Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 1 0 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 1 . M A Í 2 0 1 8 Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Það eru 1000 milljónir! Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Nýtt happdrættisár hefst í maí Meira en milljarður í vinningum ár hvert Hannes Hannesson er skynsamur og spila r í Ha ppd ræt ti D AS • Sex 30 milljóna króna vinningar á tvöfaldan miða eða 15 milljónir króna á einfaldan miða • Drögum út meira en 51 þúsund vinninga á árinu Fréttablaðið í dag SKOÐUN Þórlindur Kjartansson skrifar um páfagaukalærdóm. 11 SPORT Guðrún Brá segir að það sé öðruvísi pressa sem fylgi lífi atvinnukylfings. 15 LÍFIÐ Tony Adams sendir kveðju í bol frá Einstök. 28 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 STJÓRNMÁL Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkj- unar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblað- inu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitar- stjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnis- blaðinu er einnig bent á að sam- kvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheim- ilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunveru- lega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefnd- arfundur verði boðaður þegar stofn- unin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgj- andi virkjunaráformum. – bg Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna „Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árnes- hrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. Aðrir eins lögheimilis- flutningar eru líklega eins- dæmi, hlutfallslega. Úr minnisblaði sem unnið var fyrir Árneshrepp Vætutíð fram undan Rigning var víða um land í gær, sem kom ekki að sök í tilviki þessarar konu sem var við öllu búin. Líkur eru á áframhaldandi rigningarveðri um sunnan- og suðaustanvert landið í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson og þjálfarateymi íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu til- kynna í dag 23 manna leik- mannahópinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi. Tveir mikilvægustu leik- menn Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru meiddir en ættu að vera klárir í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rúss- landi. Við veltum fyrir okkur hvaða nöfn verða í flugvélinni sem ferðast til Rússlands. Hvaða leikmenn eru öruggir með sæti sitt, hverjir eiga enn tækifæri og hverjir þurfa að bíta í það súra epli fá ekki far- miða til Rússlands. – iþs, kpt HM-hópurinn tilkynntur í dag KJARAMÁL Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljós- mæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keis- arafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur. Einingum fyrir hvert verk var fjölgað með samkomulaginu. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir. – jóe / sjá síðu 4 Lágmark sem ljósmæður sættust á Aron Einar Gunnarsson. 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -F 4 0 C 1 F B D -F 2 D 0 1 F B D -F 1 9 4 1 F B D -F 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.