Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 5
17/2009 Feykir 5 ( MITT LIÐ ) Nafn: Ágúst Ingi Ágústsson Heimili: Óðinsvé, Danmörk. Starf: Sagnfræðinemi við Háskóla Suður-Danmerkur. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? Liverpool er mitt uppáhaldslið. Aðdáun mín á liðinu hófst um 1990 í Blönduhlíðinni n.t.t. á Frostastöðum. Þar sat ég ásamt frænda mínum Brynjari Elefsen og horfðum við á leik Liverpool og Tottenham. Ekki þurfti mikla pressu frá frændanum enda heillaðist ég strax af þeim rauðu í “Candy”- búningunum. Þó sérstaklega leiknum miðvallarleikmanni með fætur á við símastaura, sjálfum John Barnes. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Já, alloft hef ég lent í deilum vid misgáfulega stuðningsmenn óæðri liða. Mest gaman er þó að skiptast á skoðunum vid Manchester Unitet aðdáendur, þeir taka allri stríðni og gagnrýni á lið sitt sem persónulegri árás, væntanlega hefur velgengni síðari ára stigið þeim til höfuðs. Svo hittum við strákarnir eitt sinn fyrir misyndismann á ferð okkar um Liverpool sem leit á okkur morðaugum þegar við sögðum honum að við værum stuðningsmenn Liverpool. Við flúðum af vettvangi eins og sönnum hetjum sæmir. Hver er uppáhalds leikmaður þinn fyrir og síðar? -Jamie Carragher er minn uppáhalds leikmaður, hann er félagið holdi klætt. Uppalinn í borginni, stuðningsmaður frá æsku, spilar með hjartanu og einn besti varnarmaður á Englandi þó eitthvað hafi vantað uppá hæfileika á köflum. Ekki skemmir fyrir að ég hitti hann eitt sinn, fékk eiginhandaráritun og tók í höndina á honum. Þvoði mér ekki um hendurnar í langan tíma á eftir. Hefur þú farið á leik með liðinu? -Já, ég hef farið á fjóra leiki. Árið 2003 fórum við nokkrir félagarnir í pílagrímsför og sáum Liverpool- Celtic og Liverpool-Leeds. Svo Við flúðum af vett- vangi eins og sönnum hetjum sæmir árið 2006 fórum við hjónin ásamt skólafélögum mínum frá Akureyri á Wigan-Liverpool og Liverpool- Arsenal. Áttu einhvern hlut sem tengist félaginu? -Já fyrrnefnda eigin- handaráritun, trefil, boli, bolla o.fl. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Ég hef reynt eftir fremsta megni að boða fögnuðinn innan stórfjölskyldunnar. Mamma og litla systir mín frelsuðust mjög snemma. Faðir minn heldur hins vegar ennþá með Swansea enda hefur hann takmarkað vit á knattspyrnu. Konan mín er Poolari þannig að yngsti fjölskyldumeðlimurinn er heilaþveginn eftir því. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhaldsfélag? Nei, hverjum þykir sitt félag fagurt þó árangurinn sé oft lúsugur og magur. Uppáhalds málsháttur? -“There are two good football teams in Liverpool. Liverpool and Liverpool reserves.” -Bill Shankley. Er ekki allt sem þú kannt í markinu Bruce Grobbelaar að þakka? (Spurning frá Sveini Guðmundssyni) -Jú það er mikið rétt, ég fylgdist gaumgæfilega með þeim mikla snillingi enda vandfundinn jafn litríkur persónuleiki í enska boltanum fyrr eða síðar. Svo erum við báðir skallamenn góðir. Hvern myndir þú vilja svara þessum spurningum? -Sunnu Björk Atladóttur, frænku mína. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Ef Steve Bruce og John Barnes færu í kapphlaup í dag, hvor heldurðu að myndi vinna? ( ÁSKORENDAPENNINN ) Jóhannes Ingi Hjartarson skrifar frá Akureyri Hjólandi í sól og sumaryl Ég heiti Jóhannes Ingi Hjartarson, ég er alinn upp á Króknum, mest í lausagöngu í Litlaskógi, móunum þar í kring og í fjörunni. Síðustu ár hef ég alið manninn á Akureyri, þar sem ég bý með konu minni og þremur börnum. Ég vil byrja á því að þakka Gunna vini mínum kærlega fyrir að afhenda mér pennann, ásamt því að opinbera bráðskemmtilega veiðisögu, höfum við félagarnir nú farið