Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 10.05.2018, Qupperneq 20
Ég hef notað ýmsar leiðir til að komast á milli staða. Fyrsta og eina bílinn minn til þessa eignaðist ég 33 ára. Mjög góðan bíl sem hefur reynst mér vel í rúm 10 ár. Eftir bílpróf fékk ég stundum lánaðan bíl hjá foreldrunum, deildi um tíma bíl með systkinum mínum, fékk að nota bíl unnustunnar en notaðist að mestu við almenn- ingssamgöngur. Þannig komst ég í menntaskóla og háskóla á Íslandi en auk þess reyndust almennings- samgöngur mér vel öll þau ár sem ég bjó í útlöndum. Þar saknaði ég þess aldrei að eiga bíl. Strætis- vagnar, rútur og járnbrautarlestar komu mér þangað sem ég þurfti að fara. Eitt sumarið starfaði ég á aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi og vann við að ferma lestar ásamt Svía sem leit út eins og söngvarinn í hljómsveitinni Europe, en það er önnur saga. Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Rekstur almenningssamgangna hefur gengið erfiðlega á Íslandi. Nú hafa verið kynnt áform um svo kall- aða borgarlínu. Áformin hafa verið talsvert á reiki. Fyrst átti borgarlín- an að vera lest en nú mun vera gert ráð fyrir að nota strætisvagna sem eiga að þykjast vera lest og líta út eins og strætisvagnar úr framtíðar- mynd frá tíunda áratugnum. Þó er ljóst að þetta verður dýrt, gífurlega dýrt. Sumir eru á því að best sé að tala sem minnst um borgarlínuna því hún sé bara kosningaútspil meiri- hlutans í borgarstjórn til að kom- ast hjá því að ræða rekstrarvanda borgarinnar, ruslið, ónýtu göturnar, húsnæðisskortinn og annað sinnu- leysi. Ég verð þó að bíta á agnið því að reynslan sýnir að það getur verið erfitt að vinda ofan af áformum, sama hversu vitlaus þau reynast, þegar búið er að kerfisvæða þau. Sjáið bara Landspítalann. Mál sem byrjar með ferða- lögum bæjarfulltrúa til að skoða strætisvagna og lestar austan hafs og vestan getur endað með vafa- samri framkvæmd sem landsmenn sitja uppi með kostnaðinn af langt fram eftir öldinni. Ef áformin yrðu að veruleika yrði það skaðlegt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins á ýmsan hátt, líka þá sem nota almenningssamgöngur. Ég skal útskýra hvers vegna. Forsendur borgarlínu Víðast hvar eru almenningssam- göngur sveitarfélögum mjög dýrar og iðulega reknar með miklu tapi, jafnvel í stórborgum þar sem millj- ónir nýta þjónustuna daglega. „Línulegt kerfi“ eins og borgarlínan er eingöngu raunhæfur kostur (burt séð frá tapinu) þar sem að minnsta kosti annað af tveimur skilyrðum er uppfyllt. a. Borgin er fjölmenn og þéttbyggð (19. aldar borg). Flestir eða allir búa nálægt stoppistöð og áfanga- staðirnir eru einnig allir nálægt stoppistöð. b. Mjög sterkur byggðarkjarni hefur nægt aðdráttarafl til þess að fólk utan kjarnans hafi mikla þörf og löngun til að komast þangað reglulega án þess að geta með góðu móti gert það á eigin bíl. Við slíkar aðstæður getur nálægð við lestarstöð jafnvel aukið verð- mæti fasteigna og ýtt undir upp- byggingu. Reykjavík hefur hvorugt. Það er augljóst í fyrra tilvikinu og raunar í því seinna líka þótt meirihlut- inn í borginni virðist ætla að líta fram hjá raunveruleikanum og taka ákvarðanir út frá ímynduðum veruleika (óraunveruleika). Þannig er jafnvel talað um að leggja sér- stakt innviðagjald á þá sem byggja í grennd við stoppistöð borgarlínu. Ímyndið ykkur þegar fasteignasali sýnir nýja íbúð í Mosfellsbæ og við- skiptavinirnir spyrja hvort íbúðin sé ekki óvenju dýr (og ekki einu sinni með bílastæði). Hann svarar: „Já, það er innviðagjaldið en þið eruð ekki nema 20 mínútur með borgar- línunni niður á Hlemm.