Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 28
Markaðurinn Miðvikudagur 9. maí 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 26.04.2018 Miðborgin gengur gegnum endur- nýjun lífdaga þessi misserin og verður vart þverfótað fyrir bygg- ingakrönum. Ekki er hægt að neita því að ásýnd borgarinnar hefur batnað mikið og er þar að stórum hluta hægt að þakka ferðamanna- flaumnum. Ferðamennirnir smyrja ekki bara hagkerfið heldur heim- sækja einnig verslanir, veitingahús, söfn og gististaði og valda því að aukinn markaður er fyrir metnaðar- fulla uppbyggingu á bestu stöðum borgarinnar. Meðal þess sem nú er í uppbyggingu er Hafnartorgið svokallaða sem mun setja mikinn svip á miðborgina. Vonandi til hins betra, en Hafnartorgið er á lykil- stað í borginni, gegnt Arnarhváli og Stjórnarráðinu, og hinum megin við götuna frá Hörpu. Ekki er laust við að stjórnarmaðurinn hlakki til að sjá hvernig tekst til. Nánast áður en fyrsta skóflustungan hafði verið tekin bárust fregnir af því að fasteignafélagið Reginn hefði náð samningum við H&M um upp- byggingu stórverslunar á jarðhæð Hafnartorgs. Síðar kom reyndar á daginn að ekki var allt klappað og klárt hvað það varðar, en það var þó ekki látið tefja fyrir tilkynningu um ráðahaginn. Nú í liðinni viku bárust fréttir af því að Reginn hefði átt í viðræðum við risavaxin alþjóðleg tískumerki um opnun á Hafnartorgi. Voru þar nefnd merki á borð við Loius Vuitton, Gucci, Burberry og Prada. Það munar ekki um minna. Fjölmiðlar gripu yfirlýsingar Regins að sjálfsögðu á lofti, en veittu því þó ekki athygli að Reginn sagðist einungis eiga í viðræðum „gegnum ráðgjafarfyrirtæki“. Nú er ekki gott að spyrja hvernig skilgreina eigi viðræður? Er það símtal, fundur eða dugar einfaldur tölvupóstur? Fjöl- miðlamönnunum hefur ekki dottið í hug að hringja einfaldlega í tals- menn þessara erlendu stórfyrirtækja og fá málið á hreint? Nú skal ekki gert lítið úr endurreisn miðbæjarins og þeim metnaði sem einkennir uppbyggingu við Hafnar- torg. Það breytir því hins vegar ekki að Ísland er enn örmarkaður sem á tímum aukinnar netverslunar á bágt með að styðja við þær tískuverslanir sem fyrir eru í landinu. Því verður að teljast ólíklegt að rótgróin erlend tískufyrirtæki horfi hingað til lands hýru auga. Miðað við árferðið væru það helst enn fleiri útivistarmerki. Þá er það spurning hvort hrósa eigi Regin fyrir metnaðinn, eða fyrir enn nýja og snjalla auglýsingabrellu. Stjórnarmaðurinn hallast að því síðarnefnda. Snjallt Pr HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Rexton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur. Þau opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn. Þau auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Það hefur margsann- að sig að meðaltöl og hagtölur og fram- setningar sem settar hafa verið fram af OECD geta verið meingallaðar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Hagnaður Skakkaturnsins, dreifingaraðila Apple á Íslandi, tvöfaldaðist á milli ára og nam 244 milljónum króna árið 2017. Tekjurnar jukust um 57 prósent á milli ára og námu 4,1 milljarði króna í fyrra. Arðsemi eigin fjár nam 48% og eiginfjárhlutfallið var 44%. Eigið fé félagsins var 627 millj- ónir króna við árslok. Þrátt fyrir aukin umsvif fækkaði stöðugildum um fimm, í 29. Ekki verður greiddur arður í ár. Guðni Rafn Eiríksson keypti meiri- hluta í félaginu við lok árs 2016. Í kjöl- farið settist hann í stól framkvæmda- stjóra. Bjarni Ákason og Valdimar Grímsson, sem seldu honum hlutinn, eiga áfram hlut í Skakkaturninum. Bjarni situr í stjórn félagsins. – hvj Hagnaður Skakkaturnsins tvöfaldast milli ára Guðni Rafn Eiríksson. 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B 8 -7 1 2 8 1 F B 8 -6 F E C 1 F B 8 -6 E B 0 1 F B 8 -6 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.