Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 02/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Hugleiðingar um veiðibann Nú fer KS-deildin í hestaíþróttum að fara af stað enn eitt árið en úrtaka fer fram miðvikudaginn 25. janúar í Svaðastaðahöllinni og hefst kl. 20:00. Keppt verður í fjór- og fimmgangi en alls eru sex sæti laus í keppninni. Þar sem tveir keppendur hafa afboðað þátttöku vegna flutnings af svæðinu, áskilur stjórn MN sér rétt til að úthluta tveimur sætum til viðbótar ef viðunandi árangur í úrtöku næst. Skráning fer fram fyrir föstudagskvöldið 20. janúar hjá Eyþóri: 848-2725 og Stefáni : 860-2050. /PF Meistaradeild Norðurlands Sex sæti laus Tillaga hefur verið gerð um veiðibann í fimm ár á fimm tegundum á svartfugli. Sitt sýnist hverjum um þær hugmyndir og hefur umræðan undanfarið farið um víðan völl í fjölmiðlum og ýmsar ásakanir á hendur vísinda- mönnum fengið að fljúga um loftin. Virðist sem litlar sem engar rannsóknir hafi farið fram á svartfugli á Íslandi en það sem vitað er nú er að hann fær ekki æti fyrir sunnan land og nær ekki að koma ungum sínum á legg. Afleiðingarnar eru augljóslega þær að stofninn minnkar á því svæði. Aðra sögu hafa veiðimenn á Norðurlandi að segja og vilja meina að nóg sé af fugli og óþarfi að setja algjört veiðibann yfir allt landið, enda veiðarnar það litlar að ekki skiptir máli fyrir stofninn í heild. Hvort fuglinn er að drepast fyrir sunnan eða færir sig á lífvænna svæði annars staðar á landinu er ekki hægt að segja með vissu því það hefur ekki verið rannsakað að mér skilst. Annar vinkill í umræðunni er að bannið sé af pólitískum toga þar sem ESB hefur viljað friða fuglinn á sínu umráðasvæði og sú tillaga sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur fyrir sé einn þátt- ur í meintu aðlögunarferli Íslands í sambandið, eins og Ásmundur Einar Daðason alþingismaður hefur bent á. Sé raunin sú, er málið komið á algerar villigötur og niðurstaðan getur aldrei orðið fagleg. Páll Friðriksson ritstjóri Útsvarslið Skagafjarðar Komið í þriðju umferð Útsvars Skagfirsku kvenskörung- arnir í Útsvari stóðu sig með eindæmum vel í gærkvöldi þegar þær stöllur, Erla Björt Björns- dóttir, Guðrún Helgadóttir og Guðrún Rögnvaldar- dóttir, gerðu sér lítið fyrir og slógu út systkinin af Seltjarnarnesi í spennandi þætti. Lið Skagafjarðar fór vel af stað og náði forystu, Guðrún Rögnvaldar lék eldhúsáhöld af snilld og að orðaleiknum loknum var staðan 49-38. Seltirningar náðu sér á strik í flokkaspurningunum og jöfnuðu 51-51 en það var síðan á lokakaflanum, í stóru spurningunum, sem leiðir skildu, lokatölur 76-51 fyrir Skagafjörð og liðið komið í þriðju umferð en svo langt hafa lið Skagafjarðar aldrei náð í þáttunum. Í lokin skiptust liðin síðan á gjöfum og fengu Skag- firðingarnir bók Yrsu Sigurðardóttur að gjöf en færðu Seltirningum í staðinn vetrarpakka í fjörðinn fagra; miða á Vínartónleika Karlakórsins Heimis sem fram fara í Menningarhúsinu Miðgarði um næstu helgi, aðgang að skíðasvæði Tindastóls, út að borða á Ólafshúsi og síðan verða systkinin að skipta á milli sín gistingu á Hótel Varmahlíð, Hótel Tindastóli og Mikla- garði. /ÓAB Áætlunarflug á Krókinn Ögmundur skoðar málin Mikið er lagt upp úr því af hálfu sveitarstjórnarmanna í Skagafirði að áætlunarflug til staðarins hefjist að nýju og hafa viðræður farið fram milli þeirra aðila sem að því koma. