Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 90
Vissulega mun MBA-gráða gefa þér fjölbreytta starfs-möguleika en sennilega ekki koma neinum á óvart. Ef þú hins vegar segist vera með háskólapróf í jóðli eða útsaumsfræðum er lík- legra að augabrúnir lyftist. Um víða veröld er hægt að stunda háskólanám í ýmsum óvenjulegum greinum sem gætu mögulega víkkað hugmyndir ein- hverra sem halda að í háskóla læri fólk ekkert nema bókabé. Svo er óvenjulegt háskólanám ágætis- umræðuefni í fjölskylduboðum. Hér eru nokkrar spennandi námsleiðir sem gætu hjálpað ein- hverjum að ná Georg Bjarnfreðar- syni í háskólagráðufjölda. South Bank háskólinn í London býður tveggja ára nám í bökunar- fræðum þar sem meðal annars er boðið upp á kúrsana súkkulaði- mótun og framhald í brauðgerðar- tækni að ógleymdri viðskiptafræði og kynningarfræði til að hjálpa nemendum að koma sér upp eigin bakaríum að námi loknu. Og heimavinnan er líkleg til að stuðla að vinsældum meðal fjölskyldu og vina. Milli manns, hests og hunds liggur leyniþráður þó það sé helst samband manns og hests sem er til umfjöllunar í námsefninu í hestasálfræði sem er kennd til tveggja ára háskólagráðu við Trent háskólann í Nottingham. Kafað er í sálarlíf hesta en hið flókna og fal- lega samband milli manns og hests líka kannað. Hafi þig dreymt um að verða hestahvíslari er tækifærið komið! Í háskólanum í Birmingham er boðið upp á námsbraut í tíma- fræði sem talin er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Farið er í vísindi og listir sem tengjast tíma- mælingum og bæði kennd úrsmíði og eðlisfræði auk þess sem heim- speki tímans er á námskránni. University of the Creative Arts í London býður upp á BA-gráðu í útsaumi þar sem hægt er að læra bæði sögu og tækni þessarar alda- gömlu listgreinar en útsaumur er mikilvægur hluti af tískuhönnun meðal annars og tískuhúsin slást um nemendur sem útskrifast af þessari braut. Háskólinn í Suður-Devon á Englandi lofar nemendum í snekkjufræði ekki að þeir muni verða í svölum sjóarabúningi í öllum aðalpartíunum í Cannes en hann lofar hins vegar þekkingu í siglingafræði og viðhaldi skipa og báta auk siglingaleyfis. Þá er einnig hægt að taka valáfanga í skútusiglingum og mótorbátum og þegar tveggja ára grunnnámi er lokið er hægt að bæta við ári svo úr verði BA-gráða. Tveggja ára nám í mjólkurfræði og kúasmölun er í boði við Rease- heath háskólann í hinu mikla landbúnaðarhéraði Cheshire þar sem áherslan er einna helst á kúa- bændur og mjólkuriðnað. Þar er bæði farið í saumana á því hvernig á að annast kýr og reka mjólkurbú auk þess sem klaufsnyrting er meðal námsgreina. Háskólinn í Luzern í Sviss er nýfarinn að bjóða upp á jóðl- vísindi, annaðhvort sem þriggja ára BA- eða tveggja ára MA-gráðu. Kennslan hefst á næsta kennsluári og umsækjendur ættu að vanda sig einstaklega vel því aðeins er pláss fyrir fjóra nemendur svo sam- keppnin verður hörð. Ef þú hefur alltaf elskað Bítlana og talið framlag þeirra til tón- listar það helsta á heimsvísu í hundruð ára þá má benda á að Hope háskólinn í Liverpool býður upp á tveggja ára MA-gráðu sem ber heitið Bítlarnir, popptónlist og samfélag. Kent háskóli í Englandi býður upp á meistaranám í uppistandi fyrir lengra komna. Þar er kafað í leyndarmál grínsins en einnig farið í praktíska hluti eins og við- skiptaáætlanagerð og bókhald. Svo má ekki gleyma að geta þess að Cambridge háskóli hefur nýlega ráðið til sín prófessor sem hefur starfsheitið Prófessor Legó... Harpa Harðardóttir og Sibylle Köll eru söngkennarar við Söngskólann í Reykjavík. Þær stjórna Ungdeild skólans og eru meðal stjórnenda í Nemenda- óperu skólans. „Í vetur var mikið líf í kringum hópana og miklar framfarir hjá öllum