Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 3
 02/2012 Feykir 3 SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 KS-bókin er með 2,25% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3,50% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Norðurland vestra Víða kvartað undan leka Talsverður snjór er nú um land allt og víða mikill klaki. Þegar hlýnar og rignir er töluverð hætta á vatnstjónum og hafa margir kvartað undan leka, þá aðallega frá þökum og svölum en einnig í kjöllurum eða bílskúrum. Nokkrar tilkynningar um leka frá þökum bárust til VÍS þegar hlýnaði s.l. föstudag og samkvæmt Sigurbirni Boga- syni á þjónustuskrifstofu Vís á Sauðárkróki er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um þá hættu sem geti skapast og bregðist við henni. Ef yfirborðsvatn verður svo mikið í asahláku að venjuleg vel hreinsuð niðurföll hafa ekki undan er það tjón bætt sem stafar af vatni sem streymir inn í hús. Ekki er skylt að bæta öll vatnstjón, til dæmis ekki vegna: - Vatns sem kemur inn frá þökum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra eða frá svölum. - Vatns sem þrýstist upp um frárennslislagnir nema ef leiðslan stíflast eða springur innan húss. Jafnframt er mikilvægt að átta sig á því að við vissar aðstæður verður mun meiri þungi í snjónum. Þá er hætta á að þök og þakkantar gefi sig ef snjór er ekki hreinsaður af þökum en nú þegar hafa slík tjón verið tilkynnt til VÍS. /BÞ Starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fóru um götur Sauðárkróks í upphafi vikunnar og hreinsuðu upp leifar áramótaskotelda sem skildar voru eftir á götum bæjarins af skotglöðum bæjarbúum. Það vill oft verða svo að fólk hreinsar ekki eftir sig að loknu skemmtilegu gamlárskvöldi og kassar undan skottertum og annar óþrifnaður skilinn eftir á götunum. Þegar blaðamaður smellti mynd af þeim Gunnari Péturssyni og Steini Ástvalds- syni voru þeir staddir við Raftahlíðina að tína upp rusl áramótanna en þar höfðu krakkar rétt þeim hjálparhönd með því að setja það á einn stað. Voru þeir ánægðir með framtak þeirra og sögðu að það flýtti mikið fyrir þeim. Annars voru þeir ekki ánægðir með sóða- skapinn sem væri almennt mikill í bænum eftir þetta síðasta kvöld ársins. /PF Krakkarnir í Raftahlíðinni höfðu safnað saman dágóðri hrúgu af skottertulíkum og fengu hrós fyrir frá starfsmönnum sveitarfélagsins. Sumsstaðar þurfti að draga hin ýmsu ílát til að taka við bleytunni sem kom ofan af loftinu. Sauðárkrókur Tekið til eftir flugeldaskothríð Hvammstangi Iðjan tekur við kertaafgöngum Þeir sem búa yfir kertaafgöngum mega gjarnan skila þeim til Iðju, vinnustofu fyrir fatlaða einstaklinga í Húnaþingi vestra, en þar verða þau brædd upp og notuð til að gera ný kerti. „Vaxið er gott hráefni til endurvinnslu sem við ættum ekki að láta fara til spillis,“ segir í tilkynningu frá Iðjunni sem birt var á vefsíðu Norðanáttar. Starfsmenn Iðjunnar sinna verk- efnum af ýmsu tagi fyrir fyrirtæki og félaga- samtök. Hægt er að skilja poka eftir fyrir utan dyr Iðjunnar að Brekkugötu 14 (neðri hæð) ef enginn er á staðnum. Síminn í Iðju er: 451-2926 /BÞ Vinstrihreyfingin grænt framboð Svæðisfélög VG í Húnavatnssýslu og Skagafirði boða til sameiginlegs fundar í sal Samstöðu að Þverbraut 1, Blönduósi, næstkomandi mánudag, 16. janúar kl. 20.00. Gestir fundarins verða alþingismennirnir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason Allir velkomnir. Fjölmenn um Stjórnir félaganna. FUNDUR Hópur drengja skemmtu sér vel í snjókasti á Skagaströnd sl. föstudag er blaðamaður Feykis átti leið hjá. Blaðamaðurinn notaði tækifærið smellti mynd af piltunum í hita leiksins. Svipmynd Snjókast á Skagaströnd

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.