Feykir


Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 12.01.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 02/2012 Ný smábátahöfn á Sauðárkróki Rúmar alls um 60 báta Á fundi byggðaráðs Skagafjarðar þann 17. nóvember sl. var lögð fram greinargerð og grunnmynd ásamt frumkostnaðar- áætlun að nýrri smábáta- höfn á Sauðárkróki en greinargerðin var unnin hjá Siglingastofnun í ágúst 2011 að beiðni Skagafjarð- arhafna. Samþykkt var að fullvinna útboðsgögn og lagt til að verkið verði boðið út í einum verkáfanga. Í greinargerðinni sem unnin var af Kristjáni Helga- syni og Rob M.P. Kamsma hjá Siglingamálastofnun að höfðu samráði við Jón Örn Berndsen og Gunnar Steingrímsson hjá Skagafjarðarhöfnum má lesa eftirfarandi: Í apríl 2011 var óskað eftir því af hálfu Skagafjarðarhafna að Siglingamálastofnun ynni útboðsgögn vegna fyrirhug- aðrar smábátahafnar í Sauðár- krókshöfn í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Í viðræðum sem áttu sér stað í framhaldinu kom fram að áður en hafist væri handa við gerð útboðsgagna væri rétt að ganga frá málsettu plani af höfninni ásamt greinargerð með kostn- aðarmati og hugsanlegum áfangaskiptum framkvæmda. Við gerð grunmyndar að nýrri smábátahöfn var í megin- atriðum gengið út frá deili- skipulagi hafnarinnar, þó með lítilsháttar breytingum á fyll- ingarsvæðum og afstöðu flotbryggja. Næsti áfangi er að vinna útboðsgögn samkvæmt þeim hugmyndum sem hér eru settar fram og útboð fram- kvæmda við smábátahöfnina þegar tilskyldar heimildir liggja fyrir hjá stjórn Skagafjarðar- hafna. Núverandi aðstæður smábáta í Sauðárkrókshöfn Núverandi smábátafloti, sem aðstöðu hefur í Sauðárkróks- höfn, telur alls rúmlega 50 báta. Þar af 10 stórir (10 – 15 m langir), 24 minni bátar sem að jafnaði eru á floti allt árið og á bilinu 15 – 20 skektur sem teknar eru á land hluta úr ári. Í núverandi smábátahöfn er 38 m löng timburflotbryggja (76 m viðlega) byggð 1987 og 47 m viðlegubryggja úr timbri byggð árið 2006 við vesturkant hafnarinnar. Auk þess er tæplega 60 m viðlegukantur sunnan á Suðurbryggju en þar liggja að jafnaði stærri bátar. Dýpi við flotbryggjuna er um 1,5 – 2,5 m, við trébryggjuna 2-3 m og við suðurkant Suðurbryggju er dýpi 4,5 – 5,5 m nema á 15 m kafla efst er dýpi 1- 3 m. Með sæmilegu móti geta legið í núverandi höfn um 30 smábátar. Þá er miðað við 6 báta af stærri gerð við trébryggjuna, 4 efst við suðurkant Suðurbryggju og 20 bátar af minni gerð liggi við flotbryggju. Það vantar því talsvert upp á núverandi þörf fyrir viðlegu smábáta í Sauð- árkrókshöfn sé fullnægt. Ný smábátaaðstaða og breyting á núverandi Reiknað er með að ný smá- bátahöfn í krikanum innan Suðurgarðs rúmi alls um 60 báta þegar hún er fullbyggð. Þar af yrðu 14 pláss ætluð stærstu gerð smábáta (10 – 15 m) og um 46 pláss fyrir minni báta og skekktur. Gert er ráð fyrir tveim nýjum flotbryggjum. Önnur, 80 m löng og 3 m breið (öldubrjótur), er frá norður- kanti hafnarinnar austan smábátaaðstöðunnar og skýli fyrir vindbáru sem getur náð sér upp innan hafnar á sæfleti frá Norðurgarði. Vestan á þeirri bryggju er reiknað með 7 stk. 12 m löngum fingrum, þar verður örugg viðlega fyrir 14 smábáta af stærri gerð. Að auki verður með aðgæslu hægt að nýta útkant bryggjunnar þann tíma þegar ekki eru stífar norðlægar áttir. Hin nýja bryggja yrði 6o m löng og 2,4 m breið, lögð út frá vesturkanti smábátahafnarinnar í skjóli af öldubrjótnum. Þar er gert ráð fyrir allt að 36 báta plássi við 6 og 8 m langar fingur. Loks er gert ráð fyrir að færa timburflotbryggjuna sem er í núverandi smábátahöfn og staðsetja nyrst við vesturkant nýju smábátahafnarinnar. Þar er reiknað með viðlegu fyrir um 20 smábáta af minnstu gerð. Við landgöngubrýr flot- bryggja í nýju höfninni yrðu sett upp læst hlið til að hindra óviðkomandi aðgang. Á bryggjum yrðu settir upp tenglastólpar svo bátar gætu tengst rafmagni úr landi og gengið frá lýsingu á svæði við höfnina og á bryggjum. Vatn yrði lagt að hverri bryggju, vatnsúttök staðsett við land- ganga. Sunnan uppfyllingar við vesturkant hafnarinnar er gert ráð fyrir steyptri skábraut 5 x 24 m þar sem taka má upp og sjósetja báta. Í núverandi smábátaað- stöðu yrði áfram viðlega fyrir 10 smábáta af stærri gerð við trébryggjuna og á suðurkanti Suðurbryggju. Svæðið þar sem flotbryggjan var mætti í framtíðinni fylla upp með efni úr dýpkun og fá þar aukið landrými. Með framkvæmdum við nýja smábátahöfn verður því hægt að uppfylla núverandi viðleguþörf og taka við hugs- anlegri fjölgun smábáta í framtíðinni. Niðurstaða Grunnmynd að nýrri smá- bátahöfn við smábátahöfn í krikanum innan við suðurgarð gerir ráð fyrir u.þ.b. 60 viðleguplássum fyrir smábáta. Fjölga mætti plássum enn frekar með því að skipta út gömlu timburflotbryggjunni og setja þar í staðinn 60 m steypta flotbryggju. /PF Grunnmynd smábátahöfn 1:2000 Grunnmynd smábátahöfn 1:500 Er eitthvað að frétta? Hafðu samband - Síminn er 455 7176

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.