Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 7
17/2009 Feykir 7 Guðfinna Olga Sveinsdóttir og Matthildur Guðnadóttir léku á fiðlur. ( TÖLVUPÓSTURINN ) @ Jón Guðmann Jakobsson, starfar hjá Léttitækni í Reykjavík og hefur gert undanfarin ár. Samhliða starfi sínu hjá Léttitækni á Jón veg og vanda að síðunni www.northwest.is. Feykir sendi Jóni tölvupóst og forvitnaðist örlítið um hann sjálfan, Léttitækni og síðast en ekki síst hinn nýja og glæsilega vef. Byrjaði sem skólaverkefni Sæll hvað er að frétta af þér? -Ég hef það bara mjög gott, börnin og konan sjá til þess. Þú ert ekkert á heimleið? -Ég er alltaf á heimleið. Alltaf með annan fótinn fyrir norðan. Hugurinn reikar oft norður. Hvernig fer kreppan með Léttitækni? -Auðvitað finnum við fyrir þessu breytingum sem orðið hafa. Við erum í svipaðri stöðu og flest íslensk fyrirtæki núna. Meiri barátta um færri verkefni á sama tíma og kostnaður eykst. Það er ákveðið verkefni að komast í gegnum þetta. Við erum samt ávallt “léttir” og bjartsýnir á framtíðina. Nú tókst þú að þér hliðar- verkefni sem var hönnun vefsins Northwest.is, hvað kom til? -Þetta byrjaði sem skólaverkefni 2002 í samstarfi við Ferða- málasamtök Norðurlands vestra. Það má segja að ferðamál séu eitt af áhugamálum mínum síðan ég fór út sem skiptinemi, þá skynjaði ég sterkt hvað Ísland hefur margt að bjóða fyrir ferðamenn. Hver landshluti hefur sína kosti. Vefurinn er einkar glæsilegur var hann lengi í hönnun? -Það getur tekið svolítinn tíma að hanna útlit, vinna með myndir og skipulag vefsvæðis og eins að safna gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu og koma því fyrir á 3 tungumálum. Þessi vefur er ekki enn fullbúinn, grunnurinn er klár en það á eftir að breyta og bæta við upplýsingum. Ég hef verið í rúmlega fullu starfi hjá Léttitækni ehf síðustu 8 árin og nú þegar um hægist á hjá okkur greip ég tækifærið samhliða vinnunni og í mínum frítíma. Það var kominn tími á að uppfæra vefinn og ég skellti mér í það af fullum þunga fyrir nokkrum mánuðum. Hefur þú fengið viðbrögð á hann? -Ég er ánægður með viðbrögðin, fólk er mjög jákvætt án undan- tekninga. Ef einhver er ekki með á vefnum en hefur áhuga á að komast að hvert á sá hinn sami að snúa sér? -Hann sendir tölvupóst á netfangið jon@northwest.is, svo einfalt er það. Ætlar þú að gera meira af því að hanna vefsíður? -Já örugglega, ég hef hannað marga vefi frá árinu 2000 og mun vonandi halda því áfram. Annars beinist athyglin mest að Léttitækni ehf, enda er búið að vera gríðarlega gaman að byggja það fyrirtæki upp síðustu árin. Vefsíðugerðin er ágæt svona með. Eitthvað að lokum? -Já, kannski ég noti tækifærið og þakki öllum þeim sem tóku þátt í þessu með mér, ferðaþjónustuaðilum, starfsfólki upplýsingamiðstöðvanna, sveit- arfélögum og fyrirtækjum á svæðinu. Misjafnt var hvað krökkunum fannst gaman. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson og Geirmundur Valtýsson fengu höfundarlaun fyrir að semja afmælislag Kaupfélags Skagfirðinga sem Álftagerðisbræður fluttu. Þórunn Rögnvaldsdóttir söng við undirleik Jóhönnu Óskarsdóttur. Róbert bakari hafði í nógu að snúast við að skera niður afmælistertuna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.