Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 2

Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 2
SAMFÉLAG Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rann- sóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnun- ina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköp- un, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræð- ings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrota- fræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starf- semi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki. „ Þ a ð ve r ð u r a ð s e g j a s t eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árs- hátíð stofnunarinnar á miðviku- daginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með mann- inum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árs- hátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi. sunnak@frettabladid.is Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen, og urðu ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið. Auður Bergþórs- dóttir, sérfræð- ingur hjá Rannís Veður Austlæg átt, 5-13 á morgun. Rigning um landið sunnanvert, einkum á Suðausturlandi en yfirleitt þurrt annars staðar. Úrkomulítið annað kvöld. Hiti 5 til 12 stig, svalast NV-til. SJÁ SÍÐU 18 Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Frá Þýskalandi Nr. 12952 - Án gashellu - Svart 67.900 Verð áður 79.900 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 • Afl 10,5 KW • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveikja í öllum tökkum • Tvöfalt einangrað lok • Stór posulínshúðuð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Grillflötur 65 x 44 cm Niðurfellanleg hliðarborð Vönduð yfirbreiðsla að verðmæti kr. 6.990 fylgir l i Eurovision TILBOÐ Mitt eigið Everest Vilborg Arna Gissurardóttir, Everest-farinn frækni, leiddi barnagöngu á Úlfarsfell undir slagorðinu „Mitt eigið Everest“. Um tvö hundruð börn og foreldrar þeirra fylgdu Vilborgu alla leið upp á topp og létu rigningarveður ekki aftra för. Gangan var hluti af sérstökum útivistardegi sem er liður í fjáröflun fyrir skólagöngu stúlkna í Nepal. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls stendur að fjáröfluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Rannís réð til starfa afbrotafræðing í gríni Tilkynnt var um ráðningu afbrotafræðings hjá Rannís án auglýsingar. Starfs- menn vildu kæra „furðulega“ ráðningu. Fljótlega kom í ljós að allt var í plati, en nýi liðsaukinn olli þó uppþoti á árshátíðinni áður en upp komst um allt saman. Árshátíð Rannís var skrautleg þetta árið, enda nýráðinn starfsmaður sem stal senunni með ölvun og leiðinlegum kærasta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NORÐUR-KÓREA Búið er að ákveða stað og stund fundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu. Þetta til- kynnti Trump í Twitter-færslu í gær Fundurinn mun fara fram þann 12. júní í Singapúr. Aldrei áður hefur sitjandi forseti Bandaríkjanna átt fund með leiðtoga Norður-Kóreu. „Við munum báðir reyna að láta þetta vera stóra stund fyrir heims- frið!“ sagði Trump í tísti sínu í gær. Stutt er síðan leiðtogarnir tveir skiptust á móðgunum og hótunum svo það kom mörgum í opna skjöldu þegar Trump tilkynnti fyrr á árinu að þeir ætluðu að setjast niður og ræða málin. Búist er við aðalumræðuefni fundarins verði kjarnorku- og eld- flaugaáætlun Norður-Kóreu sem er rót illdeilnanna sem leiðtogarnir áttu í á síðasta ári. Frá árinu 2006 hefur Norður-Kórea gert sex kjarnorku- tilraunir en í apríl tilkynnti Kim að þeim yrði nú hætt. Líklegt þykir að Kim muni ræða viðveru bandarískra hermanna í Suður-Kóreu við Trump sem og við- skiptaþvinganir sem eru að gera út af við efnahag Norður Kóreu. – gþs Trump og Kim Jong-un hittast í Singapúr SÚDAN Noura Hussein, nítján ára súdönsk kona, hefur verið dæmd til dauða fyrir að stinga til bana mann sem hún var þvinguð til að giftast. Áður en til hjónabands kom hafði maðurinn nauðgað henni. Þetta er niðurstaða dómstóls í Omdurman. Fallist var á dauða- refsingu Hussein eftir að fjölskylda hins látna féllst ekki á að hún myndi greiða bætur fyrir víg hans. Fjöl- skyldan var viðstödd dómsupp- kvaðninguna. Hussein var þvinguð í hjónaband þegar hún var sextán ára. Eftir að hafa neitað í sex daga að leggjast með eiginmanni sínum var hún þvinguð til samræðis. Ættingjar eiginmanns hennar héldu henni fastri meðan hann þvingaði vilja sinn fram. Verjendur Hussein hafa fimmtán daga til að áfrýja. – jóe Dæmd til dauða fyrir að myrða nauðgarann STJÓRNSÝSLA Flutningur hergagna og annars varnings samkvæmt loft- ferðalögum hefur verið settur undir málefnasvið utanríkisráðherra með nýjum forsetaúrskurði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing- maður VG, beindi skýrslubeiðni til utanríkisráðherra um það hvernig staðið var að flutningi hergagna um Ísland. Ríkisstjórnin taldi rétt að senda beiðnina samgönguráðherra. Nú hafa öll tvímæli verið tekin af um að málefnið heyrir undir utan- ríkisráðherra. – jóe Hergögn til Guðlaugs Þórs 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -F 8 F C 1 F B D -F 7 C 0 1 F B D -F 6 8 4 1 F B D -F 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.