Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 6
Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar Mosfellsbæ Verður þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þverholti 3 Venjuleg aðalsafnaðarfundarstörf Lágafellssókn ára s. 511 1100 | www.rymi.is Rafmagnstjakkar Kynningarverð: 282.897 kr. m/vsk Haldið í hefðirnar Nautaatstímabilið er hafið á Spáni en í gær fór San Idriso hátíðin fram á hinum sögufræga Las Ventas leikvangi í Madríd. Nautabaninn Cesar Fernandez sést hér liggja sár eftir að nautið kom höggi á hann. Hefðin, sem er aldagömul, hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið á Spáni. Tvö ár eru síðan Victor Barrio týndi lífi í hringnum eftir að naut stangaði hann ítrekað í brjóstið. Var það fyrsta dauðsfall nautabana í áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA KANADA Eigendur dýragarðs í Alberta í Kanada hafa verið ákærðir fyrir brot gegn dýraverndarlögum fyrir að hafa farið með skógarbjörn í ísbúð. Það vakti athygli á samfélags- miðlum ytra þegar myndband birt- ist í janúar á veraldarvefnum þar sem björninn Berkley gæddi sér á ís í framsæti bifreiðar. Ekið hafði verið með hann að Dairy Queen verslun þar sem afgreiðslumaður mataði hann með skeið út um bílalúgu. Málið var tekið til rannsóknar eftir að myndbandið birtist. Sú rannsókn leiddi einnig í ljós að starfsmenn dýragarðsins fóru með Berkley úr garðinum eftir lokum og gáfu honum pela utan hans. Brotin sem ákært er fyrir varða annars vegar þessa háttsemi, en skylt er að tilkynna dýraeftirlitinu ef farið er með dýr úr dýragörðum, og hins vegar fyrir að aka með hann í ísbúðina. „Hugmyndin með myndbandinu var forvarnarstarf. Margir stoppa á vegum landsins til að taka myndir af björnum og koma sér þannig í hættu. Skilaboð myndbandsins eru að það sé ekki rétt að stoppa til að mynda birni eða gefa þeim að éta,“ sagði Doug Bos, eigandi dýragarðs- ins, þegar málið komst í hámæli í upphafi árs. – jóe Ákærð fyrir að gefa birni ís Berkley sést hér gæða sér á ísnum. Skilaboð mynd- bandsins eru að það sé ekki rétt að stoppa til að mynda birni eða gefa þeim. Doug Bos, eigandi dýragarðsins Orð  forseta borgarstjórnar,  Lífar Magneudóttur, um skattalagabrot vegna heimagistingar sem hún lét falla á fundinum Leiðtogaumræður í Reykjavík vöktu athygli í vikunni og sitt sýndist hverjum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og einn af spyrlum fundarins, sagði ummælin áhugaverð. „Ég held að við séum öll mjög lög- hlýðin og ég held líka að þeir sem eru að leigja út á Airbnb vilji vera löghlýðnir og ríkisskattstjóri nennir eðlilega ekki að eltast við þetta,“ sagði Líf á fundinum auk þess sem hún sagði að um smápeninga væri að ræða og að það væru stærri fiskar sem skattayfirvöld hefðu við að eltast. „Henni fannst þetta vera eitthvað smámál sem engu máli skiptir,“ segir Sigurður um ummælin og bætir við „Hún var að ranghvolfa í sér augunum þegar aðrir voru að tala.“ Aðspurður um hvort Líf hafi þannig sýnt öðrum á fundinum vanvirðingu segir Sigurður: „Það var allavega upplifun okkar fundar- manna eftir fundinn.“ Líf segist í samtali við Frétta- blaðið mögulega hafa brosað út í annað en veit að öðru leyti ekki um hvað Sigurður er að tala, sjálfur hafi hann átt það til að grípa fram í fyrir fundarmönnum. Varðandi ummælin um Airbnb segir Líf þau hafa verið óheppileg. „Ég talaði fjálglega. Málið er að ríkis- skatturinn hefur ekki starfsfólk til að elta einstaka ólöglega starfsemi á Airbnb. Þetta eru ótrúlega miklir peningar sem við verðum að fá inn í hagkerfið.“ Sigurður m i n n i s t einnig á ummæli Lífar um húsnæðis- og skipulagsmál. „Það var mjög áhuga- vert að heyra fulltrúa VG segja að umræður um þetta mál væru þreyt- andi og leiðinlegar. Ég held að fólki þætti það mjög leiðinlegt ef það gæti ekki eignast þak yfir höfuðið,“ segir Sigurður Líf bendir á að hún hafi verið að vísa í umræður um lóðir og úthlut- anir þeirra í þessu samhengi. „Mér finnst umræðan festast svo mikið í þessu. Við getum ekki bara tengt hana við einhvern lóðaskort. Það tekur tíma að búa til nútímalega borg. Það er rask og óþægindi sem fylgja því og svo er það búið,“ segir Líf sem vísar þar til þéttingar byggðar sem er að hennar mati einkenni borgarskipulags 21. aldar. gretarthor@frettabladid.is Skattaundanskotin hleyptu lífi í umræður Framkvæmdastjóra SI fannst ummæli Lífar Magneudóttur um skattaundanskot vegna Airbnb „áhugaverð“. Líf sagði um smápeninga að ræða. Hún segist hafa talað fjálglega, en ekki af vanvirðingu líkt og framkvæmdastjórinn vill meina. Líf Magneudóttir, for- seti borgarstjórnar, og Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri SI. 2018 SVEITARSTJÓRNAR KOSNINGAR 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B E -2 0 7 C 1 F B E -1 F 4 0 1 F B E -1 E 0 4 1 F B E -1 C C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.