Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 26
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Erna Hörn Davíðsdóttir útskrifaðist sem förðunar­fræðingur frá MASK Makeup & Airbrush Academy á síðasta ári. Hún hefur lengi haft áhuga á förðun og var ákveðin í að læra fagið þegar hún hefði lokið stúd­ entsprófi frá Menntaskólanum við Sund. „Ég veit ekkert skemmtilegra en að mála, hvort sem það er and­ lit eða á blaði,“ segir Erna Hörn brosandi en hún vinnur hjá Urban Decay á Íslandi við sitt fag. „Núna er í tísku að vera með einfalda en ýkta augnförðun og aðallitirnir eru bláir, túrkis og appelsínugulir tónar. Svo er alltaf klassískt að nota brúna og brons­ aða liti. Varalitirnir verða í ljósum, bleikum og brúnum tónum og svo er flott að vera með bjarta liti yfir sumarið, eins og órans og ferskju­ liti. Þá verða kinnalitir í ferskjulit­ um áberandi en þeir gefa frísklegt útlit,“ segir Erna Hörn, sem fylgist vel með nýjum straumum í förðun. Ljómandi húð Andlitsfarði, eða meik, verður í léttari kantinum í sumar og áhersla lögð á ljómandi og nátt­ úrulegt útlit húðarinnar, að sögn Ernu Harnar. Þá detta mattir varalitir út og í staðinn koma glansandi varagloss. „Sólarpúður er alltaf vinsælt og ég mæli klár­ lega með að nota það til að fá ferskt útlit. Brúnkukrem eru líka vinsæl, enda eru Íslendingar alltaf að leitast eftir því að vera brúnir og ferskir. Hins vegar má alls ekki gleyma að vernda húðina fyrir sólinni með góðri sólarvörn,“ segir hún. Til að fá frísklegt og náttúrulegt útlit mælir Erna Hörn með að nota góðan rakagrunn og bera síðan andlitsfarða á húðina. „Mér finnst fallegt að draga sólarpúður niður með kinnbeinunum og jafnvel Einföld en ýkt augnförðun og bjartir litir ríkjandi Erna Hörn Davíðsdóttir förðunarfræðingur segir bláa, túrkís og appelsínugula liti áberandi í augn- förðuninni í sumar og ljósir, bleikir og brúnir tónar verða vinsælir í varalitum. Kinnalitirnir koma í ferskjulitum og farðinn verður léttur og gefur húðinni ljómandi og náttúrulegt útlit. Erna Hörn lét drauminn rætast og lærði förðun. MYNDRi/ERNiR Erna Hörn segir nauðsynlegt að eiga gott rakakrem í snyrtiveskinu, léttan farða, hyljara, litlaust púður, sólarpúður, kinnalit og góðan maskara. Þá eru góðir burstar mikið þarfaþing. Svo er gott að eiga augnskuggapallettu. setja aðeins á nefið og augnlokin. Það kemur vel út að setja síðan kinnalit á kinnarnar og draga hann upp með kinnbeinunum.“ Grunnur að dagförðun Hver er grunnurinn að góðri dagförðun, skref fyrir skref? „Ég byrja alltaf á að setja á mig Instant Moisture Glow frá YSL til að veita húðinni góðan raka. Svo set ég one & done, léttan farða frá Urban Decay, yfir andlitið með þéttum farðabursta og síðan Naked skin hyljara undir augun. Ég nota rakan svamp til að blanda öllu vel saman. Því næst set ég Illuminizer púður yfir húðina til að fá góðan ljóma og „setja“ hyljarann. Síðan nota ég skyggingu og gef húðinni lit með sólarpúðri, fríska hana upp með kinnalit og set highlighter á kinnbeinin, í augnkrókinn, aðeins á nefið og á efri vörina. Ég fylli oft aðeins inn í augabrúnirnar með dip brow frá Anastasia Beverly Hills og „festi“ þær með augnbrúnageli frá Benefit. Ég set oft örlítið af ljós­ brúnum augnskugga neðst á augn­ lokin og blanda honum upp. Loks bretti ég augnhárin og ber Helena Rubinstein CC maskarann á þau.“ Gott rakakrem nauðsynlegt Erna Hörn segir nauðsynlegt að eiga gott rakakrem í snyrtiveskinu, léttan farða, hyljara og litlaust púður. „Það er líka gott að eiga sólarpúður og kinnalit og einnig góðan maskara. Góður farðabursti er nauðsynlegur en það er líka gott að eiga sérstakan bursta fyrir púður, einn flatan augnskugga­ bursta og einn blöndunarbursta. Svo er líka alltaf gott að eiga eins og eina fallega augnskuggapallettu.“ Þegar Erna Hörn er spurð hvaðan hún fái hugmyndir að flottri förðun segist hún leita að innblæstri á Pinterest og Insta­ gram. „Ég er búin að koma mér upp góðu safni af hugmyndum að flottri förðun. Ég fylgist mest með fólki á Instagram, eins og t.d. Lindu Hallberg, Makeup by Mario, sem er förðunarfræðingur Kim Kardash­ ian, Karen Sarahii, Manny mua, Kylie Jenner og svo miklu fleirum. Í mesta uppáhaldi hjá mér eru kels­ ey annaf og dausell á Instagram.“ Viltu verða rekstrarfulltrúi? Nýtt tækifæri fyrir þig! Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut • Er langt síðan þú varst í skóla? • Hefur þig lengi langað að drífa þig í nám en ekki þorað? • Áttu slæmar minningar frá fyrri skólagöngu? Vel menntaðir og áhugasamir kennarar, góð aðstaða, mikil reynsla og afslappað andrúmsloft. Þessi braut veitir mörg tækifæri á vinnumarkaði og til frekara náms. Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut er þriggja anna braut með tengingu við vinnustaði. Aðaláhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Í lok námsins fá nemendur diploma sem rekstrarfulltrúi. Kennsla hefst í ágúst 2018. Nánari upplýsingar gefur Inga Karlsdóttir, fagstjóri í síma 594 4000/8244114 eða inga.karlsdottir@mk.is 6 KYNNiNGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -8 7 6 C 1 F B D -8 6 3 0 1 F B D -8 4 F 4 1 F B D -8 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.