Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 4
Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 skulu lagðar fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 16. maí 2018 á skrifstofu viðkomandi sveitar- stjórnar eða öðrum hentugum stað sem sveitarstjórnin auglýsir. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Athugasemdum við kjörskrá skal koma á framfæri við hlutaðeigandi sveitarstjórn eins fljótt og unnt er og skal sveitarstjórn þegar taka til meðferðar athugasemdir og gera viðeigandi leiðréttingar á henni. Leiðréttingar má gera fram á kjördag en athygli er vakin á því að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lög- heimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir 5. maí 2018. Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 er að finna á kosningavef dómsmálaráðuneytisins, www.kosning.is Þetta auglýsist hér með samkvæmt 8. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, með síðari breytingum, nr. 5/1998. Dómsmálaráðuneytinu, 12. maí 2018. AUGLÝSING um framlagningu kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 2018. ferðaþjónusta Heilbrigðisstofnun Austurlands íhugar að takmarka starfsemi hótelsins Jöklaveraldar að Hoffelli við Hornafjörð. Heil- brigðisnefndin telur starfseminni ekki hagað í samræmi við starfsleyfi og hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá rekstraraðilum til að meta áætl- un eigenda um úrbætur. Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi hótelsins, segir fyrirtækið ekki hafa fengið beiðni um gögn frá heilbrigðiseftir- litinu. Jöklaveröld í Hoffelli er um tutt- ugu kílómetra frá Höfn í Hornafirði og liggur við Hoffellsjökul sem er skriðjökull úr Vatnajökli. Fyrir- tækið býður upp á gistiþjónustu á staðnum ásamt veitingastað og fimm heitir pottar eru á svæðinu þar sem gestir geta virt fyrir sér nátt- úrufegurðina meðan þeir lauga sig í pottunum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur ítrekað haft afskipti af fyrir- tækinu síðustu mánuði. Frestur til að skila inn tímasettri áætlun um hvernig fyrirtækið ætlaði sér að uppfylla ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og bað- stöðum er varðar heilnæmi bað- vatns, rann út í lok janúar. Fyrir- tækið fékk frest til loka febrúar til að skila inn úrbótaáætlun. Á næsta fundi nefndarinnar, þann 19. mars, hafði áætlunin komið en að mati nefndarinnar skorti á þau gögn og var frekari gagna óskað. Þau hafa enn ekki borist eftirlitsaðilanum. Heilbrigðisfulltrúi fór því í rann- sókn á staðnum þann 25. apríl síðastliðinn þar sem fimm frávik voru skráð. Matvæli voru til að mynda geymd í þvottahúsi þar sem efnavara væri meðhöndluð og öll óhrein rúmföt hótelsins væru þrifin í því þvottahúsi. Einnig er að mati eftirlitsins ekki hægt að tryggja heil- næmi baðvatns á staðnum þar sem skráningu á mælingum sé ábóta- vant. Að auki voru engin gögn um virkt eftirlit með matvælum á staðnum og salerni starfsmanna opnuðust beint inn í eldhús sem er óheimilt samkvæmt reglugerð. Þrúðmar Þrúðmarsson stað- festir að úttekt heilbrigðisfulltrúa hafi farið fram og að hann hafi sent úrbótaáætlun til heilbrigðis- eftirlitsins. Hins vegar kannist hann ekki við að eftirlitið hafi óskað eftir einhverjum viðbótargögnum í mál- inu. Hann sagðist þurfa að kynna sér málið betur til að geta rætt það frekar. sveinn@frettabladid.is Skoða takmarkanir á starfsemi hótels eftir ítrekuð afskipti Hótel og baðstaður við Höfn í Hornafirði er svo langt frá því að uppfylla skilyrði Heilbrigðiseftirlits Austur- lands að eftirlitið íhugar að skerða starfsemina. Fyrirtækið trassar að skila gögnum til eftirlitsins. Heilbrigð- isfulltrúi hefur skráð fimm frávik frá reglugerð, þar á meðal um heilnæmi baðvatns og geymslu matvæla. Hoffellsjökull er skriðjökull úr Vatnajökli. Hótelið kúrir þar í skjóli jökulsins. Fréttablaðið/VeðurstoFa Íslands neytendur Samtök iðnaðarins mótmæla tillögum Embættis land- læknis um að auka álögur á gos- drykki og hafa sent bréf þess efnis til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra. Í bréfinu, sem sagt er frá á vef Samtaka i ð n