Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 10

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 10
10 Feykir 17/2009 Stærðfræðikeppnin Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í síðasta Feyki að röng mynd birtist með umfjöllun um stærðfræðikeppni FNV og 9. bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra sem fram fór þann 17. apríl s.l. Sagt var að Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir hefði sigrað keppnina sem er rétt, en mynd af Jóhönnu Herdísi Sævarsdóttur sem lenti í öðru sæti var birt í hennar stað. Beðist er velvirðingar á þessu. Kemur hér rétt mynd af sigurvegaranum. Sumarskemmtun Grunnskólans á Blönduósi fór að venju fram Sumar- daginn fyrsta í Félagsheim- ilinu á Blönduósi. Þar komu saman nemendur í 1. – 7. bekk og skemmtu fólki með söng og leik. Eins og þessum aldurshópi er lagið var sungið og leikið af mikilli innlifun en krakkarnir buðu upp á frumsamin leik- verk í bland við þekkt lög sem sungin voru af lífi og sál. Að skemmtun lokinni gátu gestir valið úr miklu úrvali af kökum á árlegum kökubasar ung- mennafélagsins. Meðfylgjandi myndir feng- um við sendar frá Grunn- skólanum á Blönduósi. Leikið og sungið af innlifun Sumarskemmtun á Blönduósi Eggjakartöflusalat SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 6,8% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 17% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, 16,5% vextir Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Frá Heilbrigðisstofnuninni Sérfræðikomur í maí Vika 19 Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir Vika 20 Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir Vika 21 Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir Vika 22 Valur Þór Marteinsson, þvagfæralæknir Tímapantanir í síma 455-4022. Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir sigurvegari Stærðfræðikeppninnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.