Feykir


Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 9

Feykir - 05.01.2012, Blaðsíða 9
 01/2012 Feykir 9 ( TÓN-LYSTIN ) palli@feykir.is Helga Hinriksdóttir / Eurovision-aðdáandi Ólst upp við að „þurfa” að hlusta á Queen Helga Hinriksdóttir býr á Hvammstanga en ólst upp rétt fyrir utan bæinn, eða á Ytri Völlum. Helga er árgerð 1972 enda 80’s tímabilið hennar uppáhalds. Þó það séu rúmlega 20 hljóðfæri á heimilinu segist hún varla spila skammlaust á nokkurt þeirra. Helstu tónlistarafrek: Koma Söngvarakeppni Húnaþings vestra af stað og skipuleggja hana í nokkur ár þar til Sæunn Sigvaldadóttir tók við. Ég hef líka skipulagt nokkra tónleika, þeir eftirminnilegustu voru klárlega Pink Floyd tribute tónleikar sem voru haldnir 2005 (söng þar líka eitt lag). Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Adele. Annars var ég að kaupa mjög áhugaverðan geisladisk, og þann fyrsta í mörg ár, en hann er með söngkonu sem heitir Jo Hamilton. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Ég ólst upp við að ”þurfa” að hlusta á Queen. Man líka eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Megasi. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég fékk fyrstu kasettuna þegar ég var 6 ára og hún var með Dr. Hook. Hvaða græjur varstu þá með? Pínulítið kasettutæki sem for- eldrar mínir áttu. Ég eignaðist ekki sjálf tæki fyrr en ég fermdist. Hvað syngur þú helst í sturt- unni? Syng ekki í sturtu. Wham! eða Duran? Wham! Auðvitað!! Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Hmm... Eurovision kemur mér alltaf í stuð... verð líklega að velja mér gesti með það fyrir augum. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Pink Floyd eða David Bowie. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Annað hvort á Eurovision keppni eða á tónleika með Bon Jovi. Ég tæki kærastann með á Bon Jovi (ef hann vill fara með) en synina á Eurovision keppni. Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Enginn. Gæti hugsað mér að vera MEÐ Jon Bon Jovi ; ) Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Final Cut með Pink Floyd... reyndar flest allt með Pink Floyd og eldra efni eftir Bowie. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) berglindth@feykir.is Guðrún og Bjarni kokka Líbanskur kjúklingur og Batatas Bi Houmus AÐALRÉTTUR Farrouge Mishwa Grillaður hvít- laukskjúklingur 1 kjúklingur skorinn í bita 1 msk. paprikuduft Salt og nýmalaður pipar 4 msk. Tartaoor bi Sade 3 hvítlauksrif pressuð 3 msk. ólífuolía 2-4 msk. sítrónusafi Aðferð: Nudda papriku, salti og pipar á kjúklingabitana. Hræra saman taratoor, olíu og 2 msk. af sítrónusafa. Hella sósunni yfir kjúklingabitana og geyma í kæli yfir nótt. Grilla bitana á vel heitu grilli og bera fram heita með watercress salati og sítrónubátum. Taratoor bi Sade: (Hvítlaukssósa/marinering) 45 hvítlauksrif 150 ml. ólívuolía Safi úr einni sítrónu Aðferð: Hvítlaukurinn settur í matvinnsluvél og saxaður, olíunni hellt samanvið og að lokum sítrónusafanum. Má nota sem sósu eða marineringu. Geymist í 2 vikur í kæli, lengur í frysti. Batatas Bi Houmus: Kartöflur með kjúklingabaunum 120 ml. ólífuolía 1 stór laukur, saxaður smátt 350 ml. kartöflur skornar í teninga 2 hvítlauksrif söxuð smátt 225 gr. soðnar kjúklingabaunir 5 tómatar afhýddir og kjarnhreinsaðir skornir í litla bita Cayenne pipar 1/2 tsk. kóríander fræ Salt og pipar 50 gr. fersk steinselja Aðferð: Hita olíuna í potti. Mýkja laukinn í olíunni þar til hann tekur smá lit. Bæta við kartöflunum og hvítlauknum og hræra í 3-4 mín. Bæta þá kjúklingabaununum, tómötun- um, cayenne pipar eftir smekk og kóríander fræjum. Sjóða með lokið á í 20 mín. eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Krydda með salti og pipar og hræra saxaðri steinselju saman við áður en borið er fram. Má bera fram heitt eða kalt. EFTIRRÉTTUR Ferskir ávextir með þeyttum rjóma Ávextir Rjómi Vanillusykur Aðferð: Fersk jarðaber, fersk hindber, bláber, mangó og svo aðrir ferskir ávextir eftir smekk. Skorið niður, sett í skálar, vanillusykur eftir smekk og þeyttur rjómi. Hollt og gott.“ Verði ykkur að góðu! Matgæðingar vikunnar að þessu sinni eru frá Sauðárkróki, þau Guðrún Brynleifsdóttir verkefnisstjóri ferða- og menningarmála hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og Bjarni Jónasson verkefnisstjóri hjá BioPol. „Við skorum á Sigurlaugu Rún Brynleifsdóttur kennara við Grunnskólann á Hólum og Guðmund Björnsson fiskeldisfræðing og starfsmann Hólaskóla að koma með næstu uppskriftir.“ Verðlaunahafar Jólagátur Feykis Góð þátttaka var í jólagetraunum Feykis sem birtust í 44. tölublaðinu en alls skiluðu 38 manns réttum lausnum í myndagátuna og 44 í krossgátuna. Dregnir voru út vinningshafar sem munu fá senda heim til sín leikhúsmiða á Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks, bækurnar Nokkur lauf að Norðan 1 og 2 og Skagfirskar skemmtisögur. Feykir þakkar öllum fyrir þátttökuna óskar vinningshöfum til hamingju. Rétt lausn á myndagátu var eftirfarandi: Feykir fagnar 30 ára starfsafmæli sínu á þessu ári, megi hann lengi lifa. Vinningshafi: Ingibergur Guðmundsson Bogabraut 13 545 Skagaströnd Rétt lausn á krossgátu var eftirfarandi: Þrettándi var Kertasníkir þá var tíðin köld. Vinningshafi: Lovísa Símonardóttir Barmahlíð 15 550 Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.