Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 2

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 2
Feykir Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson palli@nyprent.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum 2 Feykir 17/2009 Leiðari Hin óútskýrða vá Þegar ég var stelpa heima á Öngulsstöðum dundu yfir heimsbyggðina fréttir af yfirvofandi kjarnorkuvá, stríð gæti brotist út hvað úr hverju. Við myndum öll deyja, alla vega helmingur okkar. Bæjarlækurinn sem rann gegnum Öngulsstaðajarðirnar rann í stokk undir veginn og þar ætlaði ég að dvelja þegar að þessu kæmi. Undir veginum yrði ég óhult. Smá nesti, aðallega rabbarbara og hundasúrur dró ég inn í stokkinn og geymdi bak við stein. Aldrei kom nú til þess að ég notaði þessar vistir í neyð, en góðar voru þær þegar við frændsystkini stálumst til þess að sitja inni í stokknum og hlusta á bílana keyra yfir. Síðar átti að koma gat á ósonlagið og við myndum öll stikna nú eða frjósa í hel. Fréttatímar fylltust af heimsendaspám, alla vega hljómuðu fréttirnar heimsendalega í lítil eyru. Síðan kom kúariða, alnæmi, fuglaflensa og nú loks svínaflensa. Verstu spár gera ráð fyrir hinu versta og góðar spár virðast ekki vera til. Líklega þarf ég enn einu sinni að grípa til þess ráðs að slökkva á fréttunum í útvarpinu á meðan ég elda matinn og banna kvöldfréttir í sjónvarpinu nú eða bara fara í það að draga vistir í kartöflugeymsluna í Nöfunum þar hlýt ég í það minnsta að verða örugg. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Feykis Norðurland vestra Íbúum fjölgar Íbúum hefur fjölgað um 2 á Norðurlandi vestra á fyrsta ársfjórðungi árins 2009. Einungis Vestfirðir (35) og Norðurland vestra (2) voru með jákvæðan flutningsjöfnuð á fyrsta ársfjórðungi 2009. Íbúafjöldi í sveitarfélögum á Norðurlandi vestra 1. apríl 2009: Svf. Skagafjörður 4117 Húnaþing vestra 1144 Blönduóssbær 898 Svf. Skagaströnd 516 Skagabyggð 102 Húnavatnshreppur 428 Akrahreppur 214 Heimild: Hagstofan Austur Húnavatnssýsla Rekstur SAH í járnum Sauðárkrókur Freyjugata 7 – 9 rifin Skipulags- og byggingar- nefnd Skagafjarðar hefur samþykkt erindi Guðmundar Guðlaugs- sonar, sveitarstjóra, um niðurrif mannvirkjanna við Freyjugötu 7 og 9. Er þarna um að ræða húsalengju bílaverkstæðis KS. Úrslit Alþingiskosninga í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn sigurvegarar Sjálfstæðismenn unnu nauman kosningasigur í Norðvesturkjördæmi og er því Ásbjörn Óttarsson 1. þingmaður kjördæmisins. B, D, S og V listi voru allir á sama prósentinu og hlutu öll framboðin tvo kjör- dæmakjörna þingmenn. Jöfnunarsætið kom í hlut VG og kom Ásmundi Einari Daðasyni á þing. Úrslitin voru eftirfarandi: B 3967 22,53% (18,79%) 2 (1) D 4037 22,93% (29,05%) 2 (3) F 929 5,28% (13,59%) 0 (2) O 587 3,33% (0,00%) 0 (0) P 66 0,37% (0,00%) 0 (0) S 4001 22,73% (21,19%) 2 (2) V 4018 22,82% (15,95%) 3 (1) a 558 0,00% (0,00%) 0 (0) ó 50 0,00% (0,00%) 0 (0) Þingmenn kjördæmisins í réttri röð: 1. (D) Ásbjörn Óttarsson 2. (V) Jón Bjarnason 3. (S) Guðbjartur Hannesson 4. (B) Gunnar Bragi Sveinsson 5. (D) Einar K. Guðfinnsson 6. (V) Lilja Rafney Magnúsdóttir 7. (S) Ólína Þorvarðardóttir 8. (B) Guðmundur Steingrímsson 9. (V) Ásmundur Einar Daðason Alþingiskosningar 2009 Flestir strikuðu yfir Ólínu og Jón Bjarnason Nokkuð var um útstrikanir í Norðvesturkjördæmi