Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 14
Tilkynna þarf endanlegan 23 manna HM-hóp 4. júní. Fyrir EM 2016 tilkynntu Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck 23 manna hóp 9. maí. Sex leikmenn voru á biðlista en þeir þurftu að vera klárir ef kallið kæmi. 43 leikmenn hefur Heimir Hall- grímsson notað síðan Ísland tryggði sér sæti á HM. FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson til- kynnir í dag íslenska hópinn sem fer á HM í Rússlandi í næsta mánuði. Heimir hefur sagt að hann muni fara sömu leið og fyrir EM 2016. Þá völdu þeir Lars Lagerbäck strax 23 manna hóp en sumir landsliðsþjálfarar fara þá leið að velja stærri hóp og skera svo niður. Þátttökuliðin á HM þurfa að vera búin að tilkynna hóp 14. maí og endanlegur 23 manna hópur þarf að vera klár 4. júní. Að þessu sinni eru baráttusætin í íslenska hópnum aðeins 3-4. Ingvar Jónsson, Ögmundur Kristinsson og Frederik Schram berjast um stöðu þriðja markvarðar á eftir Hannesi Þór Halldórssyni og Rúnari Alex Rúnarssyni. Ingvar er ólíklegastur af þessum þremur til að fara til Rússlands. Hann hefur aðeins leikið tvo lands- leiki frá EM og lítið spilað með sínu félagsliði, Sandefjord, í upphafi tímabils. Frederik lék vináttulands- leikinn gegn Perú í lok mars og það kæmi lítið á óvart að hann færi til Rússlands. Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Hermannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson berjast svo um stöðu fjórða miðvarðar. Hjörtur var í EM- hópnum en hefur lítið sýnt í þeim landsleikjum sem hann hefur fengið síðan þá. Það vinnur þó með Hirti að hann getur leyst stöðu hægri bakvarðar. Jón Guðni hefur staðið sig vel í Svíþjóð undanfarin ár og lék allan leikinn og skoraði gegn Perú. Rúrik Gíslason fór ekki á EM en verður að öllum líkindum í HM- hópnum. Ólafur Ingi Skúlason fór ekki til Frakklands en hefur verið í hópnum síðan þá og verið fyrir- liði í nokkrum leikjum. Meiðsli Arons Einars Gunnarssonar auka líkur Ólafs Inga á að fá farseðil til Rússlands. Arnór Ingvi Traustason átti eftirminnilegt EM en gæti setið heima að þessu sinni. Hann fékk aðeins 33 mínútur í leikjunum í Bandaríkjunum í mars. Síðan er spurning hversu marga framherja Heimir velur í HM-hóp- inn. Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson eru öruggir og Björn Bergmann Sigurðarson fer líklega með. Albert Guðmundsson hefur nýtt tækifæri sín með landsliðinu vel og sömu sögu er að segja af Kjart- ani Henry Finnbogasyni. Þeir gætu báðir farið með til Rússlands. Viðar Örn Kjartansson situr væntanlega eftir eins og fyrir tveimur árum. ingvithor@frettabladid.is Fá baráttusæti Baráttusætin í íslenska HM-hópnum sem Heimir Hallgrímsson tilkynnir í dag eru ekki mörg. Ísland mætir Noregi og Gana í vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli áður en haldið verður til Rússlands. 25% Vinur við veginn Smellugashylkin eru sterk en mjög létt og þægileg í meðförum. Skipt er um hylki með aðeins einu handtaki. Gasáfyllingin fæst með 25% afslætti til 13. maí. AFSLÁTTUR AF SMELLUGASI TIL 13. MAÍ 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Rúnar Alex Rúnarsson Albert Guðmundsson Theodór Elmar Bjarnason Haukur Heiðar Hauksson Kolbeinn Sigþórsson Arnór Smárason Kári Árnason Hörður Björgvin Magnússon Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Ólafur Ingi Skúlason Björn Bergmann Sigurðarson Rúrik Gíslason Samúel Kári Friðjónsson Aron Sigurðarson Hannes Þór Halldórsson Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Emil Hall- freðsson Alfreð Finnbogason Birkir Már Sævarsson Sverrir Ingi Ingason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Jón Daði Böðvarsson Ögmundur Kristinsson Hólmar Örn Eyjólfsson Ingvar Jónsson Rúnar Már Sigurjónsson Viðar Örn Kjartansson Frederik Schram Jón Guðni Fjóluson Hjörtur Hermannsson Arnór Ingvi Traustason Kjartan Henry Finnbogason ✿ Öruggir með sæti í hópnum ✿ Mjög líklegir ✿ Eiga möguleika ✿ Eiga fjarlæga möguleika 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B E -1 6 9 C 1 F B E -1 5 6 0 1 F B E -1 4 2 4 1 F B E -1 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.