Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 35

Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 35
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það eru fjórum sinnum fleiri hjól en bílar í Amsterdam. NORDICPHOTOS/GETTY Allir sem heimsækja Amster-dam eða aðrar hollenskar borgir sjá að þar er einstök hjólreiðamenning. Það ferðast svo margir um á hjóli að gangandi vegfarendur og bílar eru oft í minnihluta, hvarvetna sér maður langar raðir af hjólum sem er búið að leggja og bæði ungir sem aldnir nýta endalausa hjólastíga borgar- innar til að komast leiðar sinnar í stað þess að keyra. Fyrir vikið fá þau góða hreyfingu og sleppa því að menga. Margir öfunda Amsterdam og aðrar hollenskar borgir af þessari sérstöku menningu, en hún er afleiðing af ötulli baráttu öflugra þrýstihópa borgara, sorglegum slysum og hugarfarsbreytingu sem tók nokkra áratugi að knýja í gegn. Fararskjóti fortíðarinnar Fyrir seinni heimsstyrjöld voru hjólreiðar einn aðalferðamáti Hol- lendinga, þannig að þeir státuðu af ríkri hjólreiðahefð sem seinni tíma árangur hefur byggt á. Á tímum seinna stríðs urðu hjólreiðar svo líka nokkurs konar mótspyrna Hollenska hjólreiðaundrið Í Hollandi er einstök og öfundsverð hjólreiðamenning sem byggir á gömlum arfi en mótaðist á seinni hluta síðustu aldar eftir öfluga baráttu þrýstihópa og stórfellda hugarfarsbreytingu þjóðarinnar. gegn hersetu Þjóðverja og hjól- reiðamenn gerðu í því að flækjast fyrir og gera líf hersetuliðsins eins erfitt og hægt var. En eftir stríðið, á 6. og 7. áratug síðustu aldar, litu Hollendingar á bílinn sem fararskjóta framtíðar- innar og hann tók yfir sífellt stærri hluta af hollenskum borgum. Á þessum tíma var lítið tillit tekið til hjólreiðamanna og margir þeirra viku fyrir bílaumferðinni. Á milli sjötta áratugs og þess áttunda fækkaði ferðum sem voru farnar á hjóli í Amsterdam frá 80% niður í 20%. Fleiri höfðu efni á bílum en áður og notkun á hjólum minnkaði um 6% á hverju ári. Almennt gerði fólk ráð fyrir að þau myndu brátt heyra sögunni til. Harmleikir ollu mótmælum En árið 1971 náðu umferðarslys hámarki með 3.300 dauðsföllum. Þar af létust fleiri en 400 börn. Þessir harmleikir höfðu mikil áhrif á hollensku þjóðina og leiddu til stofnunar tveggja áhrifamikilla þrýstihópa, „Stöðvið barna- morðin“ og „Samtök hollenskra hjólreiðamanna“. Hóparnir stóðu fyrir mótmælaaðgerðum til að fá stjórnvöld til að taka tillit til hjól- reiðamanna og náðu að lokum eyrum ráðamanna. Margt hjálpaðist að En það var ekki bara öflug barátta þessara aðgerðasinna sem breyttu umferðinni í Hollandi. Landið er flatt og loftslagið milt, svo þar hefur lengi verið mikil hjólreiða- hefð. Öll þessi dauðsföll ollu líka stjórnmálamönnum áhyggjum og fólk var að vakna til vitundar um mengunina sem fylgir bílaút- blæstri. Árið 1973 varð olíukreppa vegna innflutningsbanns frá Sádi-Arabíu og olíuverð í Hollandi fjórfaldaðist. Forsætisráðherra Hollands flutti ræðu í sjónvarpinu þar sem hann hvatti Hollendinga til að breyta lífsstíl sínum og spara orku af fullri alvöru og ein þeirra aðgerða sem var gripið til var að hafa bílalausa sunnudaga. Margt lagðist því á eitt. Árangur þrátt fyrir áskoranir Með tímanum urðu kostir reið- hjólsins öllum ljósir og á 9. áratug hófust aðgerðir til að gera göt- urnar þægilegri fyrir hjólreiðar. Borgirnar Haag og Tilburg gerðu fyrst tilraunir með sérstaka hjólastíga í gegnum borgina. Fljótlega breyttu hjólreiðamenn leiðum sínum til að nýta þessa stíga, en þeim fjölgaði ekki. Í borginni Delft var því brugðið á það ráð að setja upp kerfi hjóla- stíga um alla borg. Það varð til þess að fleiri fóru að hjóla, svo aðrar hollenskar borgir fylgdu því fordæmi. Í dag eru rúmlega 35 þúsund kílómetrar af hjólastígum í Hol- landi og meira en fjórðungur allra ferða eru farnar á hjóli. Í Amster- dam rís sú tala upp í 38% og upp í 59% í Groningen. Í Amsterdam eru um 881 þúsund hjól, fjórum sinnum fleiri en bílarnir og meira en helmingur allra Amsterdam- búa hjólar daglega. Samanlagt hjóla þeir um tvær milljónir kíló- metra á dag. Samtök hollenskra hjólreiða- manna hafa nú 34 þúsund með- limi og búa yfir sérfræðikunnáttu sem sóst er eftir víða um heim. Talsmaður sambandsins segir samt að þó miklum árangri hafi verið náð séu sífellt að koma upp nýjar áskoranir og borgir í dag þoli einfaldlega ekki bílamergðina. TOUR OF REYKJAVÍK 1. - 2. JÚNÍ, 2018 Upplifðu Reykjavík upp á nýtt í alvöru götuhjólakeppni eða farðu alla leið til Þingvalla í skemmtilegri stemningu. Hér finna allir eitthvað við sitt hjólahæfi. 125km Þingvallaleið í fallegu og ölbreyttu umhverfi 50km hjólaleið um borgina 2km skemmtihringur fyrir yngsta fólkið þar sem óvæntar uppákomur gleðja unga sem aldna SKRÁNING ER HAFIN - Nánar á tourofreykjavik.is ® KYNNINGARBLAÐ 9 F I M MT U DAG U R 1 0 . m a Í 2 0 1 8 ÚT AÐ HjóLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -5 F E C 1 F B D -5 E B 0 1 F B D -5 D 7 4 1 F B D -5 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.