Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 37
Hetjan sem varð að skúrki á einum vetri Vinsældir Antonio Conte í Lundúnum dvínuðu ansi hratt en ári eftir að hafa stýrt Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni verður hann líklegast rekinn á næstu dögumeftir að hafa mistekist að ná sæti í Meistaradeild Evrópu. Hann getur enn bjargað árinu með bikarmeistaratitli en það dugir ekki til í London. þá leikmenn sem hann óskaði eftir enda fengi hann ekki fjármagnið til þess að sækja sína menn. Þrátt fyrir það styrkti hann liðið með því að eyða háum fjárhæðum í leikmenn á borð við Alvaro Morata, Danny Drinkwater og Tiémoué Bakayoko en í stað hélt Nemanja Matic til Old Trafford þar sem kunnuglegt andlit, Jose Mourinho, tók Serbanum fagnandi. Markastífla Morata Morata hóf tímabilið eins og Chel- sea af krafti en fyrir utan óvænt töp gegn Burnley, Crystal Palace og West Ham var Chelsea, eins og önnur lið að eltast við Manchester City í lok janúar en í baráttu um eitt af efstu fjórum sætunum. Við tóku erfiðar vikur, í átta leikj- um fékk Chelsea aðeins sjö stig og á sama tíma gekk gjörsamlega ekkert hjá Morata sem var ætlað að leiða liðið í fremstu víglínu. Góð rispa liðsins undir lok tíma- bilsins þegar Olivier Giroud fékk mínútur í fremstu víglínu hleypti aftur spennu í baráttuna um efstu fjögur sætin en það var hins vegar of seint. Tíunda tap tímabilsins gegn New- castle um helgina sendi liðið í Evr- ópudeildina en þetta er í þriðja sinn eftir aldamót sem Chelsea tapar tíu leikjum eða meira á tímabili. Conte getur enn yfirgefið Chelsea á jákvæðum nótum en Chelsea er komið í úrslit enska bikarsins annað árið í röð og mætir þar Manchester United um næstu helgi. Eftir að hafa unnið fjóra bikar- meistaratitla á sex árum hefur Chelsea ekki hampað bikarnum í sex ár. Takist Conte að vinna bikarinn á Wembley munu stuðn- ingsmenn Chelsea eflaust minnast hans á jákvæðu nótunum eftir tvö kaflaskipt ár í brúnni á Brúnni. kristinnpall@frettabladid.is Ég er með samning hjá félaginu áfram og félagið veit mína afstöðu. Eftir því sem ég veit best verð ég áfram hjá félaginu. Antonio Conte Meðalstarfsaldur knatt- spyrnustjóra Chelsea undir stjórn Romans Abramovich er 490 dagar. Deilur við stjórn Chelsea í bland við slaka spilamennsku virðast ætla að verða banabiti Antonios Conte hjá Chelsea. Sá ítalski náði ekki að koma Chelsea í Meistaradeildina sem þykir óásættanlegt hjá félaginu. NorDiCPhotoS/ getty Nýjast Pepsi-deild karla Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? Þjónustumiðstöð tónlistarfólks www.artasan.is Fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? Tannlæknar mæla með GUM tannvörum GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51 grindavík - Kr 1-1 1-0 René Joensen (14.), 1-1 PálmI Rafn Pálmason (27.). Breiðablik - Keflavík 1-0 1-0 Gísli Eyjólfsson (37.). KA - ÍBV 2-0 1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson (21.), 2-0 Ásgeir Sigurgeirsson (55.). Fjölnir - Fh 2-3 1-0 Birnir Snær Ingason (36.), 1-1 Robert Crawford (49.), 1-2 Brandur Hendriksson Olsen (56.), 2-2 Þórir Guðjónsson (85.), 2-3 Pétur Viðarsson (90.). Valur - Fylkir 2-2 1-0 Haukur Páll Sigurðsson (32.), 2-0 Sigurður Egill Lárusson (71.), 2-1 Hákon Ingi Jónsson (75.), 2-2 Emil Ásmundsson (89.). ÍBV - Þór/KA 1-2 0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez (36.), 0-2 Sandra María Jessen (38.), 1-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir (84.). Pepsi-deild kvenna ÍBV - Fh 32-26 ÍBV: Róbert Aron Hostert 7, Dagur Arnarson 6, Kári Kristján Kristjánsson 5, Theodór Sigurbjörnsson 5, Sigurbergur Sveinsson 4, Andri Heimir Friðriksson 3, Agnar Smári Jónsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1 . Fh: Einar Rafn Eiðsson 8, Óðinn Þór Rík- harðsson 8, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Jóhann Karl Reynisson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 3.. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir ÍBV en liðin mætast á ný í Kaplakrika annað kvöld. olís-deild karla Fótbolti Sex félög í ensku úrvals- deildinni, Arsenal, Chelsea, Everton, Liverpool,  Manchester United og Tottenham léku um helgina 1.000. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni. Eru þetta einu félögin sem hafa verið í efstu deild frá stofnun úrvals- deildarinnar 1992. Manchester United er með besta sigurhlutfallið en liðið vann 629. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en næst kemur Arsenal með 544 sigurleiki. Everton rekur lestina með 362 sigurleiki en nágrannar þeirra í Liverpool eru einum sigri frá 500 sigurleikjum með 499 sigra eftir stórsigurinn á Brighton um helgina. – kpt Sex félög komin með 1.000 leiki Fótbolti Arsenal kvaddi Arsene Wenger með naumum sigri á Hudd- ersfield í gær og Wenger hefur því stýrt síðasta leik sínum fyrir Arsenal eftir 22 ára dvöl í Lundúnum. Kvaddi hann Arsenal með sigri gegn nýliðum Huddersfield en undir hans stjórn varð Arsenal þrí- vegis enskur meistari. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið langþráður sigur hjá Arsenal en félagið var án stiga á útivelli eftir áramót. Voru Skytturnar búnar að tapa sjö leikjum í röð á útivelli í ensku úrvalsdeildinni þar til kom að leik gærdagsins. – kpt Fengu loksins stig á útivelli efri Breiðablik 9 FH 6 Valur 5 KA 4 Grindavík 4 Víkingur R. 4 Neðri KR 4 Fylkir 4 Fjölnir 2 Stjarnan 1 Keflavík 1 ÍBV 1 S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðb lM Á N U D A G U r 1 4 . M A í 2 0 1 8 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -F 9 8 4 1 F C 1 -F 8 4 8 1 F C 1 -F 7 0 C 1 F C 1 -F 5 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.