í ansi margar veiðiferðir síðan þá. Sumar talsvert aflameiri en þessa, aðrar ekki. En víkjum þá að öðrum minningum mínum af Króknum. Ein fyrsta minningin mín er frá fjögurra ára afmælinu mínum, þá áttum við fjölskyldan heima á bakvið Safnaðarheimilið. Í afmælisgjöf fékk ég reiðhjól, stórglæsilegt, appelsínugult, með bögglabera og hjálpar- dekkjum. Þennan góða dag hjólaði ég upp og niður götuna hjá Gúttó. Ef minnið er ekki að svíkja mig þá lék veðrið við mig þann daginn, sól og sumarylur. Þegar betur er að gáð er það harla ólíklegt, þar sem ég á afmæli 29. október. Þrátt fyrir það er minningin góð og afmælisdagurinn ákaflega eftirminnilegur. Ég var líka oft hjá afa í Suðurgötunni þar sem við horfðum á enska boltann og gerum það oft enn í dag. Þá voru leikirnir sýndir viku eftir að þeir voru leiknir, þar sem beinar útsendingar tíðkuðust ekki í þá daga. Fyrir leiki hljóp ég út á Bláfell og keypti kúlur fyrir okkur að japla á meðan á leik stóð. Einhverju sinni ákváðum við Dagga frænka að reisa okkur kofa, í garðinum hjá afa. Vandað var til verks og því vorum við marga daga að byggja kofann. Ákaflega vorum við stolt af kofanum okkar, en fannst vanta lokaútslagið á útliti hússins. Við tókum okkur því til við að útbúa Íslenska fánann og flögguðum honum við húsið. Tveim dögum síðar barði hisvegar lögreglan að dyrum hjá afa, og gaf sig ekki með það að þetta væri kolólöglegt og fánann yrði að fjarlægja. Það fannst okkur afar dapurt, en þetta var í fyrsta skipti sem að lögreglan þurfti að hafa afskipti af mér. Margar aðrar minningar líða í gegnum hugann þegar maður byrjar að dusta rykið af þessum liðnu tímum, flestar eru þær afar góðar. En það er alveg spurning hvort að mér þætti sjálfsagt að börnin mín gerðu það sama og ég var að gera þá. - - - - - Að lokum langar mig að rétta góðvini mínum Brynjari Elefsen, athafnamanni, pennann. Takk fyrir traustið ! AÐSENT EFNI Ásbjörn Óttarsson skrifar Ég vil óska þeim mótframbjóðendum sem komust inn á þing til hamingju og vænti ég góðs samstarfs við þá. Jafnframt vil ég þakka meðframbjóðendum mínum fyrir frábært samstarf og þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig. Ljóst er að úrslit í NV- kjördæmi eru varnarsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar fengum við flest atkvæði og erum þar í forystu þrátt fyrir að hart væri sótt að okkur. Ég vil þakka öllu þeim er studdu Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum fyrir stuðninginn og ég mun gera mitt besta til að standa undir því trausti. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem lögðu mikla vinnu á sig í kosningabaráttunni kærlega fyrir þeirra framlag, án þeirra hefði þessi árangur ekki náðst. Ég tel mikilvægt að loknum kosningum snúi menn bökum saman hvar í flokki sem menn eru og gangi í þau mikilvægu verkefni sem framundan eru, ekki mun standa á mér. Ásbjörn Óttarsson - Rifi. Takk fyrir stuðninginn ! AÐSENT EFNI Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Úrslit alþingiskosninganna eru góður sigur fyrir framsóknarmenn og aðra er studdu flokkinn. Flokkurinn bætir við sig nærri fjórum prósentustigum og einum manni í Norðvesturkjördæmi. Sigurinn má þakka mikilli vinnu fjölda fólks, en sérstak- lega vil ég þakka öllu því unga fólki sem lagði mikið á sig til að árangur næðist. Framundan eru erfiðir en spennandi tímar þar sem verkefnin verða leyst með samvinnu og raunhæfum lausnum. Þar mun Framsókn- arflokkurinn gegna lykilhlut- verki. Ég vil þakka starfsmönnum Framsóknarflokksins, fram- bjóðendum, stuðningsmönn- um og öllum þeim er tryggðu þennan góða árangur flokksins. Gunnar Bragi Sveinsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.