Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 34
Ása Guðný á nýlegu námskeiði Sjóvár. MYND/VALTÝR BJARKI VALTÝSSON Það er tvennt ólíkt að hjóla í hópi eða einn. Þá ber maður ábyrgð á sjálfum sér en líka þeim sem eru í kringum mann og þarf að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ása sem leiðbeinir í sumar á nám­ skeiðum sem haldin eru á vegum Sjóvár. Þar er farið yfir öryggisatriði sem hjólreiðafólk þarf að hafa á hreinu í keppnum og samgöngu­ hjólreiðum. „Nú er orðið æ vinsælla að taka þátt í keppnishjólreiðum en margir sem skrá sig til þátttöku hafa litla sem enga reynslu af því að hjóla í hópi. Til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum þarf því að læra hvernig á að bera sig að og gott er að byrja í minni keppnum fyrst og kynna sér vel reglur í viðkomandi keppni,“ segir Ása. Fyrsta námskeiðið fór fram um síðustu helgi en þar fóru Ása og Þorvaldur Daníelsson, oft kenndur við Hjólakraft, yfir helstu öryggis­ atriði þegar margir hjóla saman. „Það er að mörgu að huga. Bendingar og önnur samskipti þarf að læra, að geta látið vita af holum, beygjum, glerbrotum og öðrum hindrunum á leiðinni. Þá er mikil­ vægt að staðsetja sig rétt í byrjun, hafa allan búnað í lagi, ekkert laust og ekkert í eyrunum. Einnig þarf að halda góðu jafnvægi, hjóla jafnt og bremsa ekki snögglega, geta sleppt hönd af stýri og hætta ekki skyndi­ lega að hjóla, sem getur hæglega valdið slysi,“ útskýrir Ása. Brýnt að öðlast rétta færni Ása Guðný tók fyrst þátt í keppnis­ hjólreiðum í Bandaríkjunum árið 2003 en árið 2007 á Íslandi. „Þótt ég hafi verið lengi að er ég enn að læra. Framan af voru hér fáar keppnir og litlir hópar. Nú er aukningin orðin mikil og kröfurnar meiri, sem betur fer. Sportið er nýtt hér heima og aðstæður aðrar en víðast hvar ytra og margt sem þarf að læra og ber að varast.“ Vegna aukinna almenningshjól­ reiða og vankunnáttu í hóphjól­ reiðum hafi slys aukist. „Fólk í góðu hjólaformi þarf líka að öðlast færni í að hjóla í hóp,“ segir Ása og hvetur hjólreiðafólk sem ætlar til keppni að mæta á útiæfingar hjá hjólreiðafélögum. „Til að æfa sig að hjóla á götunni og vita hvernig á að bera sig að í umferðinni. Allt snýst það um tillitssemi og aðgát til að forða slysum á sjálfum sér og öðrum. Í umferðinni er maður berskjald­ aður og þarf að vera vel vakandi, kunnandi á aðstæður og láta vita vel af sér. Oftast heldur maður sig hægra megin götunnar en í ýmsum aðstæðum er maður öruggari úti á miðri akrein til að geta brugðist við bílaumferð inn á götuna til hægri og bílum sem bakka út úr bíla­ stæðum eða þeim sem verið er að opna,“ útskýrir Ása. Hún hefur margsinnis hjólað ein um þjóðvegi landsins þar sem bílar með tengivagna hafa tekið fram úr en fært sig aftur inn á sína akrein áður en þeir eru komnir að fullu fram hjá henni. „Tillitssemi er lykilatriði hjá öllum í umferðinni, hvort sem þeir eru akandi, hjólandi eða gangandi, og hún er sérstaklega mikilvæg þar sem umferð er hröð eins og úti á þjóðvegum. Því vantar meiri fræðslu til ökumanna gagnvart hjólreiðafólki. Ökumenn stórra ökutækja virðast ekki alltaf gera sér grein fyrir hversu óþægilegt það er að fá þá nálægt sér og of margir bílstjórar vita ekki hvernig bregðast á við hjólandi umferð. Úr þessu þarf að bæta því hjólreiðar fara síst minnkandi og eru komnar til að vera. Ekki síst samgönguhjól­ reiðar sem eru mikilvægt skref í að minnka kolefnisfótspor okkar. Því verðum við öll að vera vel vakandi, taka tillit til náungans og sýna hvert öðru virðingu.