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sýnir málinu áhuga og segist vera að skoða það frá öllum hliðum. -Það kom mér á óvart að flugið stöðvaðist eftir innspýt- ingu í lokafjárlögum en er nú að skoða alla valkosti í stöð- unni, segir Ögmundur sem ekki gat tjáð sig um málið að öðru leyti að svo stöddu. Ögmundur segist hafa fundið fyrir áhyggjum og þrýstingi af hálfu heimamanna og málið verði skoðað frá öllum hliðum. Stefán Vagn Stefánsson forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar segir að hart sé unnið í málinu og hreyfing sé komin á það. Finna þurfi lausn á því sem fyrst, helst í næstu viku. Ekki er laust við að heima- menn hafi áhyggjur af því að ekki er flogið á Krókinn en frá áramótum er ekkert áætlun- arflug á Norðurland vestra sem varla getur talist viðunandi að mati flestra. /PF Háskólinn á Hólum Hlaut tvo styrki Hólaskóli hlaut tvo styrki frá Rannsóknasjóði Rannís sem úthlutaðir voru nýverið til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2012. Báðir styrkirnir bjóða upp á framhaldsumsóknir til allt að þriggja ára og fáist styrkur öll árin er heildarstyrktarupphæð hvors styrks fyrir sig um 20 milljónir. Skv. heimasíðu Hólaskóla var samkeppnin hörð en af 267 umsóknum fengu ein- göngu 47 styrk, eða 17,7%. Flestar umsóknir koma frá stóru háskólunum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, og til þeirra fara flestir styrkir. Aðrir háskólar fengu að þessu sinni fjóra styrki og sem fyrr segir koma tveir þeirra í hlut Háskólans á Hólum. Annað verkefnið sem hlaut styrkinn kallast Dægursveiflur í virkni bleikju í íslenskum ám en verkefnisstjóri er Stefán Óli Steingrímsson. Auk Stefáns eru þátttakendur þeir Sveinn Kári Valdimarsson (Náttúru- stofu Reykjaness), James W. Grant (Concordia University, Kanada), Richard A. Cunjack og Tomi Linnansaari (báðir frá University of New Brunswick, Kanada). Hitt verkefnið kallast Mikilvægi vistfræðilegra þátta, svipgerðar og erfða fyrir líffræðilega fjölbreytni hjá hellableikju á Íslandi. Verk- efnisstjóri er Skúli Skúlason en aðrir þátttakendur eru Bjarni K. Kristjánsson (Há- skólanum á Hólum), Sigurður S. Snorrason (Háskóla Íslands), Moira M. Ferguson (University of Guelph, Kanada), Michael Morrissey (University of Massachusetts), Árni Einarsson (Náttúrurann- sóknarstöðinni við Mývatn) og Katja Räsänen (EAWAG, Sviss). /BÞ Maður ársins í Húnaþingi Valið stendur yfir Húnahornið stendur nú fyrir vali á manni ársins í Húnaþingi í sjöunda sinn og stendur valið til miðnættis þann 18. janúar nk. og verða úrslit kynnt laugar- daginn 21. janúar. „Við biðlum til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur aðeins sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefn- ingarinnar. Maður ársins í Húnaþingi getur verið einn einstaklingur eða hópur manna,“ segir á Húnahorninu. Í fyrra var Bóthildur Hall- dórsdóttir valin maður ársins af lesendum Húnahornsins, þá annað árið í röð. Menn ársins í Húnaþingi síðustu ár eru þessir: 2010: Bóthildur Halldórsdóttir. 2009: Bóthildur Halldórsdóttir. 2008: Lárus Ægir Guðmundsson. 2007: Rúnar Þór Njálsson. 2006: Lárus B. Jónsson. 2005: Lárus B. Jónsson. Sjá nánar á Húni.is /BÞ Ásmundur Einar Daðason alþingismaður hefur óskað eftir fundi hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hið fyrsta til að ræða hugmyndir um 5 ára friðun á svartfugli. Óskað er eftir því að fulltrúi umhverfisráðuneytis mæti á fundinn, auk fulltrúa allra þeirra aðila sem upp- haflega áttu sæti í starfshóp ráðherra og skilaði nýverið af sér skýrslu, eins og kemur fram í bréfi Ásmundar Einars til nefndarinnar. Einnig óskar hann eftir því að fulltrúar samninganefndar Íslands vegna ESB umsókn- arinnar komi á fundinn, í ljósi þess að um er að ræða fuglategundir sem ESB krefst veiðibanns á. /BÞ Friðun á svartfugli Ásmundur vill ræða bannið Breytingar standa yfir á bókasafninu í Fellsborg um þessar mundir og á meðan framkvæmdir fara fram flytur safnið starfsemi sína í kjallara Bjarmaness. Einungis hluti bókanna verður í Bjarmanesi en leitast verður við að setja upp safn bóka sem inniheldur nýjustu og vinsælustu bækurnar til útláns. /BÞ Skagaströnd Bókasafn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.