a ð a r i n s , segir að sérstök s k a t t l a g n i n g einstakra vöru- flokka feli í sér mismunun og skerði samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á. „SI hafa ávallt barist fyrir jafnræði á markaði og að þar ríki almennar og einfaldar reglur. Benda má á að íslensk stjórnvöld hafa reynt hvort tveggja, sér- tæka skattheimtu af stökum vöru- flokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum, til að stýra neyslu almenn- ings. Hvorugt hefur skilað þeim árangri sem að var stefnt og einungis haft í för með sér umtalsverðan kostnað og óhagræði sem bæði hefur komið niður á fyrirtækjum og almenningi,“ segir í bréfinu. – jhh Mótmæla tillögum um auknar álögur á gos landlæknir vill að skattar á gosdrykki verði hækkaðir. nordicPHotos/Getty dóMsMÁL Landsréttur hefur ómerkt dóm yfir landamæraverði sem ákærður var fyrir að fletta fyrrverandi maka upp í LÖKE- kerfinu. Játning konunnar þótti ekki nægjanlega skýr. Í héraði var konunni gerð 100 þúsund króna sekt vegna upp- flettinganna. Þar hafði hún játað háttsemina og var málið tekið til dóms í kjölfarið. Landsréttur taldi að þótt konan hefði játað uppflettingarnar í kerfinu þá hefði hún ekki játað að hafa hallað á réttindi einstakra manna eða hins opinbera með þeirri háttsemi. Þar með hefði hún aðeins játað hluta þeirrar háttsemi sem hún var ákærð fyrir. Játningin þótti því ekki skýlaus og ekki unnt að fara með málið sem játningar- mál. Dómur héraðsdóms var ómerkt- ur og málinu vísað heim í hérað á ný. – jóe Játningin þótti ekki nógu skýr Eigandi hótelsins kann- ast ekki við beiðni heil- brigðiseftirlitsins. 9,3 milljörðum króna nam aflaverðmæti íslenskra skipa úr sjó í janúar. Verðmæti botnfiskaflans var um 6,8 milljarðar króna og þar af var verðmæti þorskaflans rúmir 4,6 milljarðar. 39% var fjölgun íbúa í Árneshreppi frá 24. apríl til 4. maí. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. 17 skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. 3,9% var fækkun ferða- manna í gegnum Keflavíkurflugvöll á milli ára í aprílmánuði. Samtals fóru 147 þúsund ferðamenn í gegnum flugvöllinn í apríl saman- borið við 154 þúsund í fyrra. 57% af tekjuauka sveitar- félaga frá árinu 2011 hefur verið ráðstafað í aukinn launakostnað. var hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá í lok árs 2017. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á ár- unum 1999 til 2006, hækkaði svo í 25,5% árið 2014, og hefur verið um 26% síðustu þrjú ár. 160 26,1% tÖLur VIKunnar 06.05.2018 tIL 12.05.2018 milljónir króna hið minnsta voru hraðasektirnar sem innheimtust ekki árið 2016. Langstærstan hluta má rekja til aksturs erlendra ferða- manna. Tæpur helmingur þeirra greiðir sektir vegna brota sinna. 1 2 . M a í 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a ð I ð Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu óskaði eftir því að laun hennar hjá félaginu yrðu lækkuð til þess horfs sem for- stjóralaunin voru áður en hún tók við starfinu í fyrravor. Fjöldi þjónustu- fulltrúa hafði sagt upp í kjölfar frétta um 20 prósenta launa- hækkun Svanhildar á sama tíma og þeir létu undan kröfum og tóku á sig um 16 prósenta launalækkun. Friðrik Jósepsson starfsmaður íþróttahúss Breiðholtsskóla náði svarta beltinu í karate 69 ára. Hann kvaðst hafa farið skjálf- andi á beinunum inn um dyrnar hjá Karatefélagi Reykja- víkur fyrir sex árum. Honum hafi hins vegar verið tekið forkunnar- vel. Friðrik sagði félagsskapinn góðan og þjálfarana frábæra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis spurði hvar gagnsæ- ið yrði í fyrir- hugaðri hags- munaskráninu ráðuneytisstjóra og aðstoðar- manna ráðherra sem ríkisstjórnin ákvað að yrði ekki opinber. „Eiga ráðuneytin að hafa eftirlit með ráðuneytisstjórum og aðstoðar- mönnum ráðherra?“ spurði Helga Vala. Skrá á hagsmuni vegna ábendinga Greco, samtaka Evrópu- ríkja gegn spillingu. Þrjú í fréttum Launalækkun, svarta beltið og leynd 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 0 -E B 3 0 1 F C 0 -E 9 F 4 1 F C 0 -E 8 B 8 1 F C 0 -E 7 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.