Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 22

Fréttablaðið - 11.05.2018, Side 22
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Ingólfur Ólafsson hefur látið mikið að sér kveða í íslensku þungarokki á síðustu árum. Hann hefur sungið fyrir nokkrar áhrifamiklar íslenskar þungarokks­ sveitir í meira en áratug og er einn af stofnendum og skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Deathfest, sem verður haldin í þriðja sinn í næstu viku, 17.­19. maí. Á hátíðinni í ár spilar fjöldi erlendra sveita í bland við rjómann af íslensku dauðarokkssenunni, en meðal þeirra erlendu gesta sem koma í heimsókn þetta árið eru sveitirnar Psycroptic, Dead Congregation og Malignancy og auk þeirra láta íslensku sveitirnar Severed, Gone Postal og Une Misère ljós sitt skína, svo fátt eitt sé nefnt. Auk hátíðarinnar sjálfrar hafa skipuleggjendurnir staðið fyrir ýmsum smærri tónleikum og hratt orðið einir helstu skipuleggjendur þungarokkstónleika á Íslandi. Létu þetta bara gerast Fyrsta Reykjavík Deathfest hátíðin átti sér fremur skamman aðdrag­ anda. „Ég og vinur minn, Aðalsteinn Magnússon, sem er gítarleikari hljómsveitarinnar Auðnar, hittumst á tónlistarhátíðinni Norðanpaunk sumarið 2015 og fórum að tala um að við þyrftum að halda einhverja rosalega dauðarokkstón­ leika í Reykjavík,“ segir Ingólfur. „Fyrsta hátíðin fór svo fram strax í apríl árið eftir.“ Dauða­ rokkssenan á Íslandi hefur verið misöflug í gegnum tíð­ ina, en hafði verið í lægð um nokkurra ára skeið. Þetta vildu Ingólfur og Aðalsteinn laga. Á sama tíma höfðu íslenskar þungarokks sveitir sem spila annars konar öfgarokk, svart­ málm, eða Black Metal, náð tölu­ verðri velgengni á erlendri grundu. „Velgengni og metnaður íslensku Black Metal­senunnar gaf okkur innblástur,“ segir Ingólfur. „Þann­ ig að við bara létum þetta gerast og bókuðum bandarísku sveitina Ceph alic Carnage sem aðalnúm­ erið á fyrstu Reykjavík Deathfest hátíðina. Svo hefur boltinn rúllað síðan.“ Hátíðin stækkar og þróast Ingólfi og Aðalsteini hefur svo borist mikill liðsauki. „Skipulags­ hópurinn hefur stækkað töluvert og fyrir vikið er allt orðið stærra í sniðum,“ segir Ingólfur. „Fyrir annað árið bættust Unnar Sigurðsson og Gísli Sigmunds­ son við hópinn og í ár bættust svo þeir Stein­ grímur Óskarsson og Eyvindur Gauti við. Listamaðurinn Skað­ valdur, einnig þekktur sem Þorvaldur Guðni Sævarsson, sér svo um að teikna fyrir okkur og Sigvaldi Ástríðarson, oft kenndur við Dor­ dingul, sér um grafíska hönnun.“ Ingólfur segir að það sé ekki erfitt að fá hljómsveitir til að koma hingað. „Við veljum í rauninni sveitirnar bara eftir því hvað við sjálfir viljum sjá og höldum að aðrir íslenskir dauðarokkarar vilji sjá,“ segir hann. „Flestar sveitirnar hafa aldrei komið hingað áður og eru spenntar fyrir að koma og heim­ sækja landið og spila. Í ár erum við svo aðeins að breyta áherslunni hjá okkur. Við erum hættir að bóka bara hreinræktaðar dauðarokkssveitir, þó að stefnan verði áfram að bóka öfgarokkssveit­ ir, og í ár erum við með nokkrar Lífga upp á íslenskt dauðarokk Þungarokkshátíðin Reykjavík Deathfest fer fram í þriðja sinn í næstu viku frá 17. til 19. maí. Hátíðin er smá í snið- um