Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 18
Gunnar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Að mörgum hefur vænt- anlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgang- ast í einka- geiranum afleiðinga- laust. Sagan. Hún er oft víti til varnaðar. Alþýðusam-band Íslands sendi frá sér auglýsingu á dögunum þar sem rifjað er upp efnahagslegt ógnarástand „ólgu- og átakaáranna“ milli 1970 og 1990. „Á ólgu- og átakaárunum hækkuðu laun um allt að 55% á ári,“ segir í auglýsingunni. „Á sama tíma stóð kaupmátturinn í stað eða minnkaði. Kauphækkanir skiluðu litlu. Gengisfell- ingar og aðrar stjórnvaldsaðgerðir, óðaverðbólga, vextir og ýmis fórnarkostnaður átu jafnharðan krónurnar sem höfðust upp úr verkföllum og vopnaskaki.“ Ekki verður annað séð en að auglýsingin sé til þess gerð að letja félagsfólk ASÍ til að svara kalli formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar, sem boðaði „skæruverkföll“ í ræðu 1. maí. „Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar,“ sagði Ragnar, „munum við hefja aðgerðir.“ ASÍ hefur á réttu að standa. Enginn er bættari hverfum við aftur til óðaverðbólguáranna. En fyrst ASÍ býður okkur nú í vegferð um söguna er rétt að staldra við víðar. Billjarðstofa og vínkjallari Svona voru laun á Íslandi á heimastjórnartímabilinu: Hannes Hafstein, ráðherra: 8.000 krónur; skrifstofu- stjórar í Stjórnarráðinu: 3.500 krónur; Emil Schou, bankastjóri Íslandsbanka: 8.000 krónur; bókarar í Íslandsbanka: 1.800 krónur; trésmiðir: 1.500 krónur; verkamenn: 500 krónur; verkakonur: 250 krónur. Rithöfundurinn Tryggvi Emilsson fæddist við upphaf 20. aldar. Í bók sinni Fátækt fólk lýsir hann íbúð sem fjölskylda hans bjó í á Akureyri þegar hann var barn: „Ekki var þetta stórt í sniðum, eitt herbergi undir súð og aðgangur að eldhúsi þar sem önnur hjón barnmörg áttu sitt matborð … Engin upphitun var í húsinu nema frá eldavélinni … Engin hurð var á dyrum … [A]llt vatn [var] sótt í brunn sem margir jusu úr. Allt skólp og annar úrgangur var borinn út í fjöru.“ Um sama leyti reisti athafnamaðurinn Thor Jensen sér hús við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík. Var húsið byggt í ítölskum villustíl, skreytt klassísku skrauti og súlum. Í því voru 15 herbergi auk eldhúss. Þar var billjarðstofa og vínkjallari. Þó að hvorki væri komin rafveita né vatnsveita í Reykjavík þegar húsið var byggt var bæði rennandi vatn og rafmótor til lýsingar í húsinu. Ógnin við stöðugleikann Í lok þessa árs losna 79 kjarasamningar. Það er því varla tilviljun að mörgum verður nú tíðrætt um hinn svo kallaða stöðugleika. Virðist ýmsum þykja Ragnar Þór Ingólfsson ein helsta ógnin við stöðugleikann. En er það svo? Ímyndum okkur að við horfum á hús sem kviknað er í. Augljósasta birtingarmynd aðsteðjandi eyðileggingar er ólgandi reykjarmökkur sem streymir út um glugg- ana. Ef við vissum ekki betur mætti draga þá ályktun að reykurinn væri vandamálið, ef við gætum blásið honum burt væri hættan frá. En við vitum öll að rót vandans er ekki reykurinn heldur eldurinn sem leynist inni í húsinu. Reykurinn er aðeins vísbending um að eitthvað sé að. Í síðustu viku létu 20 þjónustufulltrúar Hörpu af störfum. Ástæðan var sú að á sama tíma og þjónustu- fulltrúarnir tóku á sig launalækkun vegna erfiðs rekstrar hússins fékk forstjóri Hörpu launahækkun. Ragnar Þór Ingólfsson er ekki bálið sem svíður íslenskt samfélag; Ragnar Þór er reykurinn. Eyðilegg- ingaröflin, eldurinn sem ógnar stöðugleikanum, eru þeir fáu sem eiga allt og heimta stöðugt meira. Hörpumálið er smækkuð en hárnákvæm útgáfa af því sem nú á sér stað í íslensku samfélagi: Þeir sem lægst hafa launin eiga að halda sig á mottunni og gæta stöðugleikans á meðan topparnar maka krókinn sama hvernig sigling skútunnar gengur. Auðvitað vill enginn hverfa aftur til tíma ólgu og óða- verðbólgu. En við viljum heldur ekki hverfa aftur til tíma þar sem sumir búa eins og Tryggvi Emilsson og sumir eins og Thor Jensen. Ertu Tryggvi eða Thor? Með hækkandi sól, hækkar hitinn! Xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundum og styrkleikum. Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar fram-kvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósann- gjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræð- unni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjár- málastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðinga- laust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greini- lega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnar- formaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórn- endum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Harpa á betra skilið 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 0 -E 1 5 0 1 F C 0 -E 0 1 4 1 F C 0 -D E D 8 1 F C 0 -D D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.