Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.05.2018, Blaðsíða 30
Hugmyndin að þess-ari sýningu kvikn-aði þar sem Pari sat við eldhúsborðið heima hjá mér og tók eftir því hvað það var mikið um prentverk upp um alla veggi,“ segir Ingibjörg Jóhanns- dóttir, önnur sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki sem verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Ingibjörg deilir sýningarstjórninni með Bandaríkjakonunni Pari Stave og upprunalega settu þær sýninguna upp í Alþjóðlegu prentmiðstöðinni í New York vorið 2017 undir heitinu Other Hats: Icelandic Printmaking en sýningunni hefur verið breytt nokkuð og hún þróuð frekar, til upp- setningar í Listasafni Íslands. Aðgengi og bók eftir Björk Ingibjörg bætir við að þegar Pari hafi séð allt þetta prentverk hafi fylgt spurningin: „Hvað er málið með prentverk á Íslandi?“ „Málið er að ég kem að myndlistinni úr þess- ari átt og var á þessum tíma að læra prentlist og grafík í New York og frá því ég kom heim hef ég gert eitthvað af slíkum verkum með íslenskum listamönnum. Það er líka auðveld- ara að flytja þessi verk og aðgengið er betra þannig að við vorum báðar á því að það væri kjörið að taka þetta saman og halda sýningu.“ Pari tekur undir þetta og segir að svona hafi þetta löngum verið. „Hér áður fyrr fengu til að mynda málarar í Norður-Evrópu sína þekkingu um það hvað væri að gerast á Ítalíu fyrir tilstilli prentverksins því það var ákveðin leið til þess að koma myndum í umferð. En ég er í stjórn Alþjóðlegu prentmiðstöðvarinnar í New York og vissi því að það væri möguleiki á því að koma þessu að síðastliðið vor og það hvatti okkur til þess að láta af þessu verða. Það hjálpaði líka mikið að Ingi- björg þekkti alla listamennina og hvað væri að gerast á Íslandi. En þetta var skemmtileg samvinna.“ Ingibjörg bendir á að hún hafi nú reyndar ekki fengið öll verkin vegna þess að það hafi verið Pari sem fann bókina eftir Björk sem er á sýning- unni. „Pari fann þessa dásamlegu bók á Landsbókasafninu en við þurftum að hafa mikið fyrir því að fá hana lánaða vegna þess að það er litið á hana sem þjóðargersemi.“ „Sem hún svo sannarlega er,“ bætir Pari við. Opið og skapandi ferli Fjöldi þekktra íslenskra listamanna á verk á sýningunni og þar á meðal listamenn sem eru þekktari fyrir málverk en grafíkverk. Ingibjörg segir að þær hafi einmitt lagt upp með að vera með verk listamanna sem vinna í ólíka miðla og að það hafi líka vakið athygli Pari hversu algengt er að íslenskir listamenn vinni í ólíka miðla. „Þetta var ástæð- an fyrir því að í NY var sýningin kölluð Other Hats, vegna þess að á ensku nær það þessu hvernig sami einstaklingur getur fengist við ólíka hluti – haft sinn hatt fyrir hvert verk,“ segir Pari og bætir við að það hafi leitt þær að verkum Diet ers Roth. „Hann hafði gríðarleg áhrif á grafíklist þegar hann kom hingað á sínum tíma og við erum með verk frá honum sem vísa í þessa hugsun með hattinn.“ Ingibjörg tekur undir þetta og segir að þessi stúdía sé vissulega veigamikið atriði varðandi sýning- una. „En við erum líka að skoða hvers vegna t.d. listmálari eins og Sigurður Árni ákveður að vinna stundum með prentmiðilinn. Hvaða möguleikar eru það sem grafíklistin færir listamanninum umfram hans hefðbundnu leiðir? Og eins og í verkinu sem hér er sýnt er ástæðan mjög skýr. Hann sýnir myndröð sem byggir á fundnum póstkortum þar sem hann bætir inn skuggum. Í gegnum prentmiðilinn myndast ákveðin heild milli þessara þátta; „leiðréttingar“ hans og póst- kortsins sem fæst vart með öðrum leiðum. Það er hans forsenda fyrir því að velja þennan miðil. En það eru alltaf ólíkar forsendur á milli listamanna, eins ólíkir og þeir eru, og það er heillandi.“ Pari segir að það birtist líka á sýningunni að þær hafi lagt áherslu á að sýna fjölbreytta tækni. „Við erum með verk sem sýna prent- tæknina allt frá fingraförum og elstu tækninni og yfir í starfræna prentun og þrívíddarprentun. En vissulega er endurtekningin oftar en ekki mikilvæg þeim sem nýta sér prent- tæknina og það má vel sjá í verkum Dieters Roth sem var mjög hrifinn af endurtekningunni en með örlitlum breytingum.