Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 54
Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Kötlusal Hótel Sögu mánudaginn 14. maí 2018, kl. 8–10. Tæknibylting síðustu ára hefur haft mikil áhrif á rannsóknir í hugvísindum. Á fundinum verður litið til framtíðar og nokkur þróunar- og rannsóknarverkefni stofnunarinnar verða kynnt. Sagt verður frá tímamótaviðgerð á Flateyjarbók, ný risamálheild verður sýnd og greint frá landvinningum vefnámskeiðsins Icelandic Online. Mennta- og menningarmálaráðherra mun opna nýja gerð þess. Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn á vefnum: www.arnastofnun.is/page/arsfundur2018_skraning Dagskrá 8.00 Morgunmatur 8.30 Fundur settur Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar stofnunarinnar, flytur ávarp Guðrún Nordal forstöðumaður segir frá ársskýrslunni og starfinu undanfarin misseri Svanhildur Óskarsdóttir frá handritasviði: Inn að skinni – forvarsla Flateyjarbókar Rósa Þorsteinsdóttir frá þjóðfræðisviði: Sögulegt manntal og bæjatal Ásta Svavarsdóttir frá orðfræðisviði: Ritmálssafn Orðabókar Háskólans - fortíð, nútíð og framtíð Starkaður Barkarson, sérfræðingur í máltækni: Risamálheildin Stefanía G. Halldórsdóttir, stjórnarformaður Almannaróms: Af heimsóknum í erlend tæknifyrirtæki Úlfar Bragason frá alþjóðasviði: Icelandic Online fyrir snjalltæki Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur lokaávarp Nýjasta tækni og hugvísindi 1 0 . m a í 2 0 1 8 F I m m T U D a G U R30 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a ð I ð TónLIsT Kórtónleikar HHHHH söngfjelagið, ásamt InTI Fusion, Hjörlefi Valssyni og Guðmundi steingrímssyni, flutti Kreólamess- una eftir ariel Ramirez og nokkur önnur lög. Korpúlfsstaðir laugardaginn 5. maí Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú. Á laugardaginn hélt kammerkórinn Söngfjelagið þar vortónleika sína. Dagskráin var nokkuð óvenjuleg, sem hæfði á vissan hátt staðsetningunni. Tónlistin var nánast öll frá Suður-Ameríku. Þau örfáu íslensku lög sem heyra mátti voru með kraftmiklu latnesku yfir- bragði. Sterkur þjóðlagaandi sveif yfir vötnunum og hann rímaði í sjálfu sér við hið hráa útlit sýningarsalarins á Korpúlfsstöðum. Með Söngfjelaginu lék hljómsveitin INTI Fusion, sem samanstendur af hljóðfæraleikurum frá ýmsum lönd- um Suður-Ameríku. Þeir er þó allir búsettir í Noregi. Með hljómsveitinni spilaði Hjörleifur Valsson á fiðlu og Guðmundur Steingrímsson á tromm- ur. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði. Fyrst eru það vondu fréttirnar. Hljómburðurinn á svæðinu var ægi- legur. Kassalaga salurinn er mjög stór og allt miðsvæðið var girt af fyrir skúlpúra sem voru til sýnis. Áheyrend- ur máttu gera sér að góðu að sitja með- fram veggjum. Þeir sem staðsettir voru hinum megin við afgirta rýmið voru svo langt frá að þeir geta varla hafa greint almennilega það sem fram fór. Ég sjálfur sat á besta stað, en meira að segja þar var útkoman ekki full- nægjandi. Kórinn var að hluta til undir súð og í fyrri parti dagskrárinnar heyrðist lítið í honum. Hljómsveitin spilaði m.a. of sterkt; sérstaklega var slagverksleikur tveggja hljóðfæra- leikara yfirgnæfandi. Kórinn var auk þess í fremur slæmu standi fyrst framan af, ýmsar raddir voru ekki hreinar. Styrkleikahlutföllin voru ekki nægilega góð og heildar- hljómurinn gruggugur. Einn liðsmaður INTI Fusion, Edgar Albitres, söng einsöng. Bæði í hápunkti dagskráinnar, Kreólamess- unni eftir Ariel Ramirez, en einnig í nokkrum lögum þar á undan. Hann var nokkuð lengi að komast í gang. Til allrar hamingju óx honum ásmegin og í Kreólamessunni í lokin var rödd hans fagurhljómandi og gædd miklum sjarma. Góðu fréttirnar eru þær að fjör ríkti á tónleikunum, eins og oft er þegar Söngfjelagið er annars