Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 6
TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.459.000 KR. ÁN VSK 3.050.000 KR. M EÐ VSK CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrými Nálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir í boði – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLI BAKKAÐU AF ÖRYGGI KOMDU & MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 300.000 KR.AFSLÁTTUR KOSNINGAR Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðu- neytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þing- kosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin inn- sigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau. Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosning- um. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fyllt- ist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæða- seðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á köss- unum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvört- un vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæð- um þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins. joli@frettabladid.is Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla Of auðvelt er að eiga við innsigli sem notuð eru við kosningar að mati þing- manns Pírata. Fleiri athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd kosninga hér á landi af hálfu umboðsmanna. Ráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. Til hægri sést innsigli sem losnað hefur frá. Auka innsigli umboðsmanns sjást blá á hinni myndinni. ÍSRAel Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi til- löguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendi- herrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erind- rekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. – þea Sendiráðið umdeilda opnað í dag Ísraelskur maður, sveipaður fána Bandaríkjanna, fagnar Jerúsalemdeginum. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en 51 ár var þá liðið frá því Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu. NorDicphoTos/AFp 1 4 . m A Í 2 0 1 8 m Á N U D A G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t A B l A ð I ð 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 2 -2 5 F 4 1 F C 2 -2 4 B 8 1 F C 2 -2 3 7 C 1 F C 2 -2 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.