sigurðs- son, fjárfesti og víninnflytjanda með meiru. Ásgeir til Korta Ásgeir Sigurður Ágústsson, sem hefur starfað sem lögmaður á lög- mannsstofunni Logos frá árinu 2011, hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur Kortaþjón- ustunnar. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á yfirstjórn færsluhirð- ingarfyrirtækisins eftir að gengið var frá sölu þess til hóps fjárfesta, sem leiddur var af Kviku fjárfestingar- banka, á aðeins eina krónu í nóvem- ber í fyrra. Björgvin Skúli Sigurðsson var ráðinn forstjóri, Gísli Heimisson forstöðumaður hugbúnaðarsviðs, og Sigurhjörtur Sigfússon fjármála- stjóri, svo dæmi séu nefnd. Ásgeir útskrifaðist með mastersgráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 2011. 9 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R10 markaðurinn 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 8 -8 4 E 8 1 F B 8 -8 3 A C 1 F B 8 -8 2 7 0 1 F B 8 -8 1 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.