og bar þar mest á útstrikunum rúmlega 400 kjósenda sem strikuðu yfir nöfn þriggja frambjóðenda. Flestir strikuðu yfir nafn Ólínu Þorvarðardóttur, sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Þá voru á annað hundrað útstrikanir yfir Jón Bjarnason, oddvita á lista VG og tæplega 100 strikuðu yfir nafn Ásbjörns Óttarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Útstrikanirnar breyta engu um röð þingmanna. Rekstrarárið 2008 var SAH Afurðum ehf. þungt í skauti. Rekstur félagsins gekk þó nokkuð í takt við áætlanir og hagnaður fyrir fjármagnsliði var í takt við áætlanir. Fjármagnskostn- aður varð þó gríðarmikill. Þetta kemur fram í skýrslu framkvæmdastjóra SAH Afurða á Blönduósi fyrir árið 2008 á heimasíðu fyrirtækisins. Þar kemur fram að sú ákvörðun að færa hluta afurðalána í erlenda mynt hafi reynst fyrirtækinu dýr þegar bankarnir hrundu en einnig er bent á að ef gengi krónunnar styrkist, mun koma til gengishagnaður á móti, þannig að ekki er fullreynt að tap félagsins verði eins mikið og tölur segja til um núna. Rekstraráætlun ársins 2009, gerir þó ráð fyrir því að rekstur félagsins verði í járnum en væntingar stjórnenda um hallalausan rekstur eru raunsæar. Rekstur félagsins gekk að öðru leyti með hefðbundnu sniði. Aukning varð í slátrun hrossa, folalda, nautgripa og sauðfjár og skilaverði til bænda voru fyllilega samkeppnishæf við aðra sláturleyfishafa. Hvammstangi Rannsóknadeild opnuð við Selasetur Íslands Síðasta vetrardag var rannsóknardeild Selaseturs Íslands á Hvammstanga opnuð með pompi og prakt. Við þetta tækifæri voru undirritaðir samstarfs- samningar setursins við Veiðimálastofnun og Hólaskóla, en starfsmenn frá báðum stofnunum hafa nú aðsetur í setrinu. Starfsmaður Veiðimála- stofnunar er Sandra Magdalena Granquist og mun hún stunda selarannsóknir en starfsmaður Hólaskóla er Per Åke Nilsson sem auk kennslu við skólann mun sinna rannsóknum á sviði náttúrutengdrar ferða- þjónustu. Að formlegri undirskrift lokinni var gestum boðið upp á kynningu á alþjóðlega sam- starfsverkefninu The Wild North, sem verkstýrt er frá Selasetrinu. Aðstandendur setursins voru mjög ánægðir með daginn og þess fullvissir að rannsókn- ardeildin muni verða grund- völlur enn frekari atvinnuupp- byggingar við setrið, en til gamans má geta að í sumar verða starfsmenn setursins 7 talsins. Skagaströnd Skemmti- legar stærðfræði- þrautir Höfðaskóli á Skagaströnd hefur í vetur verið með skemmtilegar stærðfræðiþrautir sem lagðar hafa verði fyrir nemendur og síðan hefur verið dregið úr réttum lausnum. Á dögunum var dregið í fimmta og síðasta skipti á þessu skólaári. Vinningshafar að þessu sinni voru þau Guðný Eva Björnsdóttir 2. bekk, Eva Líney Þorláksdóttir 6. bekk og Torfi Friðrik 9. bekk og unnu þau sér inn gjafabréf frá Kántrýbæ. Blönduós Ekki þörf á frekari niðurskurði Blönduósbær hefur ákveðið að grípa ekki til frekari niðurskurðar á fjárhags- áætlun ársins 2009 en áætlunin var endurskoðuð á dögunum. Leiddi sú endurskoðun í ljós að ekki er nauðsynlegt að grípa til frekari niðurskurðar en gæta verður fyllsta aðhalds í öllum rekstri. Bæjarráð mun endurskoða fjárhagsáætlun að nýju eftir þrjá mánuði. Þá var ákveðið að húsaleiga af húsnæði í eigu Blönduós- bæjar taki mið að neysluvísi- tölu fjórum sinnum á ári.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.