“ Byggt við línuna Samgönguvandi höfuðborgar- svæðisins liggur í því að það er of mikil umferð á nokkrum götum og þar myndast stíflur sem geta valdið töfum sem ná langar vegalengdir. Allar þessar stíflur verða til á þeim stöðum þar sem til stendur að leggja borgarlínuna og svo á að byggja í kringum hana. Lausn borgarlínu- fulltrúanna virðist því vera sú að leggja sérstaka áherslu á að auka á þéttleika byggðarinnar þar sem umferðarteppurnar eru mestar. Þá þurfa enn fleiri að fara á þá staði þar sem álagið er mest og frá þeim líka. Þetta verður því eingöngu til þess fallið að auka vandann. Skyn- samlegra væri að byggja upp nýja áfangastaði svo að umferðin dreif- ist betur um gatnakerfið. Með því að byggja nýjan Landspítala austan við miðju höfuðborgarsvæðisins væri t.d. verið að jafna umferðina. Tvöfalt kerfi Borgarlínan fer aðeins meðfram megin samgönguæðunum og verð- ur því ekki í raunhæfu göngufæri fyrir nema lítinn hluta borgarbúa. Það stendur því til að hefðbundnir strætisvagnar fari um hverfin og safni þar íbúum til að flytja þá að borgarlínunni og svo frá borgarlín- unni á áfangastað. Það verður með öðrum orðum rekið tvöfalt kerfi með allri þeirri óhagkvæmni sem því fylgir. Til viðbótar við á annað hundrað milljarða króna sem fara í línuna, sem verður svo rekin með tapi, bætist viðvarandi taprekstur hverfisvagnanna. Í mínu tilviki hefði þetta þýtt að ég hefði ekki getað tekið strætó frá gömlu heimastöð minni í Skógarseli og alla leið á Hringbraut eða Lækjar- götu. Ég hefði þurft að bíða eftir vagni til að flytja mig að borgarlín- unni sem svo hefði farið með mig á stoppistöð fjær skólanum. Ég hefði þá e.t.v. haft mig í að kaupa mér bíl fyrr. Ekki frá A til B Ólíkt því sem gerist í borgum þar sem hugmyndir á borð við borgar- línu gætu átt við þurfa íbúar höfuð- borgarsvæðisins ekki bara að fara á einn stað til að sinna flestum erind- um, samanber frá heimili sínu í stóra miðborg. Þeir eru ekki bara að fara frá A til B heldur frá A til B, F, K, P, V o.s.frv. Fara til dæmis úr Grafar- voginum í vinnuna í Kópavogi, til ömmu í Breiðholti, á fótboltaæf- ingu í Vesturbænum, á veitingastað í Garðabæ eða í matarbúð í annars staðar í Grafarvogi. Þessar ferðir vill fólk fara á fjölskyldubílnum frekar en að hlaupa í gegnum rigningu og rok til að bíða eftir hverfisstrætó til að komast að borgarlínunni, bíða eftir henni og bíða svo á næsta áfangastað eftir öðrum hverfis- strætó til að komast í nálægð við staðinn sem verið er að fara á. Kostnaðurinn Óhagkvæm innviðaverkefni á borð við borgarlínuna koma oft sveitar- félögum í kröggur. Landsmenn munu eflaust geta staðið undir framkvæmdinni (gert er ráð fyrir að verkefnið verði að mestu fjár- magnað úr ríkissjóði) en það verður dýrt og mun koma í veg fyrir aðrar skynsamlegri framkvæmdir. Rekstur Strætó hefur undanfarin ár verið fjármagnaður að 70 til 75 prósentum af útsvars- og skattgreið- endum. 2011 gáfu borgaryfirvöld frá sér fjárframlög ríkisins til sam- göngumála í 10 ár gegn milljarðs- stuðningi við strætó á ári. Markmið- ið var að hækka hlutfall þeirra sem nýttu sér strætisvagna. Það hefur ekki gengið eftir. Fyrir hverjar 460 krónur sem strætófarþegar greiða í fargjald leggja skattgreiðendur fram 1.500 krónur. Kostnaðurinn við að leyfa öllum að nota strætó ókeypis væri aðeins brotabrot af kostnað- inum sem farþegar og skattgreið- endur munu bera vegna borgarlínu. Þrengt að umferð Borgarlínunni er ætlað að liggja um helstu samgönguæðar höfuðborgar- svæðisins, vegina þar sem umferðin er