vegar. Söng- gleðin var smitandi og þó að hljóm- urinn hafi ekki verið ásættanlegur í byrjun lagaðist hann. Er á leið fór að heyrast meira í kórnum en minna í hljómsveitinni og í Kreólamessunni var kórsöngurinn afar fallegur. Höfundur messunnar, Ramirez, var argentínskur og verkið tekur aðeins um korter í flutningi. Kaflarnir eru þessir hefðbundnu, Kyrie, Gloria, o.s.frv. Andrúmsloftið er þrungið andakt, en þó mun afslappaðra en maður á að venjast. Suðuramerískir rytmar eru áberandi. Laglínurnar eru seiðandi, með þýðingarmiklum liggjandi hljómum undir sem kórinn framkallar. Þeir voru prýðilega mót- aðir á tónleikunum, og heildarhljómur einsöngs, kórs og hljóðfæraleiks var glæsilegur. Jónas Sen nIðURsTaða: Tónleikarnir byrjuðu illa, kórinn var ekki í jafnvægi og hljómburður afleitur, en svo lagaðist þetta og seinni hluti dagskrárinnar var skemmtilegur. Sönggleði í afleitum hljómburði Það ríkir jafnan fjör á tónleikum Söngfjelagsins, segir í gagnrýni. Stormfuglar er ný bók eftir Einar Kárason sem kemur út næstkomandi þriðjudag, 15. maí. „Þetta er saga sem gerist í fár-viðri á síðutogara. Hún byggir á umtöluðum atburðum og frægu veðri sem íslenskir togarar og skip af fleiri þjóðernum lentu í við Nýfundnaland árið 1959. Þarna var barist upp á líf og dauða og margir fórust,“ segir Einar. „Fyrir 30 árum las ég viðtal við sjómann sem var á á einu skipanna og þessi saga hefur leitað á mig síðan. Þetta efni er kannski það svakalegasta sem ég hef fundið. Skipverjar voru í þrjá til fjóra sólarhringa í yfirvof- andi lífshættu. Enginn gat hvílst eða sofið um borð á þeim tíma. Ég skoðaði það mikið og oft hvernig form myndi best henta þessu efni. Þegar ég fann formið sá ég að rétt væri að skrifa um það sögu. Formið er nóvella, 124 síður, þriðju persónu frásögn. Ég var eiginlega kominn með hana alla í hausinn, nokkurn veginn frá orði til orðs, þannig að ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi.“ Forlagið kynnti Stormfugla á bókamessu í London þar sem erlendir útgefendur, frá stærstu Evrópulöndunum, buðu grimmt í hana. „Ég hafði alltaf á tilfinn- ingunni að það gæti verið áhugi á þessu efni víðar og það virðist vera raunin,“ segir Einar. Níu líf Friðriks Einar reiknar með að vera með aðra bók í haust, ævisögu æskuvin- ar síns og samstarfsmanns, Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Friðrik er ein- hver almesti sögumaður sem um getur. Við vinir hans höfum lengi rætt um að það þyrfti að koma sögu hans á framfæri. Þetta er bók um ævintýralegt líf hans en það er eins og hann eigi níu líf. Þarna er úr nógu að moða. Friðrik hefur ferðast til svo að segja allra landa í heiminum og kynnst öllum fjand- anum, hvað eftir annað verið mjög hætt kominn, lent í slysum og legið á gjörgæslu en harkað allt af sér með sínum mikla húmor.“ Fleiri bækur um líf á sjó Spurður hvaða skáldsagnarefni verði næst fyrir valinu nú þegar Stormfuglar er komin út segir Einar: „Mig hefur alltaf langað til að skrifa um eitthvað sem gerist á sjó. Það vottar fyrir því í fyrstu skáldsögunni minni, Þetta eru asnar Guðjón, þar sem aðalper- sónan fer á sjóinn. Það getur verið að Stormfuglar sé sú fyrsta af tveimur eða þremur sögum sem gerast á sjó.“ Stormfuglar svakalegasta efni sem ég hef fundið Stormfuglar er ný bók Einars Kárasonar. Gerist í fárviðri á síðutogara. Bókin hefur þegar verið seld til margra landa. Ævisaga Friðriks Þórs Friðrikssonar er næst á dagskrá. „Ég skrifaði hana í janúar, en er samt búinn að vera að vinna að henni í áratugi,“ segir Einar. FrÉttablaðið/aNtoN briNK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is menning 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F B D -6 E B C 1 F B D -6 D 8 0 1 F B D -6 C 4 4 1 F B D -6 B 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.