Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 89
Í Myndlistaskólanum í Reykjavík er boðið upp á fjölbreytt nám-skeið fyrir börn og fullorðna og spennandi fullt nám í dagskóla. Sex námsleiðir eru í boði í dagskóla, það er tveggja ára listnámsbraut til stúdentsprófs og eins árs fornám og þeim sem hafa lokið stúdents- prófi af listnámsbraut býðst að taka tveggja ára námsbrautir í keramik, málaralist, teikningu og textíl. Listmálarabraut er nýjasta braut- in og sú eina sinnar tegundar hér á landi. Fyrsti hópurinn af henni er nú að ljúka námi. Þar er lögð áhersla á að nemandinn læri tækni, efnistök og aðferðir við miðilinn og að tengja hefðbundna þekkingu í listgreininni við samtímann. Mikil reynsla hjá kennurum „Það er full þörf fyrir nám í málara- list. Málun er mikilvægur hluti af samtímalist og í henni er fólgin ákveðin tæknikunnátta sem tekur talsverðan tíma að læra, svo hægt sé að nýta sér málun sem miðil,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona sem hefur kennt við brautina og leiðbeinir nú nemendum við uppsetningu á vor- sýningu þeirra. „Námið hentar þeim sem vilja kafa djúpt í málun,“ segir Kristín. „Kennarar Myndlistaskólans eru mjög vel menntaðir starfandi lista- menn sem búa yfir áratuga reynslu, svo þeir hafa miklu að miðla til nemenda. Ekki bara hvað varðar tækniatriði, heldur líka varðandi hvernig á að lifa sem listamaður og taka þátt í samfélaginu sem slíkur.“ Læra allar leiðir til að búa til málverk „Hverri önn er skipt í tvennt,“ segir Kristín. „Fyrri hlutann er lögð áhersla á að kenna tækni og aðferðir en seinni hlutann er unnið úr því sem var verið að læra á verk- stæði og lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur læra alls kyns tækni- og verkaðferðir sem tengjast málun og fá að kynnast og vinna með mörg ólík efni. Þeir læra líka um mismunandi aðferðir sem tengjast sögu málverksins sem miðils yfir í stafræna framsetningu,“ segir Kristín. „Það er í rauninni farið yfir allar mögulegar aðferðir til að búa til málverk. Það eru svo ýmsir möguleikar að námi loknu. Nokkrir nem- endur hafa leigt sér vinnustofu og ætla að fara að vinna sjálfstætt, en skólinn er með samning við skóla í Bretlandi sem býður upp á BA- nám í málaralist og metur námið í Myndlistaskólanum til fulls,“ segir Kristín. „Þannig að þar er hægt að klára BA með einu ári af námi í við- bót. Það eru að minnsta kosti tveir nemendur á leið í það núna.“ Í vor verður tekinn inn nýr hópur fyrir haustið, en umsóknar- frestur rennur út 22. maí. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu skólans, www.mir.is. Vorsýning nemenda verður svo opnuð fimmtudaginn 10. maí í húsnæði skólans á 2. og 3. hæð JL-hússins, Hringbraut 121. Sýningin verður opin milli 13.00 og 18.00 næstu daga en lokadagur er mánu- dagur 14. maí. Verkin á sýningunni eru eftir 114 nemendur dagskólans. Það er full þörf fyrir nám í málaralist. Málun er mikilvægur hluti af samtímalist og í henni er fólgin ákveðin tæknikunnátta sem tekur talsverðan tíma að læra, svo hægt sé að nýta sér málun sem miðil. Kristín Gunnlaugsdóttir Kristí n Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík. MYND/SIGTRYGGUR ARI. Fyrir þá sem vilja fara dýpra í málun Myndlistaskólinn í Reykjavík er eini skóli landsins sem býður námsbraut í listmálun. Kennarar eru vel menntaðir og margreyndir starfandi listamenn. Að námi loknu opnast ýmsir möguleikar. UMSÓKNARFRESTUR TIL 22.MAÍ LISTNÁMSBRAUT → TVEGGJA ÁRA NÁM TIL STÚDENTSPRÓFS → EINS ÁRS FORNÁM ÁFANGANÁM Á BA-STIGI → KERAMIK → MÁLARALIST → TEIKNING → TEXTÍLL HRINGBRAUT 121, 101 REYKJAVÍK - WWW.MIR.IS - S.551-1990 KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 1 2 . M A í 2 0 1 8 SKóLAR oG NáMSKeIÐ 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -6 1 B 0 1 F C 1 -6 0 7 4 1 F C 1 -5 F 3 8 1 F C 1 -5 D F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.