Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 25

Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 25
Stórborgin London býður upp á fjölmargar verslanir sem selja notuð föt. Þær vin- sælustu njóta mikilla vinsælda hjá ólíkum hópum á öllum aldri allan ársins hring enda hafa þær margar verið starfræktar í mjög langan tíma. Ein sú lífseigasta og vinsælasta er verslunin Beyond Retro sem er á fjórum stöðum í borginni og raunar líka í nokkrum borgum í Svíþjóð. Í rúmlega áratug hafa þær boðið upp á mikið úrval af alls konar retro fatnaði fyrir konur og karla auk úrvals fylgihluta á borð við sól- gleraugu, töskur, skartgripi, hatta, bindi og belti. Allar vörur í verslunum Beyond Retro eru keyptar hjá góðgerðar- samtökum, sem hafa fengið þau gefins, eða af endurvinnslu- stöðvum. Þessi endurvinnsla er því um leið ein af mikilvægum tekju- lindum viðkomandi góðgerðar- samtaka. Tónleikar og listasýningar eru auk þess reglulega haldnar í verslunum Beyond Retro og því er óhætt að mæla með heimsókn þangað. Nánar á beyondretro.com. Retro London Jennifer Lopez var glæsileg í Balmain-kjólnum sínum á Met Gala. NORDICPHOTOS/GETTY Fötin frá franska lúxus tísku-húsinu Balmain sem prýddu stjörnur á Met Gala samkom- unni síðasta mánudag verða seld á uppboði til að safna fé fyrir góð- gerðarsamtökin RED, sem berjast gegn alnæmi í Afríku. Tískuhúsið Balmain klæddi nokkrar stórar stjörnur fyrir Met Gala samkomuna, einn stærsta tískuviðburð ársins, sem fór fram á mánudagskvöld í New York. Meðal þeirra sem klæddust fatnaði frá Balmain voru Jennifer Lopez, sem sló í gegn í glæsilegum og mikið skreyttum kjól, Natasha Poly, Juliette Binoche, Trevor Noah, Julia Stegner og Natalia Vodianova. Nú verður hægt að eignast föt þeirra allra á uppboðinu. Það er Olivier Rousteing, hönn- unarstjóri Balmain og hönnuður fatanna, sem stendur fyrir uppboð- inu. Hugmyndin er að safna fé fyrir góðgerðarsamtökin RED og um leið að vekja athygli á starfi þeirra. Lágmarksboð í kjól Jennifer Lopez er um 693 þúsund krónur og ódýrasta flíkin fer fyrir um 208 þúsund krónur að lágmarki, svo uppboðið á væntanlega eftir að skila ágætis upphæð til þessa góða málefnis. Uppboðið stendur yfir til 21. maí og er að finna á vefsíðunni ifonly.com. Balmain-kjólar frá Met Gala á uppboði Það var mikið sjónarspil að horfa á dýra kjólinn hennar Elinu frá Eist- landi. NORDICPHOTO/GETTY Margar Evrópuþjóðir leggja mikinn metnað í sviðs-framkomu í Eurovision- keppninni og kosta miklu til. Hvort það skili söngvurum í loka- keppnina er óvíst en það gerðist þó með eistnesku söngkonuna Elinu Nechayeva. Kjóllinn vakti mikla athygli en hann mun hafa kostað 65 þúsund evrur eða rétt tæpar átta milljónir króna. Elina fór langt yfir kostnaðaráætlun hvað kjólinn varðar og forsvarsmenn sjón- varpsstöðvarinnar ERR í Eistlandi eru ekki par hrifnir af tiltækinu. Mætti í raun segja að örvænting hafi brotist út þegar greint var frá kostnaðinum við kjólinn. Menn höfðu vonast til að eist- neska ríkisstjórnin myndi hlaupa undir bagga og styrkja Elinu og sjónvarpsstöðina en ráðherrar hafa útilokað slíkt. Aðrir mögu- leikar til fjármögnunar hafa ekki gengið upp. Elina hefur leitað eftir fjárhagsaðstoð hjá kaupsýslu- manninum David Pärnametsa en sjónvarpsstöðin er ekki hrifin af þeirri leið. Sem betur fer komst Elina áfram upp úr undanúrslit- unum í dýra kjólnum sem mun vera annar dýrasti kjóll sem birtist fólki á skjánum á þessu ári. Hinn er brúðarkjóll Meghan Markle sem mun kosta 400 þúsund sterlings- pund eða rúmlega 55 milljónir króna. Eistland hefur einu sinni unnið Eurovision-keppnina en það var árið 2001. Næstdýrasti kjóllinn í sjónvarpi 2018? Sumarnámskeið Tilvalin til að kynna sér dansnám hjá JSB Nánari upplýsingar á www.jsb.is Skráning hafin í síma 5813730 og á jsb.felog.is JAZZBALLETT FYRIR 6 – 8 ÁRA, 9 – 11 ÁRA OG 12 – 14 ÁRA Tímabil: 28. maí – 20. júní. 4 vikna námskeið 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum. 60 mín. tímar fyrir 6 ‒ 8 ára kl. 17:30, 9 ‒ 11 ára kl. 16:30, 12 ‒ 14 ára kl. 15:30. Verð: 14.000 kr. JAZZ, KLASSÍSKUR BALLETT OG NÚTÍMADANS Tímabil: 8. – 17. ágúst. Krefjandi dansnámskeið fyrir framhaldsnemendur 14 ára og eldri. Tilvalin til að koma sér af stað eftir sumarfrí. 2x 90 mín. kennslustundir á dag. DANS– & LEIKJANÁMSKEIÐ FYRIR 3 – 5 ÁRA Dans, leik- og sköpunargleði í fyrirrúmi. Tímabil: 29. maí – 21. júní. 4 vikna námskeið 1x í viku á þriðjudögum eða fimmtudögum. 45 mín. tímar kl. 16:45 eða 17:30. Verð: 9.500 kr. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 1 0 . m a í 2 0 1 8 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -8 C 5 C 1 F B D -8 B 2 0 1 F B D -8 9 E 4 1 F B D -8 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.