Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 11

Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 11
En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfir- leitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. ÁRSFUNDUR 2018 Hilton Nordica Þriðjudagur 15. maí kl. 14 Á traustum grunni • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Á traustum grunni - gott ár að baki • Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Að virkja jafnréttið • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Áhrif aukinnar eftirspurnar á raforkumarkað • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Orka í dansi framtíðarinnar Fundarstjóri • Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og býður alla velkomna á ársfund. Síðasta ár voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur. Á ársfundinum verður fjallað um þessa góðu stöðu. Einnig verða kynnt þau tækifæri og þær áskoranir sem framundan eru og fjallað um raforkumarkaðinn í víðu samhengi. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is #lvarsfundur Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfa- gaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístunda starfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skól- anum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heil- brigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekk- ingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og mennta- stefnum, svo sem eins og páfagauka- lærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann. Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalær- dómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merki- legt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svar- ið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk forn- aldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utan- bókarlærdómur og páfagaukalær- dómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar. Hvaða tala kemur eftir 7.320.442? Þórlindur Kjartansson S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 1 1 . M A Í 2 0 1 8 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -F D E C 1 F B D -F C B 0 1 F B D -F B 7 4 1 F B D -F A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.