Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 38

Fréttablaðið - 10.05.2018, Page 38
Gréta Finnbogadóttir og Sesselja Traustadóttir hjóla óháð aldri. Hjólað óháð aldri í samstarfi við Hjólafærni býður upp á vikulegar hjólaferðir í maí frá hjúkrunarheimilunum Sunnuhlíð, Mörk og Ísafold. Byrjað verður í Sunnuhlíð í Kópavogi 12. maí, næst verður hjólað frá Mörkinni á Suðurlandsbraut 19. maí og 26. maí verður lagt af stað frá Ísafold í Garðabæ. Hjólað óháð aldri, HÓA, byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Hjólarar/Piloter eru skipaðir sjálf- boðaliðum úr nágrenni hjúkrunar- heimilanna eða aðstandendum íbúanna. Miðað er við að hjóla- ferðirnar hefjist klukkan eitt og standi til þrjú. Aðstandendur og vinir eru hjartanlega velkomnir með á eigin reiðhjólum. Nánari upplýsingar má fá á Face­ book­síðunni Hjólað óháð aldri. Hjólað óháð aldri í maí Sektin við að hjóla undir áhrifum er orðin 20 þúsund krónur. Þann 1. maí síðastliðinn tók gildi ný reglugerð þar sem sektir við umferðalagabrot- um hækkuðu umtalsvert frá því sem áður var. Þar sem reiðhjól eru samkvæmt lögum skilgreind sem ökutæki gilda í grundvallaratrið- um sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Það má t.d. ekki stjórna hjóli undir áhrifum ávana- og fíkniefna og brot á því varðar 20 þúsund króna sekt. Ef hemlabún- aður er ekki í lagi er sektin við því sömuleiðis 20 þúsund krónur. Ef ljós og glitbúnaður er í ólagi getur það kostað 20 þúsund króna sekt. Í reglugerðinni kemur fram að einn- ig er hægt að sekta fyrir annað en ekki kemur skýrt fram um hvað er að ræða. Því er um að gera að yfir- fara hjólið vel til að forðast sektir og vera réttum megin við lögin. Reiðhjólasektir hækkuðu um mánaðamótin Að hjóla er mikil heilsubót og styrkir og stælir kroppinn. Hér eru tíu góðar ástæður til þess að taka fram hjólið. Eins og allir vita gleymist hjólakunnáttan aldrei. Hjólreiðar l styrkja vöðva alls líkamans, ekki bara fæturna l styrkja hjartavöðvann, lækka blóðfitu, blóðsykur og hvíldar- púls l styrkja liðamót í hnjám og lið- leika mjaðmagrindar l styrkja hjarta- og æðakerfi líkamans l valda ekki of miklu álagi á hné og ökkla l draga úr hættu á sykursýki 2 og krabbameini l eru frábær leið til að brenna fitu og léttast l auka úthald og þrótt l eru grænn ferðamáti l draga úr þunglyndi, streitu og kvíða Allra meina bót Hjólreiðar efla hreysti og sælu. Ef hemlabúnaður er ekki í lagi er sektin við því sömuleiðis 20 þúsund krónur. 12 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . m A í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RúT AÐ HjóLA 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -7 8 9 C 1 F B D -7 7 6 0 1 F B D -7 6 2 4 1 F B D -7 4 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.