mest. Til stendur að leggja tvær akreinar undir línuna, miðakrein- arnar, eina í hvora átt. Ekki er gott að segja hvernig farþegarnir eiga að komast yfir vegina, líklega um brýr eða undirgöng. Einhverjir munu þó alltaf stytta sér leið með því að hlaupa yfir veginn. Sú hugmynd að reyna að leysa umferðarvanda höfuðborgarsvæðis- ins með því að fækka akreinum þar sem álagið er mest hljómar undar- lega en því miður er hún í samræmi við þá furðulegu stefnu sem borg- aryfirvöld hafa fylgt í samgöngu- málum, þ.e. að reyna að þvinga fólk í strætó eða á reiðhjól með því að gera því ókleift að komast leiðar sinnar á fjölskyldubílnum. Fækk- un akreina mun valda enn meiri umferðarteppum en þeim sem nú er við að eiga og þær munu hafa áhrif enn lengra út eftir hliðarvegunum. Svo bætist það við að línustrætó á alltaf að hafa forgang fram yfir aðra umferð. Þegar línustrætó nálgast verður skyndilega lokað fyrir bíla- umferð og það umferðarflæði sem þó næst stöðvast hvað eftir annað tilviljanakennt. Þar sem íbúar annarra hverfa en 101 og nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur sitja fastir í umferð og brenna ofursköttuðu eldsneyti mun blasa við þeim áminning um að þeir hafi líka borgað sérstaklega fyrir að fá að sitja fastir lengur. En einnig munu íbúar á Akureyri, í Fjarða- byggð og alls staðar annars staðar á landinu fá að greiða út í hið óendan- lega fyrri áhuga borgaryfirvalda á að þrengja að umferðinni í Reykjavík. Niðurstaðan Borgarlínan er gríðarlega dýrt verk- efni sem er ekki til þess fallið að leysa vandann heldur gera hann enn verri. Stefna Miðflokksins gengur út á að greina vandann, finna lausnina sem virkar best og hrinda henni svo í framkvæmd. Borgarlínan er nokk- urs konar andstæða þess. Hættuleg áform Borgarlínan er gríðarlega dýrt verkefni sem er ekki til þess fallið að leysa vandann heldur gera hann enn verri. Stefna Miðflokksins gengur út á að greina vandann, finna lausnina sem virkar best og hrinda henni svo í framkvæmd. Borgarlínan er nokkurs konar andstæða þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Samfylkingin hefur sett mennta-mál í borginni í forgang með því að auka framlög um 9 millj- arða að raungildi frá 2014. Forgangs- verkefni er að bæta kjör starfsfólks og vinnuumhverfi og nú liggja fyrir drög að framsækinni menntastefnu Reykjavíkur til 2030 sem þúsundir aðila í skólasamfélaginu hafa tekið þátt í að móta. Leikskólar fyrir börn frá 12 mánaða aldri Samfylkingin hefur einn flokka lagt fram raunhæfa áætlun um hvernig við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Strax í haust fjölgar leikskólaplássum um nærri 200 m.a. með viðbótarhúsnæði við starfandi leikskóla og á næsta ári fjölgar þeim um 200 til viðbótar m.a. með tilkomu nýs Dalskóla. Á árunum 2020-2024 er svo ráðgert að nýir borgarreknir leikskólar rísi á nýbygginga- og þéttingarsvæðum, á Kirkjusandi, í Vatnsmýri, Voga- byggð og víðar. Alls fjölgar leik- skólarýmum um 750-800 og þar með getum við boðið öllum 12 mán- aða börnum og eldri leikskólavist í borginni innan 4-6 ára. Sjö nýjar ungbarnadeildir með sérhæfðri aðstöðu fyrir yngstu börnin bætast við í haust og verða þær þá fjórtán alls í öllum borgarhlutum. Samhliða þessu verður haldið áfram að bæta kjör og vinnuumhverfi kennara og starfsfólks leikskóla og vinna með ríkinu að því að fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám. Öflugra dagforeldrakerfi Við höfum líka skipulagt úrbætur á kerfi dagforeldraþjónustu í samráði við félög dagforeldra í borginni. Þær miða m.a. að því að auka gæði og öryggi