“ Á sama hátt þurfi hjólreiðafólk að kunna sig gagnvart gangandi vegfarendum. „Við getum notað sameiginlega hjólastíga til að komast á hjóla­ æfingar og rúlla þá rólega um en ef við ætlum að hjóla hratt eigum við skilyrðislaust heima á götunni.” Ekki plássfrek heldur örugg Ása er í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem líkt og fleiri hjólreiðafélög bjóða æfingar fyrir almenning. „Ef ætlunin er að stunda hóp­ eða keppnishjólreiðar er brýnt að mæta reglulega á æfingar. Við höfum ekki mikil tækifæri til æfinga annars. Þá er gott að fá leiðbeiningar frá þjálfurum sem þekkja vel til eða fara fyrst á námskeið eins og hjá Sjóvá. Í hóphjólreiðum er alltaf hjólað í þvögu og til þess eru ýmsar leiðir. Oft hjólar fólk hlið við hlið til að verjast hliðarvindi og þá gæti litið út fyrir að við séum pláss­ frek en ökumenn þurfa að átta sig á að oftast er það gert af gildum öryggisástæðum.“ Hóphjólreiðar þarf að læra Ása Guðný Ásgeirsdóttir hefur mikla reynslu af keppnishjólreiðum. Í sumar sér hún um námskeið á vegum Sjóvár þar sem farið er yfir það sem hafa þarf í huga þegar hjólað er í hóp. Vigfús M. Vigfússon er vörustjóri persónutrygginga hjá Sjóvá. MYND/ERNIR Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri persónutrygginga hjá Sjóvá, hvetur hjólreiðafólk til að fara vel yfir tryggingar sínar enda sé að ýmsu að huga þar. „Það fara sífellt fleiri ferða sinna á hjóli og stunda jafnvel hjól­ reiðar sem líkamsrækt, sem er afar ánægjulegt. Því miður hefur slysum á hjólreiðafólki hins vegar fjölgað samhliða þessu, sem undirstrikar mikilvægi þess að við hugum vel að öryggismálum og tryggingum,“ segir Vigfús. Fjölskylduvernd Sjóvár inni­ heldur meðal annars innbústrygg­ ingu, slysatryggingu í frítíma og ábyrgðartryggingu. „Fjölskyldu­ vernd er afbragðs trygging fyrir alla almenna hjólreiðamenn, “ upplýsir Vigfús. „Hún felur í sér tryggingu á reiðhjólum, ásamt slysatrygg­ ingu fyrir hjólreiðamanninn og ábyrgðartryggingu ef hann veldur öðrum tjóni. “ Hægt að sértryggja dýrari hjól „Sjóvá býður upp á þrjár útfærslur af Fjölskylduvernd og eru hámarks­ bætur vegna reiðhjóla þá mismun­ andi háar eftir því hvað fólk tekur víðtæka tryggingu,“ útskýrir Vigfús. „Við mælum með að þeir sem eiga dýrari hjól og búnað kaupi Reiðhjólatryggingu sem tekur mið af verðmæti búnaðarins.