Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2018, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 14.05.2018, Qupperneq 14
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Þessi uppskrift hefur oft orðið fyrir valinu á mánudögum í vetur á mínu heimili. Þó að rétturinn þurfi þó nokkurn tíma til að malla í pottinum tekur elda- mennskan sjálf ekki mikinn tíma,“ segir Oddrún Helga Símonardóttir, heilsumamma með meiru, en hún gefur hér uppskrift að ljúffengum mánudagsrétti. Réttinn segir hún þægilegt að henda í þegar fleiru þurfi að sinna á heimilinu. Hann geti kraumað í rólegheitum á meðan öðru er sinnt. „Það er tilvalið að setja í þvotta- vél, búa til múslí fyrir vikuna, sinna heimanámi barna og sitthvað fleira á meðan. Mér finnst gott að búa til stóra uppskrift og eiga afgang síðar í vikunni,“ segir Oddrún. Gúllasið bragðist bara betur seinni umgang- inn og oft breytist afgangurinn í gúllassúpu síðar í vikunni. „Þá bæti ég bara við vatni og grænmetis- krafti eftir þörfum,“ segir Oddrún. Oddrún heldur úti síðunni heilsumamman.is þar sem hún setur reglulega inn ljúffengar upp- skriftir. Mánudagsgúllas fyrir fimm 1 msk. hitaþolin steikingarolía 500 g lambagúllas 1 msk. cumin 1 msk. paprikukrydd 1 msk. oregano 1 msk. arabískar nætur (eða annað karrýkrydd sem þið eigið) 3-4 gulrætur í sneiðum 1 rauð paprika í litlum bitum Notið það grænmeti sem til er, t.d. sæta kartöflu, kúrbít, kartöflur, lauk, brokkolí. 5-6 dl vatn 2 matskeiðar tómatmauk (paste) 2 grænmetisteningar 4 dl passata eða maukaðir tómatar 2 dl kókosmjólk Smakkið til með salti og pipar Hitið olíu í potti. Setjið kjötið í pottinn ásamt kryddunum og steikið í smástund. Bætið við vatni og grænmetisteningi, tómatmauki og maukuðum tómötum og látið malla við lágan hita í 1 klst. Bætið grænmetinu saman við ásamt kókos- mjólkinni. Leyfið rétt- inum að malla rólega í 30 mín.Bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og fersku salati. Lambagúll- asið má malla á hellunni í dágóða stund. Það smakkast síðan enn betur, upphitað síðar í vikunni. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Oddrún Helga heldur úti vef- síðunni heilsu- mamman.is þar sem er að finna úrval góðra uppskrifta. Þessi einfaldi pinnamatur er tilvalinn réttur á mánudags-kvöldi. Kjúklinga-sataypinnar og sataysósa 3-4 kjúklingabringur Pipar Salt Sataysósan/ marineringin 300 g hnetusmjör 150 g jarðhnetur 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 rautt chili, saxað 3-4 cm bútur af engifer, saxaður Safi úr 2 límónum 2 msk. austurlensk fiskisósa 2 msk. hunang, eða eftir smekk Lófafylli af kóríanderlaufi 400 ml kókosmjólk Bringur skornar langsum í 1 cm ræmur og kryddaðar með salti og pipar. Saxið 2-3 hvítlauksgeira, 1 rautt chili og 3-4 cm bút af engifer og setjið í matvinnsluvél ásamt 300 g af hnetusmjöri og 150 g af jarðhnetum. Vinnið þar til þetta er orðið að grófu mauki. Kreistið safann úr 2 límónum út í og bætið 2 msk. af austurlenskri fiskisósu og 2 msk. af hunangi, ásamt lófafylli af kóríanderlaufi. Að lokum er 400 ml af kókosmjólk þeytt saman við í litlum skömmtum. Fjórðungur af sósu er settur í skál með kjúkl- ingnum. Látið standa í kæli í klst. Þræðið kjötið á teina og grillið í 8-10 mín. á meðalhita. Kjötið má bera fram heitt, volgt eða kalt, ásamt sataysósunni. Heimild: nannarognvaldar.com. Ljúffengt á mánudegi Ilmandi og bragðgóð sataysósan passar frábærlega með kjúklingnum. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 2 -0 8 5 4 1 F C 2 -0 7 1 8 1 F C 2 -0 5 D C 1 F C 2 -0 4 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.