Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 22
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Róbert, Árni og Valur Rafn taka vel á móti viðskiptavinum í versluninni á Suðurlandsbraut 32. myndIR/SIGTRyGGUR ARI CUBE Litening C68 frá 2018, eitt af mörgum vönduðum CUBE hjólum sem fást í TRI VERSLUn. TRI VERSLUN selur úrval vand-aðra reiðhjóla frá þýska fram-leiðandanum CUBE og alla nauðsynlega aukahluti, fatnað og þjónustu fyrir hjólreiðafólk. Versl- unin býður einnig upp á trainera frá TACX, sem gera fólki kleift að hjóla innandyra í stafrænum sýndarveru- leika, svo það sé hægt að æfa hvar og hvenær sem er. TRI VERSLUN vill auk þess sýna samfélagslega ábyrgð með því að aðstoða íslenska lands- liðið á HM í sumar. Vönduð hjól fyrir alla „TRI VERSLUN er orðin nokkuð þekkt verslun og fólk er farið að vita af okkur. Við seljum allar tegundir reiðhjóla frá CUBE, þannig að þetta er góður staður til að koma og kaupa hjól, hvort sem þú ert að leita að barnahjóli, ferðahjóli, götuhjóli eða fjallahjóli,“ segir Valur Rafn, markaðsstjóri TRI. „Við bjóðum upp á margar tegundir reiðhjóla og vitum alveg helling um reið- hjól. Við getum veitt fólki ráðgjöf varðandi hvaða hjól hentar fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Við bjóðum svo auðvitað einnig upp á vandaðri og dýrari gerðir hjóla fyrir þá sem vilja keppa og nota hjólin sem líkamsræktartæki, en sá hópur hefur stækkað mest á Íslandi og er áberandi í fréttum og umfjöllun fjölmiðla. CUBE, sem er þýskt merki, hefur verið í miklum vexti bæði erlendis og hérna heima síðustu ár. CUBE hjólin sáust til dæmis í Tour de France í fyrsta skiptið á síðasta ári. Það að fá að vera með í keppninni er ákveðin viðurkenning fyrir merkið og við höfum fundið fyrir því að fólk veit af þessu,“ segir Valur Rafn. „Rafmagnshjólin frá CUBE eru vinsæl í Evrópu og við höfum ákveðið að bjóða upp á mikið úrval rafmagnshjóla frá CUBE. Við erum með meira en tólf gerðir af raf- magnshjólum í boði og því er hægt að velja hjól sem hentar hverjum og einum,“ segir Valur Rafn. „Við erum til dæmis með vandað CUBE rafmagnshjól á 319.990 kr., þannig að það er hægt að fá mjög vandað og gott rafmagnshjól fyrir þá upp- hæð. Hjólið kemur vel útbúið og með svokölluðum hjálparmótor frá Bosch. Hjólin þola vel íslenskar aðstæður og þetta vitum við því við erum búnir að prófa hjólin hérna heima.“ Úrval aukahluta og þjónustu „Svo erum við líka með mjög mikið af aukahlutum. Við erum með bretti, standara, dekk, festingar, flöskur, lása, ljós, hraðamæla, alls konar verkfæri, pedala, pumpur og gjarðir fyrir götuhjól frá mjög flottu merki sem heitir Rolf Prima. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval hjólreiða- fatnaðar frá Louis Garneau,“ segir Valur Rafn. „Á þessu ári tökum við þátt í framleiðslu á yfir þrettán sérmerktum búningum frá Louis Garneau fyrir hópa og fyrirtæki, sem er mjög stórt verkefni þegar horft er til þess að við bjóðum hópunum að koma til okkar í mátun. Við bjóðum upp á fitkit og þannig er hægt að finna réttar stærðir. Við getum í rauninni útvegað allt það besta í bransanum og svo erum við líka með verkstæði sem sinnir við- gerðum og samsetningu. TRI VERK- STÆÐI er fullbúið verkstæði og tekur allar tegundir hjóla í viðgerðir. Við bjóðum líka upp á bike- fitting, sem er nákvæm mæling á því hvernig á að stilla hjólið fyrir hvern og einn, hvaða stærð hentar og hvaða hjól viðkomandi ætti að kaupa,“ segir Valur Rafn. „Við erum með mjög vandað kerfi frá bikefitt- ing.com og bjóðum upp á „static fitt- ing“, „dynamic fitting“ og „pedaling analyzer“. Við fórum í rauninni alla leið með þessar mælingar, sem hafa reynst mjög vel fyrir þá sem vilja nota hjólið mikið eða nota hjólreiðar sem líkamsrækt og fara í langar ferðir,“ segir Valur Rafn. „Við teljum að vöxturinn sem hefur orðið í þeim hópi síðustu ár sé bara rétt að byrja.