“ Vigfús segir að Reiðahjólatryggingin henti einnig þeim sem taka hjólin með sér til útlanda. Afreksíþróttir og jaðarsport Keppnisíþróttir voru lengi vel undanskildar í slysatryggingu í frítíma en Vigfús segir þetta hafa breyst í samræmi við breytta hegðun almennings. „Þátttaka í hvers kyns keppnum Tryggingar hjólreiðafólks Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Mikilvægt er að þeir sem hjóla gangi úr skugga um að þeir séu með fullnægjandi tryggingar fyrir sig og búnað sinn. Í dag undanskilur slysatrygging í frítíma í Fjölskylduvernd slys sem vátryggðir 16 ára og eldri verða fyrir í keppni eða við æfingar fyrir keppni í afreksíþróttum. Með afreksíþróttum er hér átt við einstaklings- og liðsíþróttir, sem æfðar eru reglulega undir leið- sögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Tryggingin nær þannig til almenningsþátttöku í æfingum og keppni í golfi, götuhjólreiðum og víðavangs- eða götuhlaupi svo og öðrum íþróttum þar sem almenn- ingi gefst kostur á þátttöku án sérstakra skilyrða. Þeir sem iðka íþróttir sér til ánægju og heilsubótar og keppa í þeim af og til þurfa því ekki að slysatryggja sig sérstaklega fyrir keppni, ef þeir eru með slysa- tryggingu í frítíma í Fjölskyldu- vernd Sjóvár. er orðin mun algengari en áður var, sama hvort um er að ræða hlaup í maraþoni eða þátttöku í hjólreiða­ keppni. Við breyttum því skil­ málum Fjölskylduverndar þannig að nú eru almennir þátttakendur tryggðir í keppnum.“ Afreksfólk þarf hins vegar að tryggja sig sérstaklega, með hlið­ sjón af iðkun hvers og eins. „Það sama má segja um þá sem stunda jaðaríþróttir, eins og fjalla­ hjólreiðar utan skilgreindra vega. Þeir geta tryggt sig sérstaklega. Þannig endurspeglar Fjölskyldu­ verndin hegðun hins almenna hjólreiðamanns og slysatrygging þeirra sem stunda jaðaríþróttir eða keppnisíþróttir tekur mið af þeirra iðkun. Hjólreiðafólk getur þannig verið tryggt fyrir því ef það slasast eða verður fyrir tímabundnu eða varanlegu starfsorkutapi, sama hvernig hjólreiðar það stundar,“ útskýrir Vigfús. Á sama hátt þurfa þeir sem fara til útlanda til að hjóla, ýmist til að keppa eða sér til yndisauka, að huga sérstaklega að slysatrygg­ ingum. „Það þarf að skoða hversu víðtækar slysatryggingar maður er með, hvar þær gilda í heim­ inum og hversu lengi. Þá er líka mikilvægt að vera með ferðatrygg­ ingar sem greiða kostnað vegna læknisaðstoðar erlendis og kynna sér hversu víðtækar kortatrygg­ ingarnar eru.“ Ábyrgð hjólreiðafólks Vigfús vekur athygli á að hjólreiða­ fólk geti einnig valdið öðrum tjóni. „Þá þarf að hafa í huga að það er ekki skylda að ábyrgðartryggja hjól líkt og bíla. Ef hjólreiðamaður hjól­ ar til dæmis á gangandi vegfaranda getur hann orðið skaðabótaskyldur fyrir tjóninu. Ábyrgðartryggingin í Fjölskylduvernd nær til slíkra tilvika, svo lengi sem tjóninu hefur ekki verið valdið af gáleysi.“ Vigfús undirstrikar að lokum mikilvægi þess að hjólreiðafólk hafi nauðsynlegan öryggisbúnað á hjólum sínum og minnir á að umferðaröryggi sé á ábyrgð allra vegfarenda. Sjóvá er í Kringlunni 5. Sími 440 2000. Sjá nánar á sjova.is Þátttaka í keppn- um er orðin algeng- ari en áður var og því breyttum við skilmálum Fjölskylduverndar og tryggjum nú almenna þátttakendur í keppnum. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÚT AÐ HJóLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -5 1 1 C 1 F B D -4 F E 0 1 F B D -4 E A 4 1 F B D -4 D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.