“ Ingibjörg segir að þetta sé einmitt mikilvægur punktur vegna þess að þetta sé miðill sem hafi áhrif á hvernig listamaðurinn vinnur í ferlinu. „Þetta er ekki aðeins að fá hugmynd og setja hana fram heldur er það ferli sem heldur áfram og hefur þannig sín áhrif á verkið – á útkomuna og það er mjög heillandi. Margir listamanna höfðu einmitt á orði að það væru öll þessi smáatriði í vinnuferlinu við grafíkina sem þarf að fara í gegnum sem yrði svo inngróið í verkið. En svo eru líka listamenn á borð við Georg Guðna sem málaði ákaflega tær verk en fann svo í grafíkinni ákveðið frelsi. Það kom fingrafar á plötuna og það fékk að vera þar því þetta er svo lif- andi ferli.“ Færanleg vinnustofa Þrír listamenn vinna verk sér- staklega fyrir þessa sýningu en Hrafnkell Sigurðsson hefur skapað tímabundið verk, Birtingu og einn- ig verður verk sem telst reyndar frekar til innsetningar. Þar ætla þeir Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sig- urður Atli Sigurðsson að vera með verkstæði þar sem grafíkverk verða framleidd af miklum móð. Þeir voru einnig á sýningunni í New York og þetta mæltist vel fyrir segir Pari og bætir við að verkið gangi gegn þeirri mýtu, að það sé einvörðungu hægt að vinna grafíkverk á mjög sérhæfðum verkstæðum, með því að vera svona færanlegt. „Þannig verður þetta aðgengilegra og miklu nær einhverju sem allir geta gert og það er svo hvetjandi fyrir þessa grein,“ segir Pari og Ingibjörg tekur heilshugar undir þetta. „Algjör- lega, vegna þess að í huga okkar flestra eru þetta stórar smiðjur þar sem allir ganga um með hanska og eru óskaplega alvarlegir yfir þessu öllu saman. En þessi færanlega og aðgengilega vinnustofa þessara listamanna gjörbreytir þessum hug- myndum okkar og það er frábært.“ Aðspurð um hvort að ódýrari framleiðsla en við til að mynda málverkið skipti ekki miklu máli í þessu samhengi segir Ingibjörg að kjarninn í grafíklistinni sé vissu- lega aðgengi. „Þetta er leið til þess að dreifa list og umkringja sig með list án þess að það kosti of mikið. En það sem hefur heillað mig hvað mest í ferlinu að þessari sýningu er að þegar maður tekur saman verk hátt í þrjátíu listamanna frá Íslandi þá sér maður ótrúlega breidd í bæði tæknilegum möguleikum og tjáningu. Ótrú- lega margar og ólíkar leiðir fyrir listamenn til þess að láta til sín taka og ágætt dæmi um það er hversu langt er á milli t.d. verka Hrafnkels Sigurðs- sonar með sín fis- léttu fingraför og þungu prentnálgun- arinnar hjá Richard Serra sem manni finnst nánast að komi til með að falla út úr myndfletinum.“ Pari segir að það sé líka gaman að horfa til þess hversu margir listamannanna sem eiga verk á sýningunni séu þekktari fyrir að vinna í öðrum miðlum. „Það var mjög óvænt fyrir mig að sjá alla þessa ólíku listamenn koma saman sem prent- listamenn og það vekur spurningar um af hverju þeir eru að velja þennan miðil. Þannig er verk Hallgríms dálítið eins og leið að því að skapa grafíska skáldsögu ef svo má segja og svo er þetta dálítið eins og Megas, sem er fyrst og fremst tónlistarmaður, segir sjálfur um sína grafík: „Þegar það þarf að teikna þá er teiknað.“ Leið til þess að dreifa og umkringja sig með list Ýmissa kvikinda líki er yfirskriftin á sýningu á íslenskri grafík sem verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Þar er að finna ólík verk unnin í margs konar miðla allt frá elstu tækninni til þrívíddarprentunar nútímans. Sýningarstjórarnir Ingibjörg Jóhannsdóttir og Pari Stave fyrir framan verk eftir Rúnu Þorkelsdóttur á sýningunni í Listasafni Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Inn undir skinni, pappírsprent eftir Valgerði Guðlaugsdóttur. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 1 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -F D E C 1 F B D -F C B 0 1 F B D -F B 7 4 1 F B D -F A 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.