Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2018, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 11.05.2018, Qupperneq 31
Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 11. MAÍ 2018 Tónlist Hvað? Todmobile í Bæjarbíói Hvenær? 20.30 Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði Í ár, 2018, er hljómsveitin Tod­ mobile búin að vera að skapa, flytja, útsetja, rústa, endurreisa og njóta tónlistar í heil 30 ár. Lengri tíma en sumir sem skapa, flytja, útsetja, rústa, endurreisa og njóta tónlistar Todmobile hafa lifað. Til að hita upp fyrir öflugt afmælis­ starf í haust ætlar hljómsveitin að blása til fyrstu tónleika 30 ára afmælisársins á höfuðborgar­ svæðinu í Bæjarbíói. Hvað? Eitt lag enn – Eurovision-tón- leikar Gradualekórsins Hvenær? 19.30 Hvar? Langholtskirkja Eurovision­tónleikar Graduale­ kórs Langholtskirkju verða þann 11. maí. Á dagskránni eru fjöl­ breytt Eurovision­lög, gömul og ný, íslensk og erlend og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sérstakur gestur er Sigríður Thor lacius. Hér er á ferðinni stórviðburður sem enginn Euro­ vision­aðdáandi má láta fram hjá sér fara. Hvað? Rokkkór Íslands á ljúfum nótum Hvenær? 20.00 Hvar? Lindakirkja Nú gefst fólki tækifæri til að hlusta á Rokkkór Íslands án hljómsveitar því aðeins verður píanóundir­ leikur sem rokkstjórinn sér um og slagverk sem verður í höndum Þorbergs Ólafssonar. Rokkkór Íslands hefur æft í Lindakirkju sl. tvö ár og ætlar nú að þakka fyrir sig með kósí tónleikum í kirkjunni og gefa hluta af aðgangseyrinum til Lindakirkju. Viðburðir Hvað? Uppskeruhátíð – Opnir dagar í Ljósmyndaskólanum Hvenær? 17.00 Hvar? Ljósmyndaskólinn, Hólma- slóð 6 Þessa daga munu nemendur Ljós­ myndaskólans sýna afrakstur af vinnu vetrarins og veita leiðsögn um verk sín og portfólíur. Heitt verður á könnunni og nemendur og starfsfólk verða á staðnum til að spjalla við gesti og svara spurn­ ingum. Hvað? Tæknidagurinn 2018 Hvenær? 14.00 Hvar? Háskólinn í Reykjavík Gestum og gangandi er boðið að koma og kynna sér afrakstur verk­ legra og hagnýtra námskeiða og það öfluga starf sem unnið er í tækni­ og verkfræðideild HR. Sér­ stakir boðsgestir Tæknidags HR 2018 eru afmælisárgangar tækni­ fræðinga. Sýningar Hvað? Kristján og Loji umpotta Hvenær? 16.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958 og hefur síðustu níu ár unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 og er með BA­gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta. Listamennirnir hafa þó einungis hist tvisvar þessa átta mánuði sem þeir hafa unnið saman þar sem Loji er búsettur í Svíþjóð. Samvinnan hefur þó gengið prýði­ lega og hefur orðið að nokkurs konar leik. Þannig saumar annar út hluta myndarinnar, t.d. blóma­ pottinn eða blómið, og sendir hinum, sem klárar myndina. Það er erfitt fyrir áhorfandann að sjá hvor hefur saumað hvaða part verksins en Kristján og Loji eru hálfgerðir listabræður. Báðir vinna þeir útsaumsverk á brúnan striga, litaval í verkum þeirra er svipað, þeir hafa óbilandi áhuga á mis­ munandi útsaumsaðferðum og sækja innblástur sinn í nærum­ hverfið. Afrakstur samvinnunnar er 13 nýjar plöntur sem fá að blómstra á hátíðinni List án landamæra í ár. Hvað? Opnun – Ýmissa kvikinda líki / Íslensk grafík Hvenær? 17.00 Hvar? Listasafn Íslands Í dag verður opnuð sýning íslenskra samtímalistamanna á grafíkverkum í Listasafni Íslands. Á sýningunni má sjá hvernig listamennirnir hafa beitt margbreytilegri skapandi færni og ýmiss konar tækni. Sýningarstjór­ arnir Ingibjörg Jóhannsdóttir og Pari Stave hafa valið verk á sýninguna eftir listamenn sem vinna jafnhliða í grafík og aðra miðla. Meðal sýn­ enda eru rithöfundar og tónskáld en einnig myndlistarmenn sem eru síður þekktir fyrir grafíkverk sín, frekar fyrir málverk, þrívíð verk, inn­ setningar, gjörninga, ljósmyndaverk eða vídeólist. Hvað? Útskriftarsýning BA nemenda í hönnun, arkitektúr og myndlist Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Útskriftarsýning bakkalárnema í arkitektúr, hönnun og myndlist á Kjarvalsstöðum. Hvað? Opnun – Heimir Björgúlfsson / Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? Hvenær? 17.00 Hvar? Tveir hrafnar, Baldursgötu Tveir hrafnar, kynna með miklu stolti, opnun á sýningu Heimis Björgúlfssonar, „Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun?“ á Baldursgötunni, föstudaginn 11. maí á milli klukkan 17 og 19. Allir velkomnir. Hvað? Móttaka: Samsýning 2. árs nema í myndlist Hvenær? 17.00 Hvar? Laugardalslaug Opnun sýningarinnar Móttaka verður föstudaginn 11. maí klukkan 17.00­19.00 í stúkunni og gömlu afgreiðslunni í húsakynnum Laugar­ dalslaugar. Hvað? Katrín Elvarsdóttir – Leitin að sannleikanum Hvenær? 17.00 Hvar? Berg Contemporary, Klappar- stíg Katrín hefur á síðustu fimmtán árum unnið sér sess sem einn fremsti ljós­ myndari landsins og átt ríkan þátt í að breyta viðhorfi til ljósmyndunar sem listmiðils hér á landi. Á sýning­ unni í Berg Contemporary fjallar Katrín bæði um óljós mörk ímynd­ unar og veruleika og um það hvernig minningar okkar eiga það til að fjarlægjast raunveruleikann hægt og rólega þar til eitthvað í umhverfinu, óvænt snerting við efni, sjónhending eða hljóð, verður til þess að vekja hið liðna til lífsins. Todmobile spila í Bæjarbíói í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Octavia Limo G-Tec Sjálfskiptur Listaverð: 3.550.000 kr. Afsláttur: -360.000 kr. Verð frá: 3.190.000 kr. ŠKODA Superb Limo Ambition Listaverð: 5.060.000 kr. Afsláttur: -480.000 kr. Verð frá: 4.580.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is Nú bjóðum við takmarkað magn valdra bíla frá ŠKODA á frábæru tilboðsverði. Stundum þarf maður ekki að hugsa sig tvisvar um – gríptu þetta einstaka tækifæri og náðu þér í nýjan ŠKODA á snilldarverði. Hlökkum til að sjá þig! 5 á ra á by rg ð fy lg ir f ól ks bí lu m H E K LU a ð up pf yl lt um á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d Šumarverð ŠKODA ŠKODA Á SNILLDARLEGU SUMARTILBOÐI! Kíktu á hekla.is/skodasu mar og sjáðu öll sumartilboðin ! M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F Ö S T U D A G U R 1 1 . M A Í 2 0 1 8 1 1 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B E -0 7 C C 1 F B E -0 6 9 0 1 F B E -0 5 5 4 1 F B E -0 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 0 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.