en er að stækka og hefur leitt til verulegrar fjölgunar á heimsóknum erlendra þungarokkssveita til landsins. Ingólfur Ólafsson og Unnar Sigurðsson vinna saman að skipulagi Reykjavík Deathfest, sem fer fram í þriðja sinn í næstu viku. MYND/EYÞÓR Ingólfur hefur sungið fyrir ýmsar íslenskar þungarokkssveitir. Hér hann með dauðarokkssveitinni Severed. MYND/JÚNÍA LÍF sveitir sem fara út fyrir dauða­ rokksformið á ýmsan hátt, eins og Ulsect, Dodecahedron og Der Weg Einer Freiheit,“ segir Ingólfur. „Við ætlum líka að nýta allan þennan liðsstyrk til að stækka hátíðina töluvert á næsta ári. Það verður allt saman tilkynnt nánar á hátíðinni og gestir eiga eftir að sjá veggspjöld með fyrstu tilkynningunum fyrir næsta ár á hátíðinni í ár.“ Heimilislegar heimsóknir Hátíðin hefur verið haldin í sam­ starfi við Gaukinn hingað til og starfsfólkið þar hefur reynst skipu­ leggjendunum mjög vel. En að mestu leyti sjá þeir um allt sjálfir og fyrir vikið er oft frekar heimilis­ legur bragur á heimsóknum erlendu sveitanna. „Við reynum yfirleitt að gera eitthvað skemmtilegt fyrir meðlimi hljómsveitanna sem koma í heim­ sókn. Nokkrum sinnum hafa hljóm­ sveitarmeðlimir bara gist heima hjá mér og á aðalhátíðinni undanfarin ár hefur vinur okkar, sem er kokkur, eldað í veislu fyrir mannskapinn,“ segir Ingólfur. „Svo bjóðum við alltaf upp á einhverja „túristarúnta” eins og gullna hringinn, ef það er tími til.“ Vinnan við skipulagið getur verið krefjandi, en Ingólfur segir hana algjörlega þess virði. „Það er svo skemmtilegt að fá að sjá þessi frá­ bæru bönd á litlu sviði, því þá verða tónleikarnir mun persónulegri,“ segir Ingólfur. „Svo er líka mjög gaman að fá að kynnast fólki sem maður hefur í sumum tilvikum litið upp til í fjölmörg ár. Mér finnst líka sjúklega gaman að sjá hvað tónleikagestirnir og íslensku böndin sem hita upp eru afskaplega ánægð með þetta allt saman,“ segir Ingólfur. „Við erum rosalega ánægðir með það hvað fólk hérlendis virðist vera sátt með þetta framtak, eins og sést á hversu margir mæta yfirleitt hjá okkur og hvað stemningin er alltaf þrusugóð.“ Skipuleggjendur slá ekki slöku við Frá því að fyrsta Reykjavík Death­ fest­hátíðin fór fram hafa skipu­ leggjendurnir staðið fyrir straumi erlendra dauðarokkssveita til Íslands. Í heild hafa verið haldnir átta tónleikar og eitt námskeið undir merkjum Reykjavík Death­ fest síðustu tvö ár, svo skipuleggj­ endurnir hafa verið duglegir og gefa ekkert eftir. „Við hlökkum mikið til að bjóða upp á þessa frábæru tónlistarhá­ tíð í næstu viku. Það er hægt að kaupa miða á Tix.is og þeir kosta ekki nema 8.500 krónur, svo við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Ingólfur. „Við ætlum svo bara að halda þessu áfram og koma með fleiri erlendar öfgarokkssveitir til landsins og halda risastóra hátíð á næsta ári. Það er mikið líf í íslensku dauðarokki núna.“ Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.690 kr.* SVÍNAKJÖT MEÐ TOFANSÓSU KJÚKLINGUR MEÐ SATAYSÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU *tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B E -1 6 9 C 1 F B E -1 5 6 0 1 F B E -1 4 2 4 1 F B E -1 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.