þjónustunnar, tryggja hús- næðisstuðning, fagstuðning og fleira til að fjölga dagforeldrum og hvetja þá til að vinna saman í pörum og loks hækka niðurgreiðslur til foreldra. Jöfn tækifæri allra barna Jöfnuður í menntakerfinu er grund- vallarmarkmið okkar jafnaðar- manna og brýnasta hlutverk okkar er að búa svo um hnútana að öll börn hafi jöfn tækifæri til menntun- ar og alhliða þroska en efnahagur og félagsleg staða foreldra setji ákveðn- um börnum ekki stólinn fyrir dyrnar þegar kemur að tækifærum til þátttöku í fjölbreyttu skóla- og frístundastarfi. Mikilvægt er að ein- falda allt fyrirkomulag sérkennslu og stuðnings og gera breytingar á fyrirkomulagi skólaþjónustunnar í þá veru að þjónusta við börn með sérstakar þarfir fari að mestu fram úti í skólunum. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður læknisfræðilegum greiningum. Við viljum fjölga fag- fólki sem starfi við hlið kennara í skólum að því að mæta fjölbreyti- legum þörfum nemenda. Síðast en ekki síst viljum við að aukið fjár- magn renni til skóla í hverfum þar sem er lágt menntunarstig foreldra og hátt hlutfall fólks sem býr við þröngan hag. Metnaðarfull menntastefna Samfylkingarinnar Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs S vandís Svavarsdóttir sagði í viðtali ekki alls fyrir löngu að í ríkisstjórninni sætu tveir hefð- bundnir valdaflokkar en undir for- sæti sósíalista og konu. Ég skil vel stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einn- ig tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hug- sjónum og pólitík. Þau eru reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósí- alismanum en annað er upp á ten- ingnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á hin ýmsu mál er oft önnur en karla, eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Fjármálaáætlun hverrar ríkis- stjórnar er grundvallarplagg, líkt og formaður VG sagði fyrir ári. Ríkisstjórn undir forystu sósíalista og konu veitir hins vegar litla fram- tíðarsýn í nýrri fjármálaáætlun um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta. Að glitt hefði í slíkar hugsjónir í þessu grundvallarplaggi hefði verið dýrmætt. Þarna er tæki- færi til að sýna afgerandi forystu og fá alla með til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um ljós- mæður, kennara, hjúkrunarfræð- inga eða sjúkraliða er að ræða. En í staðinn virðast ráðherrar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Það er í raun merkilegt að ríkis- stjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra að þessi störf verði unnin, eftirspurn verði til að sinna þeim og endalausri óvissu eytt. Þannig styrkjum við bæði mennta- og vel- ferðarkerfið til lengri tíma litið. Þess vegna er einfalt að samþykkja strax þingsályktunartillögu okkar í Við- reisn um að hefja vinnu til að bæta kjör kvennastétta. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valdaflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlaunavottunina og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssamri tregðu til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tæki- færið sem felst í sætinu við borðs- endann. Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki vera háður greiningum. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að hefðbundnum valda- flokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári með jafnlauna- vottunina og þetta sýnir sagan. 1 0 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -6 4 D C 1 F B D -6 3 A 0 1 F B D -6 2 6 4 1 F B D -6 1 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.