söngvur- unum,“ segja þær en nemendur Ungdeildar sungu meðal annars á jólatónleikum Eivarar í Hörpu, settu upp Skilaboðaskjóðuna eftir Jóhann G. Jóhannsson í Iðnó og tóku þátt í Barnamenningar- hátíð Reykjavíkur auk þess sem Nemendaóperan setti upp Leður- blökuna eftir J. Strauss í Hörpu og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði með þátttöku heimamanna. „Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og fram- komu,“ segir Harpa og Sibylle bætir við: „Námið er einstaklings- miðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; kórsöngur, einsöngur, söngleikir, ópera, dægurlagaflutningur eða bara heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nem- endur eru þjálfaðir í sviðsfram- komu og öðlast færni og reynslu í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði. Nem- endur frá okkur hafa skilað sér inn í atvinnumennsku í tónlist á nánast hvaða sviði sem er: óperu, söngleikjum, leikhúsi, poppi, Eurovision, kórsöng, listinn er langur.“ Þær vilja benda á að Söng- skólinn er fyrir allan aldur og þar er fyrir hendi áratuga reynsla í þjálfun radda á öllum aldri. Starfið sé enn fremur metnaðarfullt, strax frá því í ungdeildinni. „Við leggjum áherslu á að þroska bæði raddir, túlkun og smekk og veita tónlistaruppeldi,“ segir Harpa og nefnir sem dæmi að mikill áhugi hafi vaknað meðal ungra nemenda að syngja antík-aríur á ítölsku. Þær vilja einnig leggja áherslu á að félagslífið sé sterkt innan skólans og þar myndast mikil vinátta sem síðar skilar sér oftar en ekki í blómlegu samstarfi. Garðar Cortes stofnaði Söng- skólann árið 1973 og alla tíð hefur skólinn verið í samstarfi við The Associated Board of the Royal Schools of Music í Bretlandi. Þaðan koma prófdómarar tvisvar ár hvert og meta frammistöðu söngnema og píanónema, á alþjóðlegum grundvelli. Erlendu prófdómar- arnir hafa haft orð á því hversu mikinn aga sé að finna í söngtækni og að hvergi í heiminum skili söngnemendur jafn góðum próf- úrslitum og á Íslandi – og þeir fara víða um heim. Söngskólinn býður upp á einka- kennslu í söng og margs konar námskeið fyrir kóra og söngáhuga- fólk á öllum aldri. Auk þess eru haldin ýmis meistaranámskeið fyrir nemendur skólans. Inntökupróf fyrir nám næsta haust verða þriðjudaginn 22. maí. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.songskolinn. is eða í síma 552-7366. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Nemendur að lokinni vel heppnaðri sýningu hjá Söngskólanum í Reykjavík, á Ísafirði. Frábært tónlistaruppeldi og blómstrandi félagslíf Háskólinn í Cambridge réð nýverið til sín prófessor til að sinna rann- sóknum á sambandi leiks og þroska barna en það er alþjóðlega Legó- stofnunin sem fjármagnar stöðuna sem heitir þess vegna Legóprófessor. Kýr eru flóknar verur og dugar ekkert minna en háskólagráða til að eiga við þær. Félagarnir í Mið-Íslandi þurfa sjálfsagt ekki mikið á MA-gráðu í uppistandi að halda en gætu mögulega sótt um kennslustöður. „Kökugerðarmaður tekur …“ próf í bakstursvísindum við South Bank háskólann í London. Háskólagráður við hvert tækifæri Sumir segja að ekki sé hægt að læra allt í háskóla en þar er hins vegar hægt að læra býsna margt, ólíklegustu sérfög sem hafa þó víða skírskotun enda þarf atvinnulífið fjölbreytni fyrst og fremst.  Í Söngskólanum í Reykjavík eru nemendur frá 10 ára aldri, allt frá byrjendum til nemenda sem vilja leggja tónlist fyrir sig í framtíð- inni og læra sviðs- framkomu, söng og samvinnu. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RSKóLAR oG NáMSKeIÐ 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 1 -5 C C 0 1 F C 1 -5 B 8 4 1 F C 1 -5 A 4 8 1 F C 1 -5 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.