“ ný tækni leyfir æfingar allt árið „Við sérhæfum okkur líka í svo- kölluðum trainerum frá hollenska merkinu TACX. Þessi tækni hefur þróast hratt á síðustu árum og er orðin mjög vinsæl,“ segir Valur Rafn. „Trainerar eru mjög góðir fyrir þá Íslendinga sem vilja ná langt í hjólreiðum, því stóran hluta ársins hjóla menn á götuhjólum inni. Yfir vetrartímann koma þessar græjur því í góðar þarfir. Þú tekur afturdekkið af hjólinu, setur það á trainer, festir iPad eða snjallsíma á stýrið, skráir þig inn í forrit og ferð að hjóla stafrænt,“ útskýrir Valur Rafn. „Þá fer í gang grafískt viðmót sem sýnir þig inni í forritinu með öðrum hjólreiða- mönnum í því umhverfi sem þú velur þér að hjóla í. Svo geturðu mætt á æfingar, keppt og safnað stigum til að sanna þig. Þegar þú hefur gert það geturðu síðan fengið nýtt hjól og uppfært það og fatnaðinn þinn og tekið þátt í alls konar keppnum inni í forritinu, eða leiknum, því þetta er í raun eins og tölvuleikur. Þetta er góð og skemmtileg leið til að æfa og það eru meira að segja til sérstakir atvinnumenn í þessu,“ segir Valur Rafn. „Við vorum ekki alveg vissir með þessa tækni fyrst en hún hefur blómstrað og er nú orðin viðurkennd viðbót við hefðbundna þjálfun sem allir atvinnumenn nýta.“ Í samstarfi við landsliðið í fótbolta „Við erum núna að fara af stað með skemmtilegt verkefni í samstarfi við íslenska landsliðið í fótbolta sem tengist heimsmeistaramótinu í næsta mánuði. CUBE hefur unnið svipað verkefni með þýska lands- liðinu í fótbolta,“ segir Valur Rafn. „Verkefnið gengur út á að við útvegum íslensku landsliðsmönn- unum okkar sérmerkt hjól. Þau verða með sérvalið útlit og merkt hverjum og einum leikmanni. Þetta verður gert í samstarfi við CUBE í Þýskalandi og hjólin verða send þaðan til Rússlands, en þar koma landsliðsmennirnir svo til með að nota þau í sinni þjálfun á milli leikja á mótinu. Við ætlum svo að taka þetta skref- inu lengra. Okkur langar að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að fá nokkur af þessum hjólum árituð af leikmönnum og starfsmönnum landsliðsins og bjóða hjólin upp,“ segir Valur Rafn. „Við látum svo alla peningana fara til góðgerðarmála og ætlum að biðja landsliðið um að ákveða hvaða málefni verður styrkt. Við erum spenntir fyrir þessu verk- efni og hlökkum til að geta hjálpað landsliðsmönnunum okkar með undirbúning sinn fyrir leikina á HM, þó ekki sé nema að litlu leyti.“ Nánari upplýsingar má finna á www.tri.is, undir „TRI VERSLUN“ á Facebook, Instagram og Twitter og í versluninni, sem er á Suðurlands- braut 32, 108 Reykjavík. TRI VERSLUN , SPORTVER á Akureyri & Vaskur á Egilsstöðum eru sam- starfsaðilar. Við seljum allar tegundir reiðhjóla frá CUBE, þannig að þetta er góður staður til að koma og kaupa hjól, hvort sem þú ert að leita að barnahjóli, ferðahjóli, götuhjóli eða fjallahjóli. Valur Rafn 2 KynnInGARBLAÐ FÓLK 1 0 . m A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -7 8 9 C 1 F B D -7 7 6 0 1 F B D -7 6 2 4 1 F B D -7 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.