Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 4
Norrænu menn- ingarmálaráðherr- arnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra HUGINN MUNINN SKYRTUR NÝ VEFVERSLUN www.huginnmuninn.is STJÓRNMÁL Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, undirritaði í gær sameigin- lega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherr- um Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frá- sagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt laga- umhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðis- legri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráð- herrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norður- löndin njóta og við í norrænu ráð- herranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmið- um í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lær- dóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherr- arnir að fela skrifstofu ráðherra- nefndarinnar að undirbúa áfram- haldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðis- legri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla. – ósk Ráðherrar Norðurlandanna sameinast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi HAFNARFJÖRÐUR Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartr- ar framtíðar, sem eru í meirihluta- samstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögg- legrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borg- hildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjar- fulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágrein- ingsmálum til ráðuneytis sveitar- stjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytis- ins afgreitt en þó þannig að meiri- hluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðis- menn. Í svarbréfinu segir meðal ann- ars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur ein- ungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veik- indaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frum- kvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðu- neytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. – aá Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Guðlaug Krist- jánsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. KJARAMÁL Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratrygg- ingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runn- ið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljós- mæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keis- arafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflest- ar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt til- fallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðs- ins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi ljósmæður var nýlega birtur. Um lág- markshækkun var að ræða segir aðili að samningnum. Ljósmæður þurfi að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Stærstur hluti ljósmæðra sem starfa samkvæmt samningnum gerir það samhliða öðru. ✿ Ljósmæður, heildarupphæð á ársgrundvelli 10.000.000 9.000.000 8.000.000 7.000.000 6.000.000 5.000.000 4.000.000 3.000.000 2.000.000 1.000.000 0 1 5 9 13 17 21 25 29 33 37 41 45 49 53 57 61 65 69 73 77 81 85 89 93 97 101 105 109 113 samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja. Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspegl- ast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskatt- skyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félags- gjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmis- legu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lág- mark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney. joli@frettabladid.is Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningn- um næst. Arney Þórarinsdóttir, sjálfsætt starfandi ljósmóðir Tekjudreifing ljósmæðra á rammasamningnum tímabilið febrúar 2017 til janúar 2018 SLYS Hvalfjarðargöngunum var lokað um stund í gær vegna áreksturs. Orsök árekstursins var að bifreið var ekið niður göngin úr norðri á vitlausri akrein. Ein akrein er í göngunum fyrir ökumenn sem eru á suðurleið. Tvær akreinar eru aftur á móti við norður- enda þeirra fyrir þá sem eru að koma úr suðri. Þetta vafðist fyrir ökumanni í gær sem ók gegn akstursstefnu á miðreininni og lenti þar framan á sendibifreið. Ökumenn sakaði ekki. Laust eftir klukkan sex í gærkvöld var slökkvilið kallað til eftir að eldur kom upp í bifreið við norðurenda ganganna. Bifreiðin ofhitnaði með fyrrgreindum afleiðingum. Fernt var í bílnum og komust þau úr honum án meiðsla. Bifreiðin varð alelda og er ónýt. – jóe Slys í göngunum Af vettvangi slyssins. MYND/SPÖLUR SAMGÖNGUR Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu mun hefja að sekta fyrir notkun nagladekkja frá og með þriðjudeginum 15. maí næstkom- andi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sektatímabilið er mánuði seinna á ferðinni þetta árið en vant er en ástæðan fyrir því er hret sem gerði í lok apríl. Í tilkynningu lögreglunnar er minnt á að sektir fyrir notkun nagla- dekkja fjórfölduðust um síðustu mánaðamót. Ökumenn negldra bíla eiga því von á 20 þúsund króna sekt á hvern hjólbarða í stað 5 þúsund króna áður. – jóe Byrja að sekta næsta þriðjudag 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B E -0 C B C 1 F B E -0 B 8 0 1 F B E -0 A 4 4 1 F B E -0 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.