Feykir


Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 28.04.2009, Blaðsíða 11
17/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Valbjörn og Álfhildur kokka Beikonvafinn skötuselur, fiskisúpa og grillaðar kókosbollur AÐALRÉTTUR Beikonvafinn skötuselur grillaður á teini með engifer-beikonsósu 800 gr. skötuselur Beikonsneiðar Meðlæti Soðin hrísgrjón og engifer-beikon sósa Ferskt salat eftir smekk. Engifer beikon sósa 1 laukur smátt saxaður 6 beikonsneiðar smátt saxaðar 2 msk. þurrkað engifer 2 dl. hvítvín 2 dl. rjómi 2 msk. smjör Sósujafnari Aðferð: Skötuselurinn er skorinn í bita c.a. 6 cm og hver biti er vafinn með beikoni og síðan er þrætt á grillpinna. Hrísgrjónin soðin. Sósa: Steikja beikon og lauk smá-stund í smjöri, bæta engifer út í og látið steikjast áfram í c.a. 4 mín. Hellið hvítvíninu saman við, sjóðið í aðrar 4 mín, bætið þá rjómanum saman við og látið enn sjóða í smá stund. Þykkið ef þurfa þykir með sósujafnara og bragðbætið með salti og pipar. Skötuselurinn: Hann er grillaður við vægan (medium) hita á útigrillinu í c.a. 6 mín. á hvorri hlið. Mikilvægt að víkja ekki frá grillinu á meðan svo hann verði ekki ofeldaður . FORRÉTTUR Fiskisúpa með grænmeti og osti Hráefni 1 laukur 2 hvítlauksrif 2 paprikur (rauða og græna) 1 msk. smjör 2 msk. hveiti 8 dl. vatn 2 fiskiteningar Salt og pipar C.a. 500 gr. fiskur, þorskur, ýsa eða skötuselur + smávegis af rækjum eftir smekk Nú eru kosningar afstaðnar og margir eru glaðir með úrslitin þó einhverjir vildu sjá þau á annan veg. En það geta allir verið sammála um það að uppskriftirnar sem nú bjóðast lesendum Feykis eru ljúffengar og yfir alla flokkadrætti hafnar. -Aðalrétturinn er í miklu uppáhaldi í fjölskyldunni og hann er borinn fram bæði sem forréttur eða aðalréttur allt eftir því hvernig legið hefur á okkur, segja matgæðingar vikunnar þau Álfhildur R Halldórsdóttir og Valbjörn Steingrímsson á Blönduósi. Þau skora á hjónin Jón Sigurðsson og Margréti Einarsdóttir á Blönduósi að koma með næstu uppskrift. 2 1/2dl. rjómi 200 gr. jöklasalat 200 gr. ostur Aðferð: Saxið lauk, hvítlauk og papriku. Léttsteikið í smjöri. Stráið hveitinu yfir, bætið vatni í og hrærið stöðugt. Kryddið með fiskiteningi, salti og pipar. Fiskurinn settur út í, hleypið upp suðu og sjóðið í 4-5 mín. Bræðið ostinn í rjómanum og hellið í súpuna. Þegar suðan er komin upp á að setja saxað jöklasalat út í. Súpan má ekki sjóða eftir það. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með. Auðvitað má nota annan fisk t.d. lúðu, lax, steinbít eða skelfisk. EFTIRRÉTTUR Grill Gúff Í tilefni sumarkomu er Grill Gúff málið í eftirrétt. 100 gr. rifið súkkulaði 3 stk. kókosbollur 500 gr. ávaxtasalat, t.d. jarðaber, kíwí, vínber, perur, bananar og epli. Ávextir skornir í bita settir í álbakka. Súkkulaði dreift yfir. Klessið kókosbollunum þar yfir. Grillað í u.þ.b. 10 mínútur við lágan hita. Verði ykkur að góðu! Eftir langan og kaldan vetur eru eflaust margir farnir að huga að því að taka grillin út fyrir sumarið. Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til þess a hreinsa grillin upp eftir veturinn, endurnýja steina og athuga með gas. Þá er engin ástæða til þess að henda grillinu þó brennarinn sé farinn að gefa sig því nýja brennara má kaupa fyrir lítinn pening. Feykir tók saman nokkur góð grillráð. • Nauðsynlegt er að hreinsa grillflöt áður en ný máltíð er grilluð. • Gætið þess að eiga nóg af kolum og gasi þegar byrjað er að gilla. • Forhitið grillið hvort sem notast er við gas-eða kolagrill. Sé hitinn ekki réttur á grillinu þegar kjötið er sett á, er hættara við því að það brenni við eða soðni á grillinu. • Gott er að nudda hálfum lauk eftir heitum grillteinunum rétt áður en byrjað er að grilla. Þetta gefur aukið bragð af matnum og ómótstæðilegur ilmur sem fyllir loftið eykur enn frekar á stemninguna. Einnig er gott að binda rósmaríngreinar upp í pensil og láta marinerast í ólífuolíu. Pensla síðan grillið fyrir grillun með rósmarín- greinunum. Enn eitt ráðið er að nudda grindina með beikoni, það gefur gott bragð og maturinn festist síður við. Verið undirbúin og hafið fulla athygli á grillinu. Það er ekki góð regla að setja kartöflurnar á síðastar af öllu og brenna kjötið á grillinu á meðan sósan er löguð. Það er mikilvægt að hafa allt tilbúið. Búið til sósur fyrr um daginn og notist við forsoðnar kartöflur. • Best er að strjúka krydd- löginn af matnum áður en hann er settur á grillið því það er fyrst og fremst lögurinn sem brennur. Svo má ef til vill pensla matinn aftur með leginum áður en hann er tekinn af grillinu. En tryggið samt sem áður góðan hita á kryddleginum ef hann er penslaður aftur á steikina. • Stórar steikur og kjúkling þarf að taka af eldinum 2/3 af eldunartímanum og brúna svo í endann. Gott er að notast við álpappír en hafið það hugfast að þið eruð að grilla en ekki sjóða matinn þannig að það er mikilvægt að brúna kjötið í lok grilltímans. • Munið að hvíla kjötið. Allt kjöt verður safaríkara ef það fær að jafna sig í nokkrar mínútur. • Takið ekki augnun af grillinu í of langan tíma. Það þarf ekki nema nokkrar mínútur til að brenna fallega steik og þá er allur undirbúningurinn farinn í vaskinn. Þegar kjötið er á grillinu er ekki rétti tíminn til að tala í símann eða blanda kokteila. Allt slíkt verður að vera klárt áður en byrjað er að grilla. • Notið grilltöng til að snúa steikinni á grillinu frekar en gaffal því hann skilur eftir sig göt í kjötinu og þá er líklegra að kjötið verði þurrt. • Þegar grilla á fisk með roði skal alltaf láta roðhliðina snúa fyrst upp því hún heldur fiskinum saman þegar honum er snúið við. Ekki sakar heldur að nota þar til gerðar fiskgrindur. • Ef kjötið er keypt frosið eða tekið út úr frysti þarf að gæta þess að það hafi náð að þiðna til fulls áður en það er sett á grillið. Kjöt sem er enn frosið eða ískalt í miðju grillast oft ójafnt og hætt er við að það brenni að utan áður en það nær að hitna nægilega í gegn. Það þarf ekki að vera helgi til þess að kynda grillið og kjöt er ekki eina máltíðin sem smakkast vel á grillinu. Við endum þetta á uppskrift af grillaðri ýsu. Grilluð ýsa Cirka 700 grömm roðlaus ýsa Sítrónusaft Salt og pipar 1 stór laukur Smjör 10 ristaðar brauðsneiðar án skorpu Púrrlaukur Salt og pipar Aðferð: Setjið ýsuna í eldfast mót og hellið sítrónusafa yfir. Stráið með salt og pipar og látið bíða í cirka 20 mínútur. Skerið laukinn smátt og steikið í smjöri þar til hann er gegnsær, kælið. Myljið brauðið í skál og hrærið smjör, púrrlauk, salti og pipar útí. Smyrjið blöndunni á fiskinn og grillið hann í 10-15 mínútur. Berið fram með kartöflum, baunum og hollenskri sósu. Gott er að eiga fiskgrind til þess að grilla ýsuna í. Feykir grillar Góður undirbúningur besta trikkið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.