Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 24

Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 24
Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt. Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott sumarföt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Föstudagsfjör 20% afsláttur af öllum stuttermabolum Cooldesign verður hjá okkur með pop-up á morgun, föstudag. Lukkuleikur! Lokað í dag Spennandi tækifæri Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir. MYND/ LEIFUR WILBERG Norea Persdotter Wallstrom. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Fyrr í vetur tóku nokkrir nem-endur fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands þátt í samstarfsverkefni og alþjóðlegri hönnunarkeppni á vegum hins virta Cristóbal Balenciaga safns á Spáni sem heitir í höfuðið á hinum þekkta spænska hönn- uði og stofnanda tískuhússins Balenciaga. Tveimur nemendanna, Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur og Noreu Persdotter Wallstrom, var nýlega tilkynnt að þær hefðu verið valdar til að sýna verk sín á sérstakri sýningu í Balenciaga safninu um miðjan júní ásamt tólf öðrum vinningshöfum frá nokkrum ólíkum listaháskólum víða um heim. Mikil upphefð Sólveig segir valið töluverða upphefð fyrir þær enda tóku nemendur úr mörgum þekktum skólum á sviði fatahönnunar þátt, m.a. Central Saint Martins í London, The Royal Danish Aca- demy of Fine Arts í Kaupmanna- höfn, Design and Arts í Ísrael, Seika Kyoto University í Japan og Parsons the New School of Design í New York. „Upphafið má rekja til þess að í lok annars árs var bekknum boðið að taka þátt í keppninni fyrir hönd Listahá- skólans. Okkur þótti þetta auð- vitað mjög spennandi og virkilega gott tækifæri og þáðum það með þökkum. Við fengum sjö vikur í byrjun þriðja árs til að vinna að verkefninu sem var bæði krefjandi og skemmtilegt.“ Sýna nokkrar flíkur Fimm nemendur úr bekknum tóku þátt og sendu möppur sínar út til Spánar sem útskýrðu og sýndu ferli hvers og eins nemanda, lokaútkomu og lokaljósmyndir. Verkefnið ber titilinn „The Revolution of the Silhouette“ og fengu allir skólarnir sjö vikur til að hanna og sauma eitt sett að sögn Noreu. „Hvert sett átti að nýta fagurfræði eða aðferðir Cristobal Balenciaga sem innblástur. Við hönnuðum þrjár flíkur hvor í sett og hlökkum við mikið til að sjá þær á sýningunni í sumar ásamt hinum verkunum. Einnig verður gaman að kynnast hinum nem- endunum og mynda tengsl við þá og skólana þeirra.“ Tveir nemendur fatahönnunar- deildar Listahá- skóla Íslands hafa verið valdir til að sýna á sérstakri sýningu í Cristóbal Balenciaga safn- inu á Spáni í júní. MYND/VIÐAR LOGI KRISTINSSON MYND/VIÐAR LOGI KRISTINSSON 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -8 C 5 C 1 F B D -8 B 2 0 1 F B D -8 9 